Tónlist í bústað Ingólfs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 11:00 Örn og Marta Guðrún með hörpu, symfón og gígju sem þau ætla að leika á í kvöld. Fréttablaðið/GVA „Af því að við erum í bústað Ingólfs viljum við vera með kveðskap sem passar og ætlum að taka nokkur erindi úr Völuspá, það er í fyrsta sinn sem við ráðumst á það stórvirki. Svo verðum við með texta úr Völundarsögu og nokkur danskvæði,“ segir Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona, sem er ein af Spilmönnum Ríkínís, sem syngja og spila í Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 í kvöld, á safnanótt. Spurð hverjir séu í bandinu svarar hún: „Við erum fjögur núna. Oftast erum við fimm. Auk mín eru maðurinn minn, Örn Magnússon, og Sigursveinn Magnússon bróðir hans og svo er dóttir okkar með, hún Ásta Arnardóttir. Strákurinn okkar, Halldór Bjarki Arnarson, er við tónlistarnám úti í Þýskalandi og því fjarri góðu gamni. Þetta er heimilisiðnaður, fjölskylduband og oftast æfum við í stofunni heima. Marta segir Spilmenn Ríkínís hafa starfað saman í þó nokkur ár og leikið sér að gömlum þjóðlögum og tónlist úr ævafornum handritum. „Við söfnum lögum í sarpinn hægt og rólega,“ segir hún og segir handritin Himnodíu og Melódíu bara með nótur fyrir raddir en Spilmenn Ríkínís skreyti flutninginn með hljóðfæraleik. Hljóðfæri hópsins eru forn. „Við erum með hörpu, gígju, og symfón,“ segir Marta Guðrún og útskýrir þetta síðasta nánar. „Symfón er svona forveri lírukassans, kassi með strengjum í og hjóli sem maður snýr.“ Hver kann á þetta? verður mér að orði. „Maður byrjar bara að fikta,“ segir hún hlæjandi. „Hljóðfærið útskýrir sig svolítið sjálft þegar maður skoðar það! Við spilum öll á öll hljóðfærin sem við erum með. Höfum verið með langspil líka en þó ekki í kvöld. Hver var svo þessi Ríkíní sem sveitin kennir sig við? „Ríkíní var tónlistarkennari, franskur, og hann kom til landsins til að kenna söng á Hólum í Hjaltadal þegar skólinn þar var stofnaður árið 1106. Þaðan dreifist svo söngkunnátta um byggðirnar á Íslandi svo Ríkíní er í raun sá sem lagði grunninn að tónlistarmenntun landsmanna. Það er mjög fallega skrifað um hann og okkur fannst full ástæða til að halda nafni hans á lofti,“ segir Marta Guðrún og bætir við hlæjandi: „Sumum sýnist standa Spilmenn ríkisins og okkur sárnar ekkert þó við séum kölluð það!“Tekið skal fram að tónleikarnir eru um 20 mínútur að lengd og verða leiknir þrisvar sinnum yfir kvöldið, á slaginu 20, 21 og 22. Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Af því að við erum í bústað Ingólfs viljum við vera með kveðskap sem passar og ætlum að taka nokkur erindi úr Völuspá, það er í fyrsta sinn sem við ráðumst á það stórvirki. Svo verðum við með texta úr Völundarsögu og nokkur danskvæði,“ segir Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona, sem er ein af Spilmönnum Ríkínís, sem syngja og spila í Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 í kvöld, á safnanótt. Spurð hverjir séu í bandinu svarar hún: „Við erum fjögur núna. Oftast erum við fimm. Auk mín eru maðurinn minn, Örn Magnússon, og Sigursveinn Magnússon bróðir hans og svo er dóttir okkar með, hún Ásta Arnardóttir. Strákurinn okkar, Halldór Bjarki Arnarson, er við tónlistarnám úti í Þýskalandi og því fjarri góðu gamni. Þetta er heimilisiðnaður, fjölskylduband og oftast æfum við í stofunni heima. Marta segir Spilmenn Ríkínís hafa starfað saman í þó nokkur ár og leikið sér að gömlum þjóðlögum og tónlist úr ævafornum handritum. „Við söfnum lögum í sarpinn hægt og rólega,“ segir hún og segir handritin Himnodíu og Melódíu bara með nótur fyrir raddir en Spilmenn Ríkínís skreyti flutninginn með hljóðfæraleik. Hljóðfæri hópsins eru forn. „Við erum með hörpu, gígju, og symfón,“ segir Marta Guðrún og útskýrir þetta síðasta nánar. „Symfón er svona forveri lírukassans, kassi með strengjum í og hjóli sem maður snýr.“ Hver kann á þetta? verður mér að orði. „Maður byrjar bara að fikta,“ segir hún hlæjandi. „Hljóðfærið útskýrir sig svolítið sjálft þegar maður skoðar það! Við spilum öll á öll hljóðfærin sem við erum með. Höfum verið með langspil líka en þó ekki í kvöld. Hver var svo þessi Ríkíní sem sveitin kennir sig við? „Ríkíní var tónlistarkennari, franskur, og hann kom til landsins til að kenna söng á Hólum í Hjaltadal þegar skólinn þar var stofnaður árið 1106. Þaðan dreifist svo söngkunnátta um byggðirnar á Íslandi svo Ríkíní er í raun sá sem lagði grunninn að tónlistarmenntun landsmanna. Það er mjög fallega skrifað um hann og okkur fannst full ástæða til að halda nafni hans á lofti,“ segir Marta Guðrún og bætir við hlæjandi: „Sumum sýnist standa Spilmenn ríkisins og okkur sárnar ekkert þó við séum kölluð það!“Tekið skal fram að tónleikarnir eru um 20 mínútur að lengd og verða leiknir þrisvar sinnum yfir kvöldið, á slaginu 20, 21 og 22.
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira