Alls tóku sex starfsmenn Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins þátt í að þýða Landsdóminn yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og úrskurði tengda honum.
Samanlagt tók verkefnið um þrjá mánuði, þar af fóru tæpir tveir mánuðir í þýðingarnar.
Skjölin og verða send út til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg ásamt sex spurningum sem dómstóllinn óskaði eftir svörum við. Fresturinn til þess rann út á mánudag, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær.
Innanríkisráðuneytið átti að senda skjölin út 6. mars en fékk mánaðarfrest vegna þess hve langan tíma tók að þýða Landsdóminn.
Sex þýddu Landsdómsskjölin
Freyr Bjarnason skrifar
