Söngvari Creed á ekki efni á mat Orri Freyr Rúnarsson skrifar 27. nóvember 2014 14:04 Scott Stapp á hvorki fyrir mat né húsaskjóli vísir/getty Nú berast heldur betur leiðindarfréttir af Creed söngvarnum Scott Stapp en hann sendi skilaboð til aðdáenda sinna í gær þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri gjaldþrota og ætti ekki einu sinni pening fyrir mat. Söngvarinn var metinn á $19 milljónir þegar að frægð hans reis sem hæst en í dag fær hann gistingu á ódýru módeli eftir að hafa þurft að eyða nokkrum nóttum í bílnum. Sjálfur segir Stapp að fjárhagsvandræðin séu tilkominn vegna þess að einhver hafi stolið frá honum eða ekki greitt höfundarréttargreiðslur og vandræðin séu ekki til kominn vegna eiturlyfjaneyslu. Bandaríski fjölmiðillinn Forbes segist hinsvegar hafa heimildir fyrir því að Creed söngvarinn sé háður crystal meth, sterum og öðrum eiturlyfjum. Í fyrsta sinn í 18 ár hefur sala á vínylplötum farið yfir milljón eintök í Bretlandi. Fyrr á árinu hafði því verið spáð að vínylsala myndi ná þessu markmiði en mikil aukning hefur verið á vínylsölu á undanförnum árum. En það var árið 1996 sem sala á vínylplötum rétt skreið yfir milljón eintök og var það fyrsta og fremst Britpop hljómsveitum að þakka. Mest selda vínylplata ársins í Bretlandi er AM með Arctic Monkeys þrátt fyrir að hún hafi komið út í fyrra. Þá seldist fyrsta plata Royal Blood einnig vel á vínyl sem og nýja Pink Floyd platan en 6000 vínyleintök seldust í fyrstu viku hennar á lista. Líklegt að sala á vínylplötum muni svo taka annan kipp núna í desember þegar að fólk fer að huga að jólagjafainnkaupum. Írska söngkonan Sinead O‘Connor er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum en hún hefur nú sagt þeim sem gagnrýna nýja Band Aid lagið að halda fokking kjafti. Laginu er ætlað að safna pening fyrir baráttuna gegn ebólu en fjölmargir listamenn hafa hinsvegar gagnrýnd tilgang lagsins og texta. O‘ Connor er ósátt með þessa gagnrýni en hún syngur einmitt í nýju útgáfunni, segir hún að enginn hafi rétt á að gagnrýna þetta og bætti við að það væri hvort sem er öllum drullusama um hvað Damon Albarn finnist um málið, en hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi þessarar nýju útgáfu. Post by Creed. Harmageddon Mest lesið Tónarúm - Mammút Harmageddon Nordic Playlist setur upp útvarpsstöð í Reykjavík Harmageddon Jón Gnarr svarar spurningum á Reddit í kvöld Harmageddon Fimm bestu jólalögin Harmageddon Rússar banna texta og myndefni rokkhljómsveitar Harmageddon Dómstólar leggja mat á hvort Stairway To Heaven sé stolið Harmageddon Íslam í Reykjavík - seinni hluti Harmageddon Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Harmageddon Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon
Nú berast heldur betur leiðindarfréttir af Creed söngvarnum Scott Stapp en hann sendi skilaboð til aðdáenda sinna í gær þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri gjaldþrota og ætti ekki einu sinni pening fyrir mat. Söngvarinn var metinn á $19 milljónir þegar að frægð hans reis sem hæst en í dag fær hann gistingu á ódýru módeli eftir að hafa þurft að eyða nokkrum nóttum í bílnum. Sjálfur segir Stapp að fjárhagsvandræðin séu tilkominn vegna þess að einhver hafi stolið frá honum eða ekki greitt höfundarréttargreiðslur og vandræðin séu ekki til kominn vegna eiturlyfjaneyslu. Bandaríski fjölmiðillinn Forbes segist hinsvegar hafa heimildir fyrir því að Creed söngvarinn sé háður crystal meth, sterum og öðrum eiturlyfjum. Í fyrsta sinn í 18 ár hefur sala á vínylplötum farið yfir milljón eintök í Bretlandi. Fyrr á árinu hafði því verið spáð að vínylsala myndi ná þessu markmiði en mikil aukning hefur verið á vínylsölu á undanförnum árum. En það var árið 1996 sem sala á vínylplötum rétt skreið yfir milljón eintök og var það fyrsta og fremst Britpop hljómsveitum að þakka. Mest selda vínylplata ársins í Bretlandi er AM með Arctic Monkeys þrátt fyrir að hún hafi komið út í fyrra. Þá seldist fyrsta plata Royal Blood einnig vel á vínyl sem og nýja Pink Floyd platan en 6000 vínyleintök seldust í fyrstu viku hennar á lista. Líklegt að sala á vínylplötum muni svo taka annan kipp núna í desember þegar að fólk fer að huga að jólagjafainnkaupum. Írska söngkonan Sinead O‘Connor er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum en hún hefur nú sagt þeim sem gagnrýna nýja Band Aid lagið að halda fokking kjafti. Laginu er ætlað að safna pening fyrir baráttuna gegn ebólu en fjölmargir listamenn hafa hinsvegar gagnrýnd tilgang lagsins og texta. O‘ Connor er ósátt með þessa gagnrýni en hún syngur einmitt í nýju útgáfunni, segir hún að enginn hafi rétt á að gagnrýna þetta og bætti við að það væri hvort sem er öllum drullusama um hvað Damon Albarn finnist um málið, en hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi þessarar nýju útgáfu. Post by Creed.
Harmageddon Mest lesið Tónarúm - Mammút Harmageddon Nordic Playlist setur upp útvarpsstöð í Reykjavík Harmageddon Jón Gnarr svarar spurningum á Reddit í kvöld Harmageddon Fimm bestu jólalögin Harmageddon Rússar banna texta og myndefni rokkhljómsveitar Harmageddon Dómstólar leggja mat á hvort Stairway To Heaven sé stolið Harmageddon Íslam í Reykjavík - seinni hluti Harmageddon Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Harmageddon Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon