Var farin að leysa af í messum fjórtán ára Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. janúar 2014 10:00 Lára Bryndís lét ekki sjúkdóm í höndum stöðva sig í því að láta draum sinn rætast. MYND/Óskar Alexander Kristinsson „Veistu, ég veit eiginlega ekki hvernig á því stóð að ég endaði sem orgelleikari,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari sem í kvöld heldur tónleika í Langholtskirkju á vegum Rotary á Íslandi í tilefni þess að samtökin veita henni veglegan námsstyrk. „Ég lærði á píanó frá því ég var barn, en hafði aldrei hugsað það sem karríer. Ég spilaði reyndar líka í nokkur ár á fiðlu, en fann mig aldrei í því heldur. Ég er hins vegar nánast alin upp í Langholtskirkju, var í barnakórum þar og hef tekið þátt í öllu kórastarfi kirkjunnar. Smám saman fór ég að spila töluvert á orgelið þar og var farin að leysa af í messum fjórtán ára. Árið 1998 urðu svo hvörf hjá mér. Þá heyrði ég orgelleikara í kirkju úti í Þýskalandi spila eitt stykkið sem ég mun spila á tónleikunum í kvöld, Nun danket alle Gott eftir Sigfrid Karg-Elert, og varð alveg uppnumin. Þetta mallaði í mér og þá um haustið vissi ég að ég yrði að fara að læra á orgel. Hringdi í Tónskóla þjóðkirkjunnar og var byrjuð að læra á orgelið viku síðar. Í fyrsta sinn sem ég sat við hljóðfærið og æfði mig fann ég þessa tilfinningu: Ahhh, nú er ég komin heim!“ Eftir námið hér heima sótti Lára Bryndís tíma í Svíþjóð í einn vetur, flaug á milli og hugðist fara í framhaldsnám þar en örlögin gripu í taumana. „Ég fékk sjúkdóm í hendurnar og þurfti að hætta að spila í dálítinn tíma. Það var mikið áfall og breytti öllu, Svíþjóðarplönin duttu upp fyrir og ég hellti mér út í nám í Söngskólanum og kláraði burtfararpróf þaðan. Ég fór líka í Leiðsöguskólann, útskrifaðist þaðan og tók svo eitt ár í læknisfræði, en vissi samt alltaf að það væri bara rugl og alls ekki það sem ég vildi gera. Ég vildi frekar fara aftur í nám á orgelið, þótt ég gæti kannski ekki náð eins langt í því og mig dreymdi um, en nú er ég orðin það góð í höndunum að það ætti ekkert að stoppa mig.“ Lára Bryndís stundar nú mastersnám í orgelleik við Det Jyske Musikkonservatorium í Danmörku, auk þess að vera orgelleikari og kórstjóri í Sønderbro Kirke á Jótlandi. Hún hyggst ljúka náminu í vor og stefnir á enn frekara nám að því loknu, þrátt fyrir að hafa á námstímanum eignast þrjú börn sem hún viðurkennir að taki tölverðan tíma frá spileríinu. „Mastersverkefnið mitt er gífurlega spennandi. Það eru sjö íslensk tónskáld sem eru að semja fyrir mig orgeltónlist sem hentar til notkunar við helgihald. Óvænt varð það að stóru og spennandi verkefni sem fólk getur kynnt sér nánar á vefslóðinni audiebam.is.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni eru þrjú verk; Ich ruf zu Dir, Herr Jesu Christ, Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach og áðurnefnt verk eftir Karg-Elert. Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Veistu, ég veit eiginlega ekki hvernig á því stóð að ég endaði sem orgelleikari,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari sem í kvöld heldur tónleika í Langholtskirkju á vegum Rotary á Íslandi í tilefni þess að samtökin veita henni veglegan námsstyrk. „Ég lærði á píanó frá því ég var barn, en hafði aldrei hugsað það sem karríer. Ég spilaði reyndar líka í nokkur ár á fiðlu, en fann mig aldrei í því heldur. Ég er hins vegar nánast alin upp í Langholtskirkju, var í barnakórum þar og hef tekið þátt í öllu kórastarfi kirkjunnar. Smám saman fór ég að spila töluvert á orgelið þar og var farin að leysa af í messum fjórtán ára. Árið 1998 urðu svo hvörf hjá mér. Þá heyrði ég orgelleikara í kirkju úti í Þýskalandi spila eitt stykkið sem ég mun spila á tónleikunum í kvöld, Nun danket alle Gott eftir Sigfrid Karg-Elert, og varð alveg uppnumin. Þetta mallaði í mér og þá um haustið vissi ég að ég yrði að fara að læra á orgel. Hringdi í Tónskóla þjóðkirkjunnar og var byrjuð að læra á orgelið viku síðar. Í fyrsta sinn sem ég sat við hljóðfærið og æfði mig fann ég þessa tilfinningu: Ahhh, nú er ég komin heim!“ Eftir námið hér heima sótti Lára Bryndís tíma í Svíþjóð í einn vetur, flaug á milli og hugðist fara í framhaldsnám þar en örlögin gripu í taumana. „Ég fékk sjúkdóm í hendurnar og þurfti að hætta að spila í dálítinn tíma. Það var mikið áfall og breytti öllu, Svíþjóðarplönin duttu upp fyrir og ég hellti mér út í nám í Söngskólanum og kláraði burtfararpróf þaðan. Ég fór líka í Leiðsöguskólann, útskrifaðist þaðan og tók svo eitt ár í læknisfræði, en vissi samt alltaf að það væri bara rugl og alls ekki það sem ég vildi gera. Ég vildi frekar fara aftur í nám á orgelið, þótt ég gæti kannski ekki náð eins langt í því og mig dreymdi um, en nú er ég orðin það góð í höndunum að það ætti ekkert að stoppa mig.“ Lára Bryndís stundar nú mastersnám í orgelleik við Det Jyske Musikkonservatorium í Danmörku, auk þess að vera orgelleikari og kórstjóri í Sønderbro Kirke á Jótlandi. Hún hyggst ljúka náminu í vor og stefnir á enn frekara nám að því loknu, þrátt fyrir að hafa á námstímanum eignast þrjú börn sem hún viðurkennir að taki tölverðan tíma frá spileríinu. „Mastersverkefnið mitt er gífurlega spennandi. Það eru sjö íslensk tónskáld sem eru að semja fyrir mig orgeltónlist sem hentar til notkunar við helgihald. Óvænt varð það að stóru og spennandi verkefni sem fólk getur kynnt sér nánar á vefslóðinni audiebam.is.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni eru þrjú verk; Ich ruf zu Dir, Herr Jesu Christ, Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach og áðurnefnt verk eftir Karg-Elert.
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira