Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 23:48 Bárðarbunga í Vatnajökli Mynd/STÖÐ 2 Frá því að skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst hafa mælitæki á vegum Veðurstofu Íslands numið rúmlega 2800 skjálfta á liðlega þriggja daga tímabili.Read English version here. Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð og er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Af skjálftunum rúmlega 2800 hafa rúmlega 950 skjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, þ.e. undanfarinn sólarhring þegar þessi orð eru skrifuð. Fjöldi skjálfta hefur verið stærri en 3 stig en stærsti skjálftinn til þessa var 4,5 stig. Hann er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli. Hann reið yfir klukkan 02:37 í nótt og fannst allt til Akureyrar og Jökulsárlóns.Hér má skjálftaþróun frá því að virknin hóst á laugardag. Skjálftarnir eru litgreindir eftir dagsetningum og þeir sem eru stærri en 3 eru merktir sem grænar stjörnur. Þróunin í norðausturátt sést glögglega.MYND/VEÐURSTOFANSkjálftavirknin hófst upphaflega í Bárðarbungu en færist nú í átt að þyrpingum norðan og austan við eldstöðina. Stærstu skjálftarnir hafa hingað til mælst í norðanverðri þyrpingunni en skjálftavirknin er mest í þeirri austari. Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni. Tvær stórar skjálftahrinur mældust í dag milli klukkan 10:45 og 12:00 og frá 16:00 til 17:30. Fyrri hrynan færðist í norðausturátt þar sem flestir skjálftanna áttu sér stað milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Eins og fyrr hefur verið greint frá hafa athuganir gefið til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Fram til þessa hafa flestir skjálftarnir átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi. Engin merki hafa greinst til þessa um að skjálftarnir færist ofar eða að eldvirkni sé að aukast. Veðurstofa Íslands fylgist grannt með allri þróun mála.Hér ber að líta þróun skjálftavirkninnar í dag. Eins og hér að ofan sést vel hvernig skjálftarnir færast í norðaustur. Rauður er til marks um nýlegustu skjálftana.MYND/Veðurstofan Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Frá því að skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst hafa mælitæki á vegum Veðurstofu Íslands numið rúmlega 2800 skjálfta á liðlega þriggja daga tímabili.Read English version here. Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð og er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Af skjálftunum rúmlega 2800 hafa rúmlega 950 skjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, þ.e. undanfarinn sólarhring þegar þessi orð eru skrifuð. Fjöldi skjálfta hefur verið stærri en 3 stig en stærsti skjálftinn til þessa var 4,5 stig. Hann er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli. Hann reið yfir klukkan 02:37 í nótt og fannst allt til Akureyrar og Jökulsárlóns.Hér má skjálftaþróun frá því að virknin hóst á laugardag. Skjálftarnir eru litgreindir eftir dagsetningum og þeir sem eru stærri en 3 eru merktir sem grænar stjörnur. Þróunin í norðausturátt sést glögglega.MYND/VEÐURSTOFANSkjálftavirknin hófst upphaflega í Bárðarbungu en færist nú í átt að þyrpingum norðan og austan við eldstöðina. Stærstu skjálftarnir hafa hingað til mælst í norðanverðri þyrpingunni en skjálftavirknin er mest í þeirri austari. Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni. Tvær stórar skjálftahrinur mældust í dag milli klukkan 10:45 og 12:00 og frá 16:00 til 17:30. Fyrri hrynan færðist í norðausturátt þar sem flestir skjálftanna áttu sér stað milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Eins og fyrr hefur verið greint frá hafa athuganir gefið til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Fram til þessa hafa flestir skjálftarnir átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi. Engin merki hafa greinst til þessa um að skjálftarnir færist ofar eða að eldvirkni sé að aukast. Veðurstofa Íslands fylgist grannt með allri þróun mála.Hér ber að líta þróun skjálftavirkninnar í dag. Eins og hér að ofan sést vel hvernig skjálftarnir færast í norðaustur. Rauður er til marks um nýlegustu skjálftana.MYND/Veðurstofan
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28