Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi innanríkisráðherra, fór í dag í frí til útlanda. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er starfandi innanríkisráðherra í þá daga sem Hanna Birna verður úti.
RÚV greindi fyrst frá. Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína á föstudag og hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýst því yfir að hann vilji skipa eftirmann hennar sem fyrst. Leysa þarf Hönnu Birnu formlega frá skyldum sínum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum.
Hanna Birna farin til útlanda

Tengdar fréttir

Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu
Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum
Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum.

Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra
Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni.

Hanna Birna hættir
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag.