Bláberjaþeytingur
Frábær leið til að hefja daginn og styrkja sig áður en farið er í vinnuna.½ bolli frosin eða fersk bláber
½ bolli vanillu- eða bláberjaskyr
2 matskeiðar vanilluís
1 matskeið grófar kókosflögur
Smávegis léttmjólk, D-vítamínbætt að sjálfsögðu
3-4 ísmolar
Öllu skellt í blandarann og voila!

Græna basabomban
250 mlkókosvatn1 hnefi spínat
¼ stk. agúrka, skorin í litla bita
1 hnefi alfalfaspírur
Ferskur kóríander
2 stönglar fersk minta
2 stönglar fersk basilíka
¼ límóna, afhýdd
1 tsk. grænt duft
1 avókadó, afhýtt og skorið í bita
Setjið allt í blandarann og blandið vel saman. Ef þið viljið hafa þeytinginn kaldan, setjið þá nokkra klaka í hann.

Jarðarberja- og hamppróteindrykkur
18,1 g prótein, 39 g kolvetni, 9,8 g fita (323 kcal.)2 dl frosin jarðarber
1 banani, vel þroskaður og ekki verra ef hann er frosinn
30 g hampprótein
2 dl möndlumjólk
Vatn og ísmolar ef þarf
Öllu blandað vel saman.

World Class BerjaBomba (Berjabomba Unnar)
100% hreinn trönuberjasafi (eða kókossafi)½ bolli af ferskum bláberjum
½ bolli af ferskum jarðarberjum
½ banani
1 bolli ísmolar
Hrærið vel saman og njótið!

Spínat- og grænkáls- þeytingur
4,67 g prótein, 47,9 g kolvetni, 3,25 g fita (238 kcal.)Þessi drykkur er mjög frískandi og bragðgóður og gott að byrja daginn á einum slíkum. Ekki láta innihaldið hræða ykkur, drykkurinn mun án efa koma ykkur á óvart en bananinn og peran gefa mjúkt og sætt bragð auk þess sem kóríanderinn gefur ferskt og örlítið kryddað sítrusbragð. Drykkurinn er stútfullur af vítamínum og andoxunarefnum og ætti að gefa ykkur gott start inn í daginn.
1 vel þroskaður banani, ekki verra ef hann er frosinn
1 þroskuð pera
Góða lúka af spínati, u.þ.b. 30 g
3-4 stilkar af grænkáli, u.þ.b. 30 g
2 dl möndlumjólk (200 ml)
Kóríander eftir smekk, ég set alveg slatta enda gott og frískandi sítrusbragð af kryddjurtinni.
Allt sett í blandarann og blandað þar til silkimjúkt og fallegt.
