Matur

M&M-smákökur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

M&M-smákökur

 
115 g mjúkt smjör

1/2 bolli púðursykur

1/4 bolli sykur

1 tsk vanilludropar

1 egg

1 1/4 bolli hveiti

1/2 tsk matarsódi

1 tsk maizena

3/4 bolli M&M og meira til að skreyta kökurnar



Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Blandið smjöri, púðursykri, sykri, vanilludropum og eggi vel saman. Bætið hveiti og matarsóda saman við. Að lokum er M&M hrært saman við með sleif.

Kælið deigið í ísskáp í hálftíma. Búið til kúlur úr deiginu og setjið þær á ofnplötuna. Notið lófann til að fletja þær aðeins út. Bakið í tíu mínútur.

Fengið hér.







×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.