Pólítíkin: Vill setja velferðarmál í forgang Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2014 08:00 Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, telur nauðsynlegt að setja meiri pening í velferðarmál í borginni og byggja upp fleiri félagslegar íbúðir. Hann vill ráða ópólitískan borgarstjóra og auka íbúalýðræði. Þorleifur segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í Vinstri grænum á sínum tíma en hann var einn af stofnendum flokksins. „Ég var einn af stofnendum Vinstri grænna. Ég fann mig hins vegar ekki lengur í flokknum og hafði ekki liðið vel þarna í nokkur misseri þó að þar sé mikið af góðu fólki,“ segir Þorleifur sem hætti í Vinstri grænum í byrjun árs. Hann segir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Auðvitað eru tilfinningar í þessu en stóra málið er að þetta er ekkert persónulegt. Ég hef reynt að halda því þannig að ég hef ekki verið að ráðast á mínu gömlu félaga. Ég á marga góða vini þarna sem ég hef haldið góðu sambandi við. Ég hef viljað halda þessu á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, lýsti í vikunni yfir stuðningi við framboð Þorleifs og þau málefni sem hann stendur fyrir. „Við Ögmundur höfum verið miklir og góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn í VG á sínum tíma þá var það hann sem tók fyrst á móti mér. Við höfum alla tíð starfað mjög vel saman. Þannig að [stuðningsyfirlýsing Ögmundar] kemur mér ekki á óvart en mér þykir ákaflega vænt um þennan stuðning frá þessum merka manni sem ég lít mikið upp til,“ segir Þorleifur.Tekjutengdar gjaldskrár Dögun hefur ekki áður boðið fram í borgarstjórnarkosningum og Þorleifur segir að málefnavinnu sé ekki lokið. Hann segir þó ljóst að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál í komandi kosningum. „Okkar áherslur eru mikið á sviði velferðarmála og gagnvart láglaunafólki í Reykjavík. Við tölum um réttlátara samfélag sem felst í því að allir eigi að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll börn eiga að hafa rétt á því að þroskast á eðlilegan hátt óháð efnahag foreldra. Við viljum að gjaldskrár verði tekjutengdar þannig að fátækasta fólkið geti líka látið börnin sín í leikskóla, í skólamáltíðir og frístundaheimili. Að okkar mati er þetta grunnþjónusta sem á að vera gjaldfrjáls. Ríkið þyrfti að koma meira inn í þetta eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. En á meðan það er ekki þá viljum við taka þetta skref og tryggja að öll börn eigi rétt á sömu þjónustu.“Vill ópólitískan borgarstjóra Þorleifur vill auka íbúalýðræði og setja völdin út í hverfin. Hann segir óeðlilegt að flokkar sem ná oddastöðu setji fram kröfu um borgarstjórastólinn. „Ég myndi aldrei fara fram á það að fá að vera borgarstjóri ef ég myndi komast í oddastöðu. Það er bara ólýðræðislegt í mínum huga. Ég held hins vegar að það væri gáfulegt að hætta að tala um minnihluta og meirihluta. Við eigum bara að ráða framkvæmdastjóra í stól borgarstjóra. Borgarfulltrúar eiga að nálgast málin á málefnalegan hátt en ekki vera bundnir af flokkum. Við eigum bara að taka hvert og eitt mál og afgreiða það málefnalega,“ segir Þorleifur. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, telur nauðsynlegt að setja meiri pening í velferðarmál í borginni og byggja upp fleiri félagslegar íbúðir. Hann vill ráða ópólitískan borgarstjóra og auka íbúalýðræði. Þorleifur segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í Vinstri grænum á sínum tíma en hann var einn af stofnendum flokksins. „Ég var einn af stofnendum Vinstri grænna. Ég fann mig hins vegar ekki lengur í flokknum og hafði ekki liðið vel þarna í nokkur misseri þó að þar sé mikið af góðu fólki,“ segir Þorleifur sem hætti í Vinstri grænum í byrjun árs. Hann segir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Auðvitað eru tilfinningar í þessu en stóra málið er að þetta er ekkert persónulegt. Ég hef reynt að halda því þannig að ég hef ekki verið að ráðast á mínu gömlu félaga. Ég á marga góða vini þarna sem ég hef haldið góðu sambandi við. Ég hef viljað halda þessu á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, lýsti í vikunni yfir stuðningi við framboð Þorleifs og þau málefni sem hann stendur fyrir. „Við Ögmundur höfum verið miklir og góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn í VG á sínum tíma þá var það hann sem tók fyrst á móti mér. Við höfum alla tíð starfað mjög vel saman. Þannig að [stuðningsyfirlýsing Ögmundar] kemur mér ekki á óvart en mér þykir ákaflega vænt um þennan stuðning frá þessum merka manni sem ég lít mikið upp til,“ segir Þorleifur.Tekjutengdar gjaldskrár Dögun hefur ekki áður boðið fram í borgarstjórnarkosningum og Þorleifur segir að málefnavinnu sé ekki lokið. Hann segir þó ljóst að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál í komandi kosningum. „Okkar áherslur eru mikið á sviði velferðarmála og gagnvart láglaunafólki í Reykjavík. Við tölum um réttlátara samfélag sem felst í því að allir eigi að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll börn eiga að hafa rétt á því að þroskast á eðlilegan hátt óháð efnahag foreldra. Við viljum að gjaldskrár verði tekjutengdar þannig að fátækasta fólkið geti líka látið börnin sín í leikskóla, í skólamáltíðir og frístundaheimili. Að okkar mati er þetta grunnþjónusta sem á að vera gjaldfrjáls. Ríkið þyrfti að koma meira inn í þetta eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. En á meðan það er ekki þá viljum við taka þetta skref og tryggja að öll börn eigi rétt á sömu þjónustu.“Vill ópólitískan borgarstjóra Þorleifur vill auka íbúalýðræði og setja völdin út í hverfin. Hann segir óeðlilegt að flokkar sem ná oddastöðu setji fram kröfu um borgarstjórastólinn. „Ég myndi aldrei fara fram á það að fá að vera borgarstjóri ef ég myndi komast í oddastöðu. Það er bara ólýðræðislegt í mínum huga. Ég held hins vegar að það væri gáfulegt að hætta að tala um minnihluta og meirihluta. Við eigum bara að ráða framkvæmdastjóra í stól borgarstjóra. Borgarfulltrúar eiga að nálgast málin á málefnalegan hátt en ekki vera bundnir af flokkum. Við eigum bara að taka hvert og eitt mál og afgreiða það málefnalega,“ segir Þorleifur.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira