Að sögn hópsins varð nafnið á laginu til uppi á Vogi.
Shades of Reykjavík spila á Icelandic Airwaves um helgina - á Dolly og Paloma í kvöld, á Frederiksen og í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöldið og á Frederiksen á sunnudagskvöld.
Hópurinn lofar svakalegri sýningu með eldspúandi kínverskum dreka og mikilli nekt svo dæmi séu tekin.
„Við ætlum að gera allt vitlaust á sviðinu! Við lofum rosalegri stemningu,“ segir Freyr Torfason hjá Shades of Reykjavík.