Þjóðarsátt um þöggun? Hilmar Hansson skrifar 13. febrúar 2014 00:00 Fyrir skömmu fjölluðu fjölmiðlar um flugslysið sem varð á Akureyri, þann 5. ágúst í fyrra. Samkvæmt gögnum málsins virðast reglur hafa verið brotnar í aðdraganda slyssins. Í desember segir framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á sjúkrahúsinu á Akureyri að samstarfið við Mýflug hafi verið farsælt. Á sama tíma segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands að núgildandi samningur við Mýflug sé ríkissjóði hagstæður. Mér finnst það umhugsunarefni að menn skuli nota þessi orð, farsælt og hagstætt, í kjölfar dauðaslyss. En auðvitað er það órjúfanlegur hluti af því að vera manneskja, að gera mistök. Við gerum öll mistök öðru hverju. Það er sárt að horfast í augu við staðreyndirnar þegar við gerum mistök. Þá er mannlegt að verja sig fyrir sársaukanum með því að fara í afneitun. Síðan er hætta á því að maður haldi áfram að vera í afneitun og lifi bara í blekkingu og lygi.„Meint“ mistök Þegar maður lítur um öxl blasa við ýmis „meint“ mistök. Mig langar að nefna tvö dæmi. Fagmenn hafa reiknað út að Kárahnjúkavirkjun muni aldrei skila arði. Það má því segja að skattgreiðendur verði í farsælu samstarfi við þá virkjun allan hennar líftíma. Í kaupbæti fáum við farsælt samstarf við erlenda álbræðslueigendur. Annað dæmi er Harpan. Það er tónlistarhús sem vissulega vekur athygli. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eiga líka tónlistarhús sem hafa svipað notagildi og taka svipaðan fjölda gesta í sæti. En þeirra hús kostuðu töluvert minna en okkar. Í einhverju tilfelli u.þ.b. þrisvar sinnum minna, ef ég man rétt. Örþjóðin sem býr á kríuskeri í miðju Atlantshafinu byggði sér þrisvar sinnum dýrara tónlistarhús en milljónaþjóð í Skandinavíu. Hversu skynsamlegt er það? Það er næsta víst að íslenskir skattgreiðendur verða í farsælu samstarfi við Hörpuna, lengi lengi lengi. Mann svimar við að hugsa um alla þessa milljarða sem skattgreiðendur virðast borga í einhvers konar hít. Samt nefndi ég bara þessi tvö dæmi. Við þetta mætti t.d. bæta hinu farsæla samstarfi lántakenda við verðtryggða íslenska krónu, svo ekki sé minnst á hið farsæla samstarf landans við nokkra útrásarvíkinga hér um árið. Undanfarið hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um nokkur umdeild mál, t.d. lekamálið úr innanríkisráðuneytinu og MP-banka málið og Al-Thani-málið. Orð eins og óheiðarleiki, yfirhylming, lygi, fúsk og þöggun heyrast oft nefnd. Sýnist sitt hverjum. Er einhver að reyna að þagga niður eitthvað? Ég ætla ekki nánar út í það að sinni. Ég byrjaði þennan pistil á því að nefna Mýflugsmálið og ég ætla að enda á því að nefna eitt SÁÁ-mál. Veit almenningur sannleikann um SÁÁ? Getur verið að þau samtök sólundi almannafé í skjóli þöggunar? Þeim sem vilja kynna sér það nánar vil ég benda á litla bók sem ég gaf út núna fyrir jólin og heitir: „Lítið spjallkver um brennivín og fleira“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lekamálið Mest lesið Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fjölluðu fjölmiðlar um flugslysið sem varð á Akureyri, þann 5. ágúst í fyrra. Samkvæmt gögnum málsins virðast reglur hafa verið brotnar í aðdraganda slyssins. Í desember segir framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á sjúkrahúsinu á Akureyri að samstarfið við Mýflug hafi verið farsælt. Á sama tíma segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands að núgildandi samningur við Mýflug sé ríkissjóði hagstæður. Mér finnst það umhugsunarefni að menn skuli nota þessi orð, farsælt og hagstætt, í kjölfar dauðaslyss. En auðvitað er það órjúfanlegur hluti af því að vera manneskja, að gera mistök. Við gerum öll mistök öðru hverju. Það er sárt að horfast í augu við staðreyndirnar þegar við gerum mistök. Þá er mannlegt að verja sig fyrir sársaukanum með því að fara í afneitun. Síðan er hætta á því að maður haldi áfram að vera í afneitun og lifi bara í blekkingu og lygi.„Meint“ mistök Þegar maður lítur um öxl blasa við ýmis „meint“ mistök. Mig langar að nefna tvö dæmi. Fagmenn hafa reiknað út að Kárahnjúkavirkjun muni aldrei skila arði. Það má því segja að skattgreiðendur verði í farsælu samstarfi við þá virkjun allan hennar líftíma. Í kaupbæti fáum við farsælt samstarf við erlenda álbræðslueigendur. Annað dæmi er Harpan. Það er tónlistarhús sem vissulega vekur athygli. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eiga líka tónlistarhús sem hafa svipað notagildi og taka svipaðan fjölda gesta í sæti. En þeirra hús kostuðu töluvert minna en okkar. Í einhverju tilfelli u.þ.b. þrisvar sinnum minna, ef ég man rétt. Örþjóðin sem býr á kríuskeri í miðju Atlantshafinu byggði sér þrisvar sinnum dýrara tónlistarhús en milljónaþjóð í Skandinavíu. Hversu skynsamlegt er það? Það er næsta víst að íslenskir skattgreiðendur verða í farsælu samstarfi við Hörpuna, lengi lengi lengi. Mann svimar við að hugsa um alla þessa milljarða sem skattgreiðendur virðast borga í einhvers konar hít. Samt nefndi ég bara þessi tvö dæmi. Við þetta mætti t.d. bæta hinu farsæla samstarfi lántakenda við verðtryggða íslenska krónu, svo ekki sé minnst á hið farsæla samstarf landans við nokkra útrásarvíkinga hér um árið. Undanfarið hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um nokkur umdeild mál, t.d. lekamálið úr innanríkisráðuneytinu og MP-banka málið og Al-Thani-málið. Orð eins og óheiðarleiki, yfirhylming, lygi, fúsk og þöggun heyrast oft nefnd. Sýnist sitt hverjum. Er einhver að reyna að þagga niður eitthvað? Ég ætla ekki nánar út í það að sinni. Ég byrjaði þennan pistil á því að nefna Mýflugsmálið og ég ætla að enda á því að nefna eitt SÁÁ-mál. Veit almenningur sannleikann um SÁÁ? Getur verið að þau samtök sólundi almannafé í skjóli þöggunar? Þeim sem vilja kynna sér það nánar vil ég benda á litla bók sem ég gaf út núna fyrir jólin og heitir: „Lítið spjallkver um brennivín og fleira“.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun