Jarðneskar leifar ebólusmitaðra voru að finna víða um borgina Kenema í Sierra Leone í dag. Ástæðan var mótmæli starfsmanna sem séð hafa um greftrun, en þeir hafa ekki fengið greidd laun í að verða tvo mánuði.
Starfsmennirnir skildu eftir fimmtán lík á opinberum svæðum, meðal annars við stærsta sjúkrahúsið í borginni og fyrir utan skrifstofu forstjóra sjúkrahússins. Þeir voru allir reknir í kjölfarið, en að sögn stjórnvalda var það ekki vegna mótmælanna heldur fyrir að hafa meðhöndlað líkin á „virkilega ómannúðlegan hátt“.
Ekki liggur fyrir hvers vegna starfsmennirnir fengu ekki greidd laun en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er málið í rannsókn.
Starfsmenn sem sjá um greftun ebólusýktra eru í stöðugri hættu á að smitast þar sem mesta smithættan stafar af þeim látnu.
Skildu eftir ebólusmituð lík í mótmælaskyni
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
