Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2014 10:00 KSÍ hefur lagt fram hugmyndir að nýjum og endurbættum Laugardalsvelli með fimmtán þúsund manna stúku og engri hlaupabraut. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Lengi hefur verið kallað eftir því úr knattspyrnuhreyfingunni að hlaupabrautin á Laugardalsvelli verði fjarlægð og nú eru hugmyndir um að byggja frekar upp áhorfendaaðstöðu á vellinum. Meðal þeirra tillagna sem liggja fyrir er yfirbyggð stúka sem nær allan hringinn í kringum völlinn auk þess sem að nú þegar liggur fyrir styrkur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að skipta um gras og gera völlinn upphitaðan. „Við viljum að byrjað verði á þessu að ári, þegar Smáþjóðaleikunum er lokið og undankeppni EM,“ er haft eftir Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, í Morgunblaðinu í dag.„Við myndum kjósa að hlaupabrautin yrði fjarlægð í leiðinni en um þetta eigum við eftir að ræða betur við borgina,“ segir Geir og bætir við að um það hafi náðst samkomulag við frjálsíþróttahreyfinguna. Ekki liggur þó fyrir áætlun um neina uppbyggingu nýs frjálsíþróttavallar í Laugardalnum. Geir bendir þó á að KSÍ hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa einir að byggingum Laugardalsvallar og aðkomu áhugasamra fjárfesta sé þörf. „Eignarhaldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilina.“Vísir/DaníelÞórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að aðgerðirnar geti ekki farið fram án aðkomu ríkisins. Viðræður hafi hafist í fyrra og verði haldið áfram á næstu misserum. Síðla árs 2005 var undirritað samkomulag ríkisins við KSÍ um 200 milljóna styrk ríkisins við framkvæmdir á stækkun og endurbætur á eldri stúku Laugardalsvallarins þar sem einnig er nú að finna skrifstofur og fræðslusetur KSÍ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, sagði við það tilefni að algjört skilyrði að aðkomu ríkisins að verkefninu væri að Laugardalsvöllur yrði áfram þjóðarleikvangur bæði knattspyrnuíþróttarinnar hér á landi sem og frjálsíþróttanna. Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
KSÍ hefur lagt fram hugmyndir að nýjum og endurbættum Laugardalsvelli með fimmtán þúsund manna stúku og engri hlaupabraut. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Lengi hefur verið kallað eftir því úr knattspyrnuhreyfingunni að hlaupabrautin á Laugardalsvelli verði fjarlægð og nú eru hugmyndir um að byggja frekar upp áhorfendaaðstöðu á vellinum. Meðal þeirra tillagna sem liggja fyrir er yfirbyggð stúka sem nær allan hringinn í kringum völlinn auk þess sem að nú þegar liggur fyrir styrkur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að skipta um gras og gera völlinn upphitaðan. „Við viljum að byrjað verði á þessu að ári, þegar Smáþjóðaleikunum er lokið og undankeppni EM,“ er haft eftir Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, í Morgunblaðinu í dag.„Við myndum kjósa að hlaupabrautin yrði fjarlægð í leiðinni en um þetta eigum við eftir að ræða betur við borgina,“ segir Geir og bætir við að um það hafi náðst samkomulag við frjálsíþróttahreyfinguna. Ekki liggur þó fyrir áætlun um neina uppbyggingu nýs frjálsíþróttavallar í Laugardalnum. Geir bendir þó á að KSÍ hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa einir að byggingum Laugardalsvallar og aðkomu áhugasamra fjárfesta sé þörf. „Eignarhaldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilina.“Vísir/DaníelÞórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að aðgerðirnar geti ekki farið fram án aðkomu ríkisins. Viðræður hafi hafist í fyrra og verði haldið áfram á næstu misserum. Síðla árs 2005 var undirritað samkomulag ríkisins við KSÍ um 200 milljóna styrk ríkisins við framkvæmdir á stækkun og endurbætur á eldri stúku Laugardalsvallarins þar sem einnig er nú að finna skrifstofur og fræðslusetur KSÍ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, sagði við það tilefni að algjört skilyrði að aðkomu ríkisins að verkefninu væri að Laugardalsvöllur yrði áfram þjóðarleikvangur bæði knattspyrnuíþróttarinnar hér á landi sem og frjálsíþróttanna.
Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira