Skyrinu slett á annarra kostnað? Þórólfur Matthíasson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Í Fréttablaðinu 24. janúar sl. er sagt frá því að Mjólkursamsalan hafi uppi áætlanir um að framleiða skyr í Bandaríkjum Norður-Ameríku og nota til þess íslenskt undanrennuduft.Útflutningsverð Á fundi Félags kúabænda á Suðurlandi 3/10/2012 upplýsti forstjóri MS félagsmenn um að útflutt undanrennuduft væri selt á heimsmarkaðsverði en undanrenna flutt út í formi skyrs til Norðurlanda skilaði allt að 50% hærra verði. Við fyrstu sýn virðist því skynsamlegt frá sjónarhóli MS að auka skyrútflutning og draga úr útflutningi undanrennudufts. Heimsmarkaðsverð á undanrennudufti er nú óvenju hátt eða um 3.400 til 3.500 evrur á tonnið. Meðalverð á árinu 2013 var um 3.000 evrur tonnið eða um 530 krónur á kílóið. Verð í USA virðist heldur lægra en Evrópuverð. Af undanrennudufti sem flutt er til USA þarf að borga 10-15% toll. Skilaverð á undanrennudufti sem MS flytti út til USA og seldi á búvörumarkaði þar væri því um 420 krónur á kílóið. Aðstæður á markaði fyrir skyr á Bandaríkjamarkaði eru talsvert aðrar en á Norðurlöndum. Á Norðurlöndum situr MS og samstarfsaðilar ein að markaðnum og geta hagað verðlagningu skyrs í samræmi við þá staðreynd. Í Bandaríkjunum er fyrir framleiðandi sem framleiðir skyr úr bandarísku hráefni og dreifir til smásöluaðila. Vegna þessarar samkeppni getur MS ekki reiknað með að verð á undanrennu í formi skyrs á Bandaríkjamarkaði verði hærra en verð á undanrennu í duftformi, þ.e.a.s. að skilaverð til Íslands verði ríflega 400 krónur á kílóið af undanrennudufti.Innanlandsverð Verðlagsnefnd búvöru ákvarðar heildsöluverð á undanrennudufti. Mjólkurvöruframleiðendur (hugsanlegir samkeppnisaðilar MS) fá undanrennuduft á 758 krónur á kíló, aðrir matvælaframleiðendur fá undanrennuduftið á 645 krónur á kíló. Í þeim tilvikum að MS kaupi undanrennuduft af sér sjálfri er hærri talan lögð til grundvallar. (Leiða má að því líkur að framleiðslukostnaður undanrennudufts sé nálægt 700 krónum á kíló.)Skyrinu slett í USA Fyrirsjáanlegt tap MS af því að flytja hvert kíló undanrennudufts til Bandaríkjanna er um 300 krónur á kíló. Þá á eftir að fjármagna tæki og markaðssetningu sem hleypur á milljónum dollara. Yfirgnæfandi líkur eru á að MS þyrfti að leggja fé til skyrframleiðslunnar í USA í stað þess að hafa tekjur af þeirri framleiðslu. Þegar til lengri tíma er litið eru aðeins tvær leiðir fyrir MS til að fjármagna slíkan taprekstur: annaðhvort með því að lækka verð til bænda eða með því að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda. Lauslega áætlað tap hleypur á tugum til hundraða milljóna króna á ári. Ætli reynslan kenni ekki að neytendur muni sitja uppi með reikninginn fyrir skyraustur MS í USA ef af verður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 24. janúar sl. er sagt frá því að Mjólkursamsalan hafi uppi áætlanir um að framleiða skyr í Bandaríkjum Norður-Ameríku og nota til þess íslenskt undanrennuduft.Útflutningsverð Á fundi Félags kúabænda á Suðurlandi 3/10/2012 upplýsti forstjóri MS félagsmenn um að útflutt undanrennuduft væri selt á heimsmarkaðsverði en undanrenna flutt út í formi skyrs til Norðurlanda skilaði allt að 50% hærra verði. Við fyrstu sýn virðist því skynsamlegt frá sjónarhóli MS að auka skyrútflutning og draga úr útflutningi undanrennudufts. Heimsmarkaðsverð á undanrennudufti er nú óvenju hátt eða um 3.400 til 3.500 evrur á tonnið. Meðalverð á árinu 2013 var um 3.000 evrur tonnið eða um 530 krónur á kílóið. Verð í USA virðist heldur lægra en Evrópuverð. Af undanrennudufti sem flutt er til USA þarf að borga 10-15% toll. Skilaverð á undanrennudufti sem MS flytti út til USA og seldi á búvörumarkaði þar væri því um 420 krónur á kílóið. Aðstæður á markaði fyrir skyr á Bandaríkjamarkaði eru talsvert aðrar en á Norðurlöndum. Á Norðurlöndum situr MS og samstarfsaðilar ein að markaðnum og geta hagað verðlagningu skyrs í samræmi við þá staðreynd. Í Bandaríkjunum er fyrir framleiðandi sem framleiðir skyr úr bandarísku hráefni og dreifir til smásöluaðila. Vegna þessarar samkeppni getur MS ekki reiknað með að verð á undanrennu í formi skyrs á Bandaríkjamarkaði verði hærra en verð á undanrennu í duftformi, þ.e.a.s. að skilaverð til Íslands verði ríflega 400 krónur á kílóið af undanrennudufti.Innanlandsverð Verðlagsnefnd búvöru ákvarðar heildsöluverð á undanrennudufti. Mjólkurvöruframleiðendur (hugsanlegir samkeppnisaðilar MS) fá undanrennuduft á 758 krónur á kíló, aðrir matvælaframleiðendur fá undanrennuduftið á 645 krónur á kíló. Í þeim tilvikum að MS kaupi undanrennuduft af sér sjálfri er hærri talan lögð til grundvallar. (Leiða má að því líkur að framleiðslukostnaður undanrennudufts sé nálægt 700 krónum á kíló.)Skyrinu slett í USA Fyrirsjáanlegt tap MS af því að flytja hvert kíló undanrennudufts til Bandaríkjanna er um 300 krónur á kíló. Þá á eftir að fjármagna tæki og markaðssetningu sem hleypur á milljónum dollara. Yfirgnæfandi líkur eru á að MS þyrfti að leggja fé til skyrframleiðslunnar í USA í stað þess að hafa tekjur af þeirri framleiðslu. Þegar til lengri tíma er litið eru aðeins tvær leiðir fyrir MS til að fjármagna slíkan taprekstur: annaðhvort með því að lækka verð til bænda eða með því að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda. Lauslega áætlað tap hleypur á tugum til hundraða milljóna króna á ári. Ætli reynslan kenni ekki að neytendur muni sitja uppi með reikninginn fyrir skyraustur MS í USA ef af verður?
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun