Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. október 2014 10:46 vísir/egill aðalsteinsson Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur en hann segir gosið í Holuhrauni minna sig að mörgu leyti á Kröflugosið sem stóð yfir í níu ár, eða frá 1975 til 1984. „Það er svona eðlilegt að þetta hraunrennsli haldi áfram en það fer fljótt að draga úr því. Frá upphafi hefur sigið verið að hægja á sér og þá er svona að vissu leyti hægt að áætla hvenær gosinu líkur,“ segir Haraldur. „En það er ekkert víst að þetta sé samskonar virkni og í Kröflu en þetta svipar til virkninnar. Þá byrjaði gos og sig og svo hætti sigið og gos hófst aftur. Þannig hélt þetta áfram í níu ár,“ bætir hann við. Svipaður kraftur er í gosinu og verið hefur og er meðalhraunflæði áætlað á bilinu 230-350 m3/s. Flatarmál hraunsins er um 56 ferkílómetrar og samkvæmt útreikningum Haraldar ætti að vera komið upp á yfirborðið um eða yfir 914 milljón rúmmetrar. Þykkt hraunsins sé því um sextán metrar að meðaltali, sem sé nokkuð há tala fyrir hraunþykkt. Töluverð mengun stafar af gosinu og búast má við gasmengun um tíma víða á vestanverðu landinu í dag, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands. Bárðarbunga Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur en hann segir gosið í Holuhrauni minna sig að mörgu leyti á Kröflugosið sem stóð yfir í níu ár, eða frá 1975 til 1984. „Það er svona eðlilegt að þetta hraunrennsli haldi áfram en það fer fljótt að draga úr því. Frá upphafi hefur sigið verið að hægja á sér og þá er svona að vissu leyti hægt að áætla hvenær gosinu líkur,“ segir Haraldur. „En það er ekkert víst að þetta sé samskonar virkni og í Kröflu en þetta svipar til virkninnar. Þá byrjaði gos og sig og svo hætti sigið og gos hófst aftur. Þannig hélt þetta áfram í níu ár,“ bætir hann við. Svipaður kraftur er í gosinu og verið hefur og er meðalhraunflæði áætlað á bilinu 230-350 m3/s. Flatarmál hraunsins er um 56 ferkílómetrar og samkvæmt útreikningum Haraldar ætti að vera komið upp á yfirborðið um eða yfir 914 milljón rúmmetrar. Þykkt hraunsins sé því um sextán metrar að meðaltali, sem sé nokkuð há tala fyrir hraunþykkt. Töluverð mengun stafar af gosinu og búast má við gasmengun um tíma víða á vestanverðu landinu í dag, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands.
Bárðarbunga Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira