Sérfræðingarnir farnir í loftið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2014 09:11 Hópuinn klár í slaginn á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Vísir/GVA Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hélt klukkan níu í morgun ásamt sérfræðingum Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í eftirlitsflug í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, á Vatnajökul. Skoða á sigdældina sem vart var í eftirlitsflugi á jöklinum í gær. Talið var að sigdældirnar bentu til þess að mögulega væri eldgos hafið. Magnús Tumi benti á í gær að mjög stórum atburðum fylgdi mikill órói. Það væri ekki tilfellið sem stæði. Mögulegt væri þó að lítið gos hefði orðið þarna fyrir nokkrum dögum sem sé nú fyrst að koma fram. Þótt ekki hafi orðið vart við vatn undan jökli gæti það hafa runnið í Grímsvötn. Þar séu merki um að yfirborð hafi hækkað en það þurfi þó ekki að vera af völdum goss. „Ekkert bendir til þess að stórt gos í gangi. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús Tumi en það kæmi betur í ljós á morgun. Ef miðjurnar verða tiltölulega óbreyttar í dag sé líklega atburður að klárast. Séu þær enn stærri og dýpri þá verði málið skoðað betur því þá sé atburður í gangi. Gott skyggni er á jöklinum og vonast vísindamenn til að afla frekari gagna til að vinna með. Upp úr hádeginu má vænta frekari upplýsinga um stöðuna eða þegar TF-SIF kemur með vísindamenn úr fluginu segir í tilkynningu frá Almannavarnadeild lögreglu sem lesa má í heild sinni hér að neðan.Tilkynning frá Almannavarnadeild lögreglu vegna flugsins Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er á leið með vísindamenn yfir Vatnajökul til að rannsaka frekar sigkatlana sem sáust í gær í flugi vísindamanna suðaustur af Bárðarbungu. Gott skyggni er á jöklinum og vonast vísindamenn til að afla frekari gagna til að vinna með. Upp úr hádeginu má vænta frekari upplýsinga um stöðuna eða þegar TF-SIF kemur með vísindamenn úr fluginu. Tveir skjálftar, 4,1 og 4 mældust í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur í nótt. Þá varð jarðskjálfti 5,0 að stærð klukkan 08:13 við norðurbarm Bárðarbunguöskjunnar. Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03 „Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22 Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hélt klukkan níu í morgun ásamt sérfræðingum Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í eftirlitsflug í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, á Vatnajökul. Skoða á sigdældina sem vart var í eftirlitsflugi á jöklinum í gær. Talið var að sigdældirnar bentu til þess að mögulega væri eldgos hafið. Magnús Tumi benti á í gær að mjög stórum atburðum fylgdi mikill órói. Það væri ekki tilfellið sem stæði. Mögulegt væri þó að lítið gos hefði orðið þarna fyrir nokkrum dögum sem sé nú fyrst að koma fram. Þótt ekki hafi orðið vart við vatn undan jökli gæti það hafa runnið í Grímsvötn. Þar séu merki um að yfirborð hafi hækkað en það þurfi þó ekki að vera af völdum goss. „Ekkert bendir til þess að stórt gos í gangi. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús Tumi en það kæmi betur í ljós á morgun. Ef miðjurnar verða tiltölulega óbreyttar í dag sé líklega atburður að klárast. Séu þær enn stærri og dýpri þá verði málið skoðað betur því þá sé atburður í gangi. Gott skyggni er á jöklinum og vonast vísindamenn til að afla frekari gagna til að vinna með. Upp úr hádeginu má vænta frekari upplýsinga um stöðuna eða þegar TF-SIF kemur með vísindamenn úr fluginu segir í tilkynningu frá Almannavarnadeild lögreglu sem lesa má í heild sinni hér að neðan.Tilkynning frá Almannavarnadeild lögreglu vegna flugsins Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er á leið með vísindamenn yfir Vatnajökul til að rannsaka frekar sigkatlana sem sáust í gær í flugi vísindamanna suðaustur af Bárðarbungu. Gott skyggni er á jöklinum og vonast vísindamenn til að afla frekari gagna til að vinna með. Upp úr hádeginu má vænta frekari upplýsinga um stöðuna eða þegar TF-SIF kemur með vísindamenn úr fluginu. Tveir skjálftar, 4,1 og 4 mældust í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur í nótt. Þá varð jarðskjálfti 5,0 að stærð klukkan 08:13 við norðurbarm Bárðarbunguöskjunnar.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03 „Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22 Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03
„Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22
Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09