Er verið að fórna Story fyrir Gunnar? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2014 22:00 Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Rick Story segist velta fyrir sér hvort hann hafi verið valinn sem „fórnarlamb“ fyrir Gunnar Nelson en þeir mætast í búrinu á UFC-bardagakvöldi í Stokkhólmi á laugardag. Eins og fram kemur í frétt á vefsíðu ESPN vestanhafs þá er hinn þrítugi Story ekki meðal fremstu bardagakappa UFC í sínum þyngdarflokki um þessar mundir. Hann hefur unnið fjóra af síðustu níu bardögum sínum og er ekki ofarlega á styrkleikalista UFC. Engu að síður fær hann nú tækifæri til að taka þátt í aðalbardaga kvöldsins í fyrsta sinn á sínum ferli í UFC en hann segir að það hafi komið honum sérstaklega á óvart. „Það kom mér nokkuð á óvart að ég hafi fengið aðalbardagann á kortinu,“ sagði Story. „Svo settist ég niður og íhugaði málið. Ég áttaði mig á því að Gunnar er þaðan [í grennd við Svíþjóð].“ „Þeir vilja sjá hvort að hann sé tilbúinn til að taka næsta skref. Kannski er ég því fórnarlamb fyrir Gunnar svo hann geti notað þennan bardaga til að koma sér í hóp tíu efstu á styrkleikalistanum.“ Samtals hefur Story unnið sautján af 25 bardögum sínum á ferlinum en Gunnar er enn taplaus með þrettán sigra í fjórtán viðureignum. Veðbankar telja að Gunnar sé mun sigurstranglegri á laugardagskvöld. Í grein ESPN er haft eftir Gunnari að hann fái nú tækifæri til að berjast við mann sem býr yfir mikilli reynslu og barist gegn öflugum köppum. Þess má geta að Story er aðeins annar tveggja manna sem hefur unnið Johny Hendricks, ríkjandi UFC-meistara í veltivigt. „Þetta er tækifæri fyrir mig að vaxa sem og að koma nafni mínu á framfæri - klifra hraðar upp stigann. Komast hærra og fá meiri pening,“ var haft eftir Gunnari í greininni. Story segir enn fremur frá erfiðleikum sínum undanfarin ár en hann fyrr á þessu ári skipti hann um þjálfara en hefur átt í miklum deilum við Pat White, fyrrum þjálfara sinn. Hann segir að þjálfarabreytingin hafi haft afar jákvæð áhrif á sig.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér. MMA Tengdar fréttir Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00 Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15 Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00 Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Mótherji Gunnars Nelson í Stokkhólmi á laugardagskvöldið ber virðingu fyrir Íslendingnum en er hvergi banginn. 1. október 2014 13:00 Slegist um viðtöl við Gunnar Nelson í Stokkhólmi Hópur fjölmiðlamanna umkringir okkar mann á fjölmiðlafundi fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 1. október 2014 14:30 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30 Búið að selja um 9.000 miða á bardagakvöldið með Gunnari Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Grand-hótelið í Stokkhólmi í dag til þess að sjá Gunnar ganga inn á hótelið þar sem fjölmiðladagurinn var haldinn. 1. október 2014 16:13 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Rick Story segist velta fyrir sér hvort hann hafi verið valinn sem „fórnarlamb“ fyrir Gunnar Nelson en þeir mætast í búrinu á UFC-bardagakvöldi í Stokkhólmi á laugardag. Eins og fram kemur í frétt á vefsíðu ESPN vestanhafs þá er hinn þrítugi Story ekki meðal fremstu bardagakappa UFC í sínum þyngdarflokki um þessar mundir. Hann hefur unnið fjóra af síðustu níu bardögum sínum og er ekki ofarlega á styrkleikalista UFC. Engu að síður fær hann nú tækifæri til að taka þátt í aðalbardaga kvöldsins í fyrsta sinn á sínum ferli í UFC en hann segir að það hafi komið honum sérstaklega á óvart. „Það kom mér nokkuð á óvart að ég hafi fengið aðalbardagann á kortinu,“ sagði Story. „Svo settist ég niður og íhugaði málið. Ég áttaði mig á því að Gunnar er þaðan [í grennd við Svíþjóð].“ „Þeir vilja sjá hvort að hann sé tilbúinn til að taka næsta skref. Kannski er ég því fórnarlamb fyrir Gunnar svo hann geti notað þennan bardaga til að koma sér í hóp tíu efstu á styrkleikalistanum.“ Samtals hefur Story unnið sautján af 25 bardögum sínum á ferlinum en Gunnar er enn taplaus með þrettán sigra í fjórtán viðureignum. Veðbankar telja að Gunnar sé mun sigurstranglegri á laugardagskvöld. Í grein ESPN er haft eftir Gunnari að hann fái nú tækifæri til að berjast við mann sem býr yfir mikilli reynslu og barist gegn öflugum köppum. Þess má geta að Story er aðeins annar tveggja manna sem hefur unnið Johny Hendricks, ríkjandi UFC-meistara í veltivigt. „Þetta er tækifæri fyrir mig að vaxa sem og að koma nafni mínu á framfæri - klifra hraðar upp stigann. Komast hærra og fá meiri pening,“ var haft eftir Gunnari í greininni. Story segir enn fremur frá erfiðleikum sínum undanfarin ár en hann fyrr á þessu ári skipti hann um þjálfara en hefur átt í miklum deilum við Pat White, fyrrum þjálfara sinn. Hann segir að þjálfarabreytingin hafi haft afar jákvæð áhrif á sig.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.
MMA Tengdar fréttir Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00 Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15 Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00 Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Mótherji Gunnars Nelson í Stokkhólmi á laugardagskvöldið ber virðingu fyrir Íslendingnum en er hvergi banginn. 1. október 2014 13:00 Slegist um viðtöl við Gunnar Nelson í Stokkhólmi Hópur fjölmiðlamanna umkringir okkar mann á fjölmiðlafundi fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 1. október 2014 14:30 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30 Búið að selja um 9.000 miða á bardagakvöldið með Gunnari Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Grand-hótelið í Stokkhólmi í dag til þess að sjá Gunnar ganga inn á hótelið þar sem fjölmiðladagurinn var haldinn. 1. október 2014 16:13 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00
Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15
Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00
Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Mótherji Gunnars Nelson í Stokkhólmi á laugardagskvöldið ber virðingu fyrir Íslendingnum en er hvergi banginn. 1. október 2014 13:00
Slegist um viðtöl við Gunnar Nelson í Stokkhólmi Hópur fjölmiðlamanna umkringir okkar mann á fjölmiðlafundi fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 1. október 2014 14:30
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30
Búið að selja um 9.000 miða á bardagakvöldið með Gunnari Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Grand-hótelið í Stokkhólmi í dag til þess að sjá Gunnar ganga inn á hótelið þar sem fjölmiðladagurinn var haldinn. 1. október 2014 16:13