Aron: Við ætlum að reyna að vinna þennan leik Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 16. janúar 2014 08:00 Strákarnir okkar tóku daginn snemma í gær. Mættu á létta æfingu til þess að ná úr sér mesta hrollinum eftir Ungverjaleikinn. Þeir sem lítið spiluðu í þeim leik fengu aðeins að taka á því. Aðrir tóku því létt en nokkrir leikmenn gátu ekki æft vegna meiðsla. „Þetta snýst um endurheimt milli leikja og halda þeim sem minna spila á tánum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann þarf að halda áfram að púsla liðinu saman. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru meiddir og geta ekki æft frekar en Þórir Ólafsson og Vignir Svavarsson. „Við vissum áður en við lögðum af stað hingað að það væru nokkrir menn laskaðir og að það þyrfti lítið að koma fyrir því þetta eru erfiðir leikir sem við erum að spila. Það þurfa allir í hópnum að vera klárir og við höfum engin efni á að bíða með skiptingar. Arnór hélt að hann myndi ekki geta spilað gegn Ungverjum og því tókum við Ólaf Guðmundsson inn. Hann gat það svo á endanum.“Arnór kominn til Álaborgar Arnór Þór Gunnarsson var kallaður til Álaborgar í gær vegna meiðsla Þóris Ólafssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki ljóst hvort Arnór kæmi inn í hópinn eða hvort reynt yrði að láta Þóri spila gegn Spáni í kvöld. „Ef Þórir getur ekki spilað þá verður Arnór að koma inn,“ sagði Aron en Ísland hafði frest þar til í morgun með að tilkynna breytingar á hópnum. Ef Arnór kemur inn þá kveður Þórir og fer heim til sín. Leikurinn við heimsmeistara Spánverja í kvöld er í raun fyrsti leikur í milliriðli hjá báðum liðum. Það lið sem vinnur leikinn fer með tvo aukapunkta inn í milliriðilinn enda eru báðar þjóðir búnar að tryggja sig þar inn. „Við ætlum að reyna að vinna þennan leik enda úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Spánverjar eru auðvitað með mjög gott lið en það er samt alltaf möguleiki. Þeir eru með virkilega sterkt varnarlið og eru stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Við verðum því að vera þolinmóðir í sókninni og agaðir í okkar leik.“Aron Kristjánsson þarf að finna leiðir til að stoppa heimsmeistara Spánverja í kvöld.Mynd/DaníelNorðmenn stríddu Spánverjum Spánverjar sýndu gegn Noregi á þriðjudag að liðið getur misstigið sig. Þeir lentu í miklu basli með spræka Norðmenn en mörðu sigur að lokum í hörkuleik. Þeir búa aftur á móti yfir mikilli breidd og geta leyft sér að skipta mikið án þess að það komi nokkuð niður á leik liðsins. „Markvörður Norðmanna átti stórleik og við þurfum eitthvað slíkt til þess að vinna. Það er vel hægt að vinna þetta lið og við munum því spila til sigurs. Það verður svo að koma í ljós hvort það dugar til.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2014 karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Sjá meira
Strákarnir okkar tóku daginn snemma í gær. Mættu á létta æfingu til þess að ná úr sér mesta hrollinum eftir Ungverjaleikinn. Þeir sem lítið spiluðu í þeim leik fengu aðeins að taka á því. Aðrir tóku því létt en nokkrir leikmenn gátu ekki æft vegna meiðsla. „Þetta snýst um endurheimt milli leikja og halda þeim sem minna spila á tánum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann þarf að halda áfram að púsla liðinu saman. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru meiddir og geta ekki æft frekar en Þórir Ólafsson og Vignir Svavarsson. „Við vissum áður en við lögðum af stað hingað að það væru nokkrir menn laskaðir og að það þyrfti lítið að koma fyrir því þetta eru erfiðir leikir sem við erum að spila. Það þurfa allir í hópnum að vera klárir og við höfum engin efni á að bíða með skiptingar. Arnór hélt að hann myndi ekki geta spilað gegn Ungverjum og því tókum við Ólaf Guðmundsson inn. Hann gat það svo á endanum.“Arnór kominn til Álaborgar Arnór Þór Gunnarsson var kallaður til Álaborgar í gær vegna meiðsla Þóris Ólafssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki ljóst hvort Arnór kæmi inn í hópinn eða hvort reynt yrði að láta Þóri spila gegn Spáni í kvöld. „Ef Þórir getur ekki spilað þá verður Arnór að koma inn,“ sagði Aron en Ísland hafði frest þar til í morgun með að tilkynna breytingar á hópnum. Ef Arnór kemur inn þá kveður Þórir og fer heim til sín. Leikurinn við heimsmeistara Spánverja í kvöld er í raun fyrsti leikur í milliriðli hjá báðum liðum. Það lið sem vinnur leikinn fer með tvo aukapunkta inn í milliriðilinn enda eru báðar þjóðir búnar að tryggja sig þar inn. „Við ætlum að reyna að vinna þennan leik enda úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Spánverjar eru auðvitað með mjög gott lið en það er samt alltaf möguleiki. Þeir eru með virkilega sterkt varnarlið og eru stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Við verðum því að vera þolinmóðir í sókninni og agaðir í okkar leik.“Aron Kristjánsson þarf að finna leiðir til að stoppa heimsmeistara Spánverja í kvöld.Mynd/DaníelNorðmenn stríddu Spánverjum Spánverjar sýndu gegn Noregi á þriðjudag að liðið getur misstigið sig. Þeir lentu í miklu basli með spræka Norðmenn en mörðu sigur að lokum í hörkuleik. Þeir búa aftur á móti yfir mikilli breidd og geta leyft sér að skipta mikið án þess að það komi nokkuð niður á leik liðsins. „Markvörður Norðmanna átti stórleik og við þurfum eitthvað slíkt til þess að vinna. Það er vel hægt að vinna þetta lið og við munum því spila til sigurs. Það verður svo að koma í ljós hvort það dugar til.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2014 karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti