Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2014 21:09 Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change, voru kynntar á fundi í Kaupmannahöfn í morgun. Skýrlsan er mikilvægasta skjal sem nokkurn tíma hefur verið sett saman um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á jörðina. Niðurstaðan er afrakstur rannsóknarvinnu þúsunda vísindamanna vítt og breitt um heiminn en ályktunarorð skýrslunnar voru samin eftir samráð við ríkisstjórnir allra ríkja sem eiga aðild að SÞ.Alvarleg, langvarandi, og óafturkræf áhrif Í skýrslunni kemur fram að heimurinn standi frammi fyrir „alvarlegum, langvarandi og óafturkræfum,“ áhrifum á loftslag án skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis með notkun jarðefnaeldsneytis. Aukin hlýnun jarðar auki líkurnar á alvarlegum, langvarandi, og óafturkræfum áhrifum, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Þá hafi áhrifin af loftslagsbreytingum sem birtast í hitabylgjum, þurrkum, flóðum, hvirfilbyljum og skógareldum afhjúpað varnarleysi vistkerfa og mannfólks gagnvart loftslagsbreytingum. Stór hluti dýrategunda á landi og í ferskvatni standi frammi fyrir aukinni útrýmingarhættu vegna áætlaðra loftslagsbreytinga á 21. öldinni. „Það vill svo til að ráðrúm til aðgerða minnkar mjög hratt svo við höfum mjög skamman tíma. Ef við lítum á heildarkolefnisáætlunina til að tryggja að hitastigið hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir lok aldarinnar þá höfum við þegar notað stóran hluta þess. Það sem eftir er er aðeins 275 gígatonn af kolefni. Þetta sýnir greinilega að við höfum mjög takmarkað tækifæri og ég held að aljóðasamfélagið verði að horfa á þessar tölur og sýna staðfestu svo við getum breytt þessu,“ sagði Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í morgun. Það er niðurstaða höfunda skýrslunnar að notkun jarðefnaeldsneytis án geymslu og bindingu kolefnis verði að líða alfarið undir lok um næstu aldamót í síðasta lagi.Við skulum skoða nokkur atriði úr skýrslunni:Hlýnun jarðar og þáttur mannsins í loftslagsbreytingum er staðreynd.Áhrif breytinganna birtast m.a. í súrnun sjávar, bráðnun íshellunnar á Norðurskautinu og uppskerubresti.Magn kolefnis í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 800 þúsund ár.Tímabilið 1983-2014 var heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár.Ef ekki verður dregið kerfisbundið úr kolefnisútblæstri mun hitastig á jörðinni halda áfram að hækka. Meira þessu tengt: Viðtal við Christiönu Figueres yfirmann loftslagsmála hjá SÞ sem tekið var á Arctic Circle í Hörpu í dag þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við niðurstöðum skýrslunnar. Loftslagsmál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Sjá meira
Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change, voru kynntar á fundi í Kaupmannahöfn í morgun. Skýrlsan er mikilvægasta skjal sem nokkurn tíma hefur verið sett saman um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á jörðina. Niðurstaðan er afrakstur rannsóknarvinnu þúsunda vísindamanna vítt og breitt um heiminn en ályktunarorð skýrslunnar voru samin eftir samráð við ríkisstjórnir allra ríkja sem eiga aðild að SÞ.Alvarleg, langvarandi, og óafturkræf áhrif Í skýrslunni kemur fram að heimurinn standi frammi fyrir „alvarlegum, langvarandi og óafturkræfum,“ áhrifum á loftslag án skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis með notkun jarðefnaeldsneytis. Aukin hlýnun jarðar auki líkurnar á alvarlegum, langvarandi, og óafturkræfum áhrifum, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Þá hafi áhrifin af loftslagsbreytingum sem birtast í hitabylgjum, þurrkum, flóðum, hvirfilbyljum og skógareldum afhjúpað varnarleysi vistkerfa og mannfólks gagnvart loftslagsbreytingum. Stór hluti dýrategunda á landi og í ferskvatni standi frammi fyrir aukinni útrýmingarhættu vegna áætlaðra loftslagsbreytinga á 21. öldinni. „Það vill svo til að ráðrúm til aðgerða minnkar mjög hratt svo við höfum mjög skamman tíma. Ef við lítum á heildarkolefnisáætlunina til að tryggja að hitastigið hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir lok aldarinnar þá höfum við þegar notað stóran hluta þess. Það sem eftir er er aðeins 275 gígatonn af kolefni. Þetta sýnir greinilega að við höfum mjög takmarkað tækifæri og ég held að aljóðasamfélagið verði að horfa á þessar tölur og sýna staðfestu svo við getum breytt þessu,“ sagði Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í morgun. Það er niðurstaða höfunda skýrslunnar að notkun jarðefnaeldsneytis án geymslu og bindingu kolefnis verði að líða alfarið undir lok um næstu aldamót í síðasta lagi.Við skulum skoða nokkur atriði úr skýrslunni:Hlýnun jarðar og þáttur mannsins í loftslagsbreytingum er staðreynd.Áhrif breytinganna birtast m.a. í súrnun sjávar, bráðnun íshellunnar á Norðurskautinu og uppskerubresti.Magn kolefnis í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 800 þúsund ár.Tímabilið 1983-2014 var heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár.Ef ekki verður dregið kerfisbundið úr kolefnisútblæstri mun hitastig á jörðinni halda áfram að hækka. Meira þessu tengt: Viðtal við Christiönu Figueres yfirmann loftslagsmála hjá SÞ sem tekið var á Arctic Circle í Hörpu í dag þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við niðurstöðum skýrslunnar.
Loftslagsmál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Sjá meira