Mjólkureftirlitsmaðurinn sagður skaða orðstír Bernharðs bónda Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2014 09:31 Gísli Tryggvason er nú orðinn talsmaður Sigga og Odds Andra í Hörgárdal. Parið Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, eða þeir Siggi og Oddur Andri í Hörgárdal, vilja fá að njóta friðar að sínu heimili að Hörgártúni. Þeir vilja ekki beita sér að sinni í nýrri vendingu í deilumálum þeirra sem snýr að Kristjáni Gunnarssyni fyrrverandi mjólkureftirlitsmanni. Þeir segja að það sé á ábyrgð Kristjáns ef orðstír bænda að Auðbrekku 1 sem mjólkurframleiðendur hefur beðið hnekki. Siggi og Oddur Andri í Hörgárdalnum hafa fengið sér lögmann til að annast sín mál í þeim harðvítugu deilum sem þeir nú standa í við nágranna sína á Auðbrekku 1; bændurna Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur. Sá er Gísli Tryggvason sem hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna síðustu vendinga í málinu, sem voru þær að Kristján Gunnarsson fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður upplýsti að Oddur Andri og Siggi hafi sent ábendingu um að sitthvað gæti verið athugavert við ástandið í fjósi þeirra hjóna, sem vert væri að athuga. En, með því braut Kristján trúnað við þá félaga og vinnureglur MS; ekki er talið verjandi að eftirlitsmenn upplýsi um hvaðan þeim berist ábendingar um eitthvað sem hugsanlega má betur fara. Vísir greindi frá málinu en Kristján sér ekkert athugavert við það þó þetta megi heita trúnaðarbrot; réttlætiskennd hans bauð honum að stíga fram. Gísli vill taka eftirfarandi fram fyrir hönd Odds Andra og Sigga: „Kvörtun sú, sem umbjóðendur mínir komu á framfæri við forstjóra MS fyrir rúmu ári er deilum nágranna óviðkomandi - enda var hún ekki upphaf málsins sem hófst í kjölfar þess að umbjóðendur mínir fluttu að Hörgártúni í ágúst 2012. Kvörtunin var send í góðri trú og í þeim trúnaði sem ætlast má til af fyrirtækjum á markaði fyrir viðkvæmar neysluvörur. Forstjóri MS svaraði umbjóðendum mínum sem treysta því að málið hafi fengið faglega úrlausn. Þótt fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður virðist hafa rofið þann trúnað ætluðust umbjóðendur mínir ekki til þess að kvörtunin kæmi fyrir almenningssjónir enda til þess fallin að skaða orðstír framleiðenda sem ekki var ætlun umbjóðenda minna,“ segir Gísli sem hefur tekið að sér að annast mál þeirra: „Umbjóðendur mínir hafa falið mér að leita lausnar í málinu í því skyni að þeir geti notið þess heimilisfriðar sem allir borgarar hafa stjórnarskrárvarinn rétt á.“ Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Segir Sigga og Odd Andra sögusmettur og rógbera Mjólkureftirlitsmaðurinn segist ekki sjá á eftir því að hafa brotið trúnað – réttlætiskenndin hafi boðið honum að stíga fram. 9. desember 2014 19:13 Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Deilurnar í Hörgárdal taka óvænta stefnu. 9. desember 2014 11:39 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Parið Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, eða þeir Siggi og Oddur Andri í Hörgárdal, vilja fá að njóta friðar að sínu heimili að Hörgártúni. Þeir vilja ekki beita sér að sinni í nýrri vendingu í deilumálum þeirra sem snýr að Kristjáni Gunnarssyni fyrrverandi mjólkureftirlitsmanni. Þeir segja að það sé á ábyrgð Kristjáns ef orðstír bænda að Auðbrekku 1 sem mjólkurframleiðendur hefur beðið hnekki. Siggi og Oddur Andri í Hörgárdalnum hafa fengið sér lögmann til að annast sín mál í þeim harðvítugu deilum sem þeir nú standa í við nágranna sína á Auðbrekku 1; bændurna Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur. Sá er Gísli Tryggvason sem hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna síðustu vendinga í málinu, sem voru þær að Kristján Gunnarsson fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður upplýsti að Oddur Andri og Siggi hafi sent ábendingu um að sitthvað gæti verið athugavert við ástandið í fjósi þeirra hjóna, sem vert væri að athuga. En, með því braut Kristján trúnað við þá félaga og vinnureglur MS; ekki er talið verjandi að eftirlitsmenn upplýsi um hvaðan þeim berist ábendingar um eitthvað sem hugsanlega má betur fara. Vísir greindi frá málinu en Kristján sér ekkert athugavert við það þó þetta megi heita trúnaðarbrot; réttlætiskennd hans bauð honum að stíga fram. Gísli vill taka eftirfarandi fram fyrir hönd Odds Andra og Sigga: „Kvörtun sú, sem umbjóðendur mínir komu á framfæri við forstjóra MS fyrir rúmu ári er deilum nágranna óviðkomandi - enda var hún ekki upphaf málsins sem hófst í kjölfar þess að umbjóðendur mínir fluttu að Hörgártúni í ágúst 2012. Kvörtunin var send í góðri trú og í þeim trúnaði sem ætlast má til af fyrirtækjum á markaði fyrir viðkvæmar neysluvörur. Forstjóri MS svaraði umbjóðendum mínum sem treysta því að málið hafi fengið faglega úrlausn. Þótt fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður virðist hafa rofið þann trúnað ætluðust umbjóðendur mínir ekki til þess að kvörtunin kæmi fyrir almenningssjónir enda til þess fallin að skaða orðstír framleiðenda sem ekki var ætlun umbjóðenda minna,“ segir Gísli sem hefur tekið að sér að annast mál þeirra: „Umbjóðendur mínir hafa falið mér að leita lausnar í málinu í því skyni að þeir geti notið þess heimilisfriðar sem allir borgarar hafa stjórnarskrárvarinn rétt á.“
Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Segir Sigga og Odd Andra sögusmettur og rógbera Mjólkureftirlitsmaðurinn segist ekki sjá á eftir því að hafa brotið trúnað – réttlætiskenndin hafi boðið honum að stíga fram. 9. desember 2014 19:13 Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Deilurnar í Hörgárdal taka óvænta stefnu. 9. desember 2014 11:39 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31
Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10
Segir Sigga og Odd Andra sögusmettur og rógbera Mjólkureftirlitsmaðurinn segist ekki sjá á eftir því að hafa brotið trúnað – réttlætiskenndin hafi boðið honum að stíga fram. 9. desember 2014 19:13
Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Deilurnar í Hörgárdal taka óvænta stefnu. 9. desember 2014 11:39
Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45