Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. mars 2014 00:00 Hundruð kennara mættu í verkfallsmiðstöðina á höfuðborgarsvæðinu í gær. Vísir/vilhelm „Við teljum að það sé verið að brjóta tvöfalt á fötluðum börnum í verkfalli framhaldsskólakennara. Þau fá hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra á meðan á verkfallinu stendur.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Hún getur þess að þroskaþjálfar og fagmenntað starfsfólk sem ekki er í verkfalli geti vegna innra skipulags ekki tekið á móti fötluðum nemendum í skólana þótt þeir eigi að fá þar réttindabundna þjónustu. „Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum.“Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það undarlegt að ekki skuli hafa verið hugað að því fyrirfram hvernig verkfallið kæmi niður á fötluðum nemendum. „Við sem félagasamtök höfum ekki tækifæri til að biðja um undanþágu. Það er verkefni skólanna. Svo er heldur ekki hægt að sækja um undanþágu fyrir hóp einstaklinga, heldur eingöngu fyrir hvern og einn.“ Sjálf á Bryndís tvær fatlaðar dætur sem hún segir heppnar. „Þær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það þýðir að þær geta verið heima með sínum aðstoðarmanni. En það þýðir ekki að maður eigi að sitja hjá þar sem þetta kemur niður á mörgum. Langverst kemur þetta niður á einhverfu börnunum sem þola enga röskun.“ „Verkfall framhaldsskólakennara kemur mjög illa niður á dóttur okkar,“ segir Gunnar Bjarnason, faðir fjölfatlaðrar stúlku sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segir dóttur sína mjög háða rútínu sem nú hafi dottið niður. „Þetta hefur áhrif á svefninn hjá henni og almenna líðan. Hún hefur fengið iðjuþjálfun í skólanum og farið í leikfimi og sund á skólatíma. Þetta hefur skipt hana miklu máli. Að fara á mis við þetta dregur úr lífsgæðum hennar.“ Gunnar segir það jafnframt lenda á foreldrunum að bjarga málum frá degi til dags. „Það er ekki hægt að skilja hana eftir eina heima eins og aðra unglinga. Við kvöbbum á þeim sem geta hjálpað okkur og sjáum svo sjálf um þetta að öðru leyti.“ Fatlaður nemandi í framhaldsskóla, sem býr í skammtímavistun í tvær vikur í mánuði og hinar tvær hjá foreldrunum, er sendur heim úr skammtímavistuninni á morgnana vegna verkfalls framhaldsskólakennara, að því er Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, greinir frá. „Skammtímavistunin má ekki veita honum þjónustu yfir daginn þar sem það er verkfallsbrot. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef foreldrarnir hefðu ætlað að fara í utanlandsferð þessar tvær vikur sem hann á að vera í skammtímavistun. Hefði hann þá bara verið settur á þröskuldinn?“ Bryndís segir að 18 ára nemendur ættu ekki að vera á ábyrgð foreldra. „Það er ekki boðlegt í nútímaþjóðfélagi að foreldrar þurfi að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna fullorðnum börnum.“ Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Við teljum að það sé verið að brjóta tvöfalt á fötluðum börnum í verkfalli framhaldsskólakennara. Þau fá hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra á meðan á verkfallinu stendur.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Hún getur þess að þroskaþjálfar og fagmenntað starfsfólk sem ekki er í verkfalli geti vegna innra skipulags ekki tekið á móti fötluðum nemendum í skólana þótt þeir eigi að fá þar réttindabundna þjónustu. „Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum.“Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það undarlegt að ekki skuli hafa verið hugað að því fyrirfram hvernig verkfallið kæmi niður á fötluðum nemendum. „Við sem félagasamtök höfum ekki tækifæri til að biðja um undanþágu. Það er verkefni skólanna. Svo er heldur ekki hægt að sækja um undanþágu fyrir hóp einstaklinga, heldur eingöngu fyrir hvern og einn.“ Sjálf á Bryndís tvær fatlaðar dætur sem hún segir heppnar. „Þær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það þýðir að þær geta verið heima með sínum aðstoðarmanni. En það þýðir ekki að maður eigi að sitja hjá þar sem þetta kemur niður á mörgum. Langverst kemur þetta niður á einhverfu börnunum sem þola enga röskun.“ „Verkfall framhaldsskólakennara kemur mjög illa niður á dóttur okkar,“ segir Gunnar Bjarnason, faðir fjölfatlaðrar stúlku sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segir dóttur sína mjög háða rútínu sem nú hafi dottið niður. „Þetta hefur áhrif á svefninn hjá henni og almenna líðan. Hún hefur fengið iðjuþjálfun í skólanum og farið í leikfimi og sund á skólatíma. Þetta hefur skipt hana miklu máli. Að fara á mis við þetta dregur úr lífsgæðum hennar.“ Gunnar segir það jafnframt lenda á foreldrunum að bjarga málum frá degi til dags. „Það er ekki hægt að skilja hana eftir eina heima eins og aðra unglinga. Við kvöbbum á þeim sem geta hjálpað okkur og sjáum svo sjálf um þetta að öðru leyti.“ Fatlaður nemandi í framhaldsskóla, sem býr í skammtímavistun í tvær vikur í mánuði og hinar tvær hjá foreldrunum, er sendur heim úr skammtímavistuninni á morgnana vegna verkfalls framhaldsskólakennara, að því er Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, greinir frá. „Skammtímavistunin má ekki veita honum þjónustu yfir daginn þar sem það er verkfallsbrot. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef foreldrarnir hefðu ætlað að fara í utanlandsferð þessar tvær vikur sem hann á að vera í skammtímavistun. Hefði hann þá bara verið settur á þröskuldinn?“ Bryndís segir að 18 ára nemendur ættu ekki að vera á ábyrgð foreldra. „Það er ekki boðlegt í nútímaþjóðfélagi að foreldrar þurfi að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna fullorðnum börnum.“
Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira