Færeysk tónlist kynnt með tónleikaferðalagi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. apríl 2014 10:30 Laila Av Reyni er mikil listakona og kemur fram á nokkrum tónleikum hér á landi í vikunni. mynd/Høgni Heinesen „Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamaður,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinnar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauðarárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil listakona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnunardeildar Tekníska Skúlans í Þórshöfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir fegurðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Danmerkur. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteinsson en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönnum árið 2005 og hafa með tónleikum sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Færeyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðlagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugardaginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveitina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma. Eurovision Tónlist Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamaður,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinnar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauðarárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil listakona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnunardeildar Tekníska Skúlans í Þórshöfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir fegurðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Danmerkur. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteinsson en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönnum árið 2005 og hafa með tónleikum sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Færeyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðlagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugardaginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveitina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma.
Eurovision Tónlist Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira