Apple auðveldar viðskiptavinum að eyða U2 plötu úr tækjum sínum Orri Freyr Rúnarsson skrifar 16. september 2014 14:21 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, og U2 á kynningunni. Vísir/AFP Apple hefur nú gefið út leiðbeiningar sem auðveldar viðskiptavinum sínum að losna við U2 plötuna „Songs of Innocence“ af Apple tækjum sínum með einföldum hætti. Fjölmargir kvörtuðu sáran undan því þegar að þessi nýja plata með U2 birtist allt í einu á tækjum þeirra og margir vissu ekki hvernig best væri að losa sig við plötuna. En platan var gefin út samhliða kynningu á iPhone 6 símanum og var hún gerð aðgengileg fyrir 500 milljón notendur Apple tækja út um allan heim. Nú styttist í fyrsta Jack Live kvöld vetrarins sem verður á Gauknum laugardagskvöldið 20.september næstkomandi. Þær sveitir sem koma fram að þessu sinni eru Kontinuum,Caterpillarmen, Future Figment og Ottoman og er miðaverð litlar 1000kr auk þess sem að Jack verður á góðu tilboði. Rokkdúettinn Royal Blood hefur slegið í gegn í allan heim en sveitin var nýverið stödd í Þýskalandi og þarlend útvarpsstöð fékk hljómsveitina til að spila ábreiðu í útvarpinu og varð lagið „West Coast“ með Lana Del Rey fyrir valinu. Flutningurinn þóttist takast frábærlega.Íslenskir aðdáendur Alt-J ættu að gleðjast því ekki er lengur nauðsynlegt að keyra alla leið á Skógafoss til að heyra plötuna en hún hefur nú verið gerð aðgengileg í heild sinni á Spotify. En platan kemur formlega út í næstu viku og er ætlað að fylgja frumburðinum „An Awesome Wave„ eftir. Forsvarsmenn Glastonbury hafa nú tilkynnt að miðasala fyrir hátíðina sem fer fram á næsta ári muni hefjast þann 5. október. Til þess að geta keypt miða þarf þó fyrst að skrá sig á síðunni www.glastonburyregistration.co.uk en talið er að miðarnir munu seljast upp samdægurs þó svo að ekki sé búið að tilkynna eina einustu hljómsveit sem mun koma fram á hátíðinni á næstar ári. Veðbankar eru þó enn með Oasis ofarlega á lista yfir þær hljómsveitir sem eru taldar líklegar til að koma fram á hátíðinni en margir aðdáendur vona einmitt eftir því að sveitin komi aftur saman í tilefni þess að platan (What‘s the Story) Morning Glory kom út fyrir 20 árum síðan. Dagskrá Iceland Airwaves hefur nú verið opinberuð og því ekki seinna vænna fyrir hátíðargesti að byrja að skipuleggja sig. En dagskránna má sjá hér. Airwaves Harmageddon Mest lesið 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon
Apple hefur nú gefið út leiðbeiningar sem auðveldar viðskiptavinum sínum að losna við U2 plötuna „Songs of Innocence“ af Apple tækjum sínum með einföldum hætti. Fjölmargir kvörtuðu sáran undan því þegar að þessi nýja plata með U2 birtist allt í einu á tækjum þeirra og margir vissu ekki hvernig best væri að losa sig við plötuna. En platan var gefin út samhliða kynningu á iPhone 6 símanum og var hún gerð aðgengileg fyrir 500 milljón notendur Apple tækja út um allan heim. Nú styttist í fyrsta Jack Live kvöld vetrarins sem verður á Gauknum laugardagskvöldið 20.september næstkomandi. Þær sveitir sem koma fram að þessu sinni eru Kontinuum,Caterpillarmen, Future Figment og Ottoman og er miðaverð litlar 1000kr auk þess sem að Jack verður á góðu tilboði. Rokkdúettinn Royal Blood hefur slegið í gegn í allan heim en sveitin var nýverið stödd í Þýskalandi og þarlend útvarpsstöð fékk hljómsveitina til að spila ábreiðu í útvarpinu og varð lagið „West Coast“ með Lana Del Rey fyrir valinu. Flutningurinn þóttist takast frábærlega.Íslenskir aðdáendur Alt-J ættu að gleðjast því ekki er lengur nauðsynlegt að keyra alla leið á Skógafoss til að heyra plötuna en hún hefur nú verið gerð aðgengileg í heild sinni á Spotify. En platan kemur formlega út í næstu viku og er ætlað að fylgja frumburðinum „An Awesome Wave„ eftir. Forsvarsmenn Glastonbury hafa nú tilkynnt að miðasala fyrir hátíðina sem fer fram á næsta ári muni hefjast þann 5. október. Til þess að geta keypt miða þarf þó fyrst að skrá sig á síðunni www.glastonburyregistration.co.uk en talið er að miðarnir munu seljast upp samdægurs þó svo að ekki sé búið að tilkynna eina einustu hljómsveit sem mun koma fram á hátíðinni á næstar ári. Veðbankar eru þó enn með Oasis ofarlega á lista yfir þær hljómsveitir sem eru taldar líklegar til að koma fram á hátíðinni en margir aðdáendur vona einmitt eftir því að sveitin komi aftur saman í tilefni þess að platan (What‘s the Story) Morning Glory kom út fyrir 20 árum síðan. Dagskrá Iceland Airwaves hefur nú verið opinberuð og því ekki seinna vænna fyrir hátíðargesti að byrja að skipuleggja sig. En dagskránna má sjá hér.
Airwaves Harmageddon Mest lesið 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon