Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2014 21:48 Fjárlagafrumvarpið er ekki líklegt til þess að auðvelda gerð kjarasamninga nú í haust að mati hagfræðings Alþýðusambandsins. Lægstu tekjuhóparnir eyði mun hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en hæst launuðu hóparnir og því bitni hækkun virisaukaskatts á matvæli mest á þeim lægst launuðu. Fyrir utan breytingar á virðisaukaskattskerfinu er ein stærsta breyting skattamála á næsta ári að auðleggðarskatturinn, sem lagður hefur verið á eignamestu einstaklinga þjóðfélagsins undanfarin ár, verður lagður af. En hann skilaði ríkissjóði 10,5 milljörðum króna á þessu ári. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nær ríkissjóður að auka nettótekjur sínar um þrjá milljarða króna á móti þessum horfnu tekjum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir og þar á bæ er þrýst á verulegar launahækkanir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins segir þessar breytingar koma verst við þá tekjulægstu.Sýnist þér að þessar breytingar muni auðvelda gerð kjarasamninga í haust? „Ég er hræddur um að þetta gæti þvælst fyrir okkur við gerð kjarasamninga. Þegar við greinum hópana, þ.e.a.s. tekjuhópana og hvernig þetta hittir menn fyrir, óttumst við að tekjulægstu hóparnir muni koma nokkuð illa út úr þessu. Við erum að sjá það að að tekjulægsta tíundin í samfélaginu er að verja tvöfalt meira af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvælum en tekjuhæsta tíundin,“ segir Ólafur Darri. En á sama tíma og þeir tekjuhæstu eyði um 10 prósentum að ráðstöfunartekjum sínum í mat, fari um 21 prósent tekna tekjulægsta hópsins til matarinnkaupa. Þessi staðreynd geti því gert samninga erfiða. Stjórnendur fyrirtækja hafa tekið sér mun meiri launahækkanir en almennir kjarasamningar gáfu launafólki og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið meiri hækkanir. Ólafur Darri segir frumvarpið gera ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. „Og gangi það eftir verður snúið að koma saman kjarasamningum og það er ekki að sjá að þetta frumvarp sé mikið innlegg í að slá á verðbólgu. Það er því líklegt að Seðlabankinn verði skilinn einn eftir á vaktinni við að berjast gegn verðbólgu. Það mun þýða að vestir verða hærri hér en ella þannig að því leiti gætu samingar orðið svolítið snúnir,“ segir Ólafur Darri Andrason. Fjárlög Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið er ekki líklegt til þess að auðvelda gerð kjarasamninga nú í haust að mati hagfræðings Alþýðusambandsins. Lægstu tekjuhóparnir eyði mun hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en hæst launuðu hóparnir og því bitni hækkun virisaukaskatts á matvæli mest á þeim lægst launuðu. Fyrir utan breytingar á virðisaukaskattskerfinu er ein stærsta breyting skattamála á næsta ári að auðleggðarskatturinn, sem lagður hefur verið á eignamestu einstaklinga þjóðfélagsins undanfarin ár, verður lagður af. En hann skilaði ríkissjóði 10,5 milljörðum króna á þessu ári. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nær ríkissjóður að auka nettótekjur sínar um þrjá milljarða króna á móti þessum horfnu tekjum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir og þar á bæ er þrýst á verulegar launahækkanir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins segir þessar breytingar koma verst við þá tekjulægstu.Sýnist þér að þessar breytingar muni auðvelda gerð kjarasamninga í haust? „Ég er hræddur um að þetta gæti þvælst fyrir okkur við gerð kjarasamninga. Þegar við greinum hópana, þ.e.a.s. tekjuhópana og hvernig þetta hittir menn fyrir, óttumst við að tekjulægstu hóparnir muni koma nokkuð illa út úr þessu. Við erum að sjá það að að tekjulægsta tíundin í samfélaginu er að verja tvöfalt meira af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvælum en tekjuhæsta tíundin,“ segir Ólafur Darri. En á sama tíma og þeir tekjuhæstu eyði um 10 prósentum að ráðstöfunartekjum sínum í mat, fari um 21 prósent tekna tekjulægsta hópsins til matarinnkaupa. Þessi staðreynd geti því gert samninga erfiða. Stjórnendur fyrirtækja hafa tekið sér mun meiri launahækkanir en almennir kjarasamningar gáfu launafólki og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið meiri hækkanir. Ólafur Darri segir frumvarpið gera ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. „Og gangi það eftir verður snúið að koma saman kjarasamningum og það er ekki að sjá að þetta frumvarp sé mikið innlegg í að slá á verðbólgu. Það er því líklegt að Seðlabankinn verði skilinn einn eftir á vaktinni við að berjast gegn verðbólgu. Það mun þýða að vestir verða hærri hér en ella þannig að því leiti gætu samingar orðið svolítið snúnir,“ segir Ólafur Darri Andrason.
Fjárlög Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira