Hún og eiginmaður hennar, rapparinn Jay-Z, dvöldu hér á landi fyrr í desembermánuði og fóru meðal annars að Skógafossi.
Hjónin héldu til í lúxussumarhúsi í Úthlíð í Biskupstungum og ferðuðust um í þyrlu og á Range Rover-jeppum.
Tilefni heimsóknarinnar var afmæli Jay-Z en hann varð 45 ára þann 4. desember síðastliðinn.