Allir dagar verða að vera 17.júní Marín Manda skrifar 13. maí 2014 13:00 Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýkjörinn formaður Rithöfundasambandsins. mynd/úr einkasafni Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýr formaður Rithöfundasambandsins. Hún vill gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi sér fjölskrúðugan flokk höfunda í framtíðinni. „Titillinn mátast ágætlega og verkefnin leggjast vel í mig. Rithöfundasambandið er 430 manna félag fólks sem stendur vörð um tungumálið, framleiðir bókmenntirnar og sinnir mikilvægu menningarstarfi. Mitt hlutverk er að standa vörð um hagsmuni þessa hóps og hagsmunir rithöfunda eru órjúfanlega samofnir hagsmunum þjóðarinnar,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir aðspurð um nýja titilinn sem formaður Rithöfundasambandsins. Hún bætir við að forystusveit Rithöfundasambandsins hafi það hlutverk að gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi fjölskrúðugan flokk höfunda sem geta starfað við ritlistina á breiðum vettvangi. Kristín Helga, eða Dinna eins og hún hefur verið kölluð síðan hún var lítil stelpa, hefur skrifað fjöldann allan af fjölskyldubókum en hún gaf út sína fyrstu bók, Elsku besta Binna mín, árið 2007. „Lestur er undirstaða allrar menntunar í mannlegu samfélagi. Þannig heillar mig að fá að fylgja úr hlaði þeim sem eru að hefja lesturinn, leggja í þá þroskaför sem bóklestur er. Ég hef alltaf skrifað og lærði fjölmiðlafræði á sínum tíma,“ segir hún. En hvað varð til þess að Kristín Helga fór að skrifa eigin bækur? „Ég skrifaði fréttir, sannar sögur, svo það var kannski eðlilegt framhald að taka atburðarásina í sínar hendur og stýra sögupersónum betur. Ég skrifa fjölskyldubækur og kalla alla að borðinu þegar kemur að bóklestri barna. Við eigum að lesa saman, upphátt og tala saman. Margar bækur höfða til allra aldurshópa. Mig hefur alltaf langað að skrifa þannig bækur.“ Kristín Helga starfaði lengi sem fréttakona á Stöð 2 en segist aldrei sakna fréttamennskunnar því að eitt tímabil taki við af öðru. „Þetta er eins og lagterta. En þegar eitthvað stórt gerist þá fer aðeins um mann og svo hefur maður tilhneigingu til að hafa skoðanir á öllu. Ég er aðeins að reyna að venja mig af því.“ Sem nýkosinn formaður Rithöfundasambandsins hefur hún úr nægum verkefnum að vinna og segist vilja efla Bókasafnssjóðinn sem höfundar fá greiðslur úr fyrir útlán. „Það er svo sorglegt að hann er að skreppa skammarlega saman þegar hann þyrfti að stækka hratt til að mæta settum markmiðum yfirvalda fyrir langa löngu. Þá hafa höfundar áhyggjur af virðisaukaskatti á bækur sem gæti hækkað í haust. Það gæti gengið af greininni dauðri og má ekki gerast. Svo eru það samningamál, tæknileg þróun og bókasafnsmál sem brenna á okkur rithöfundum. Við lyftum okkur gjarnan upp með því að tala sparilega um bókmenntirnar á 17. júní og öðrum tyllidögum, en til að standa vörð um tungumál og menningu þá verða allir dagar að vera 17. júní í svona míkrósamfélagi eins og við búum í. Annars náum við ekki að passa fjöreggið – missum það bara og mölbrjótum,“ segir Kristín Helga. Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýr formaður Rithöfundasambandsins. Hún vill gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi sér fjölskrúðugan flokk höfunda í framtíðinni. „Titillinn mátast ágætlega og verkefnin leggjast vel í mig. Rithöfundasambandið er 430 manna félag fólks sem stendur vörð um tungumálið, framleiðir bókmenntirnar og sinnir mikilvægu menningarstarfi. Mitt hlutverk er að standa vörð um hagsmuni þessa hóps og hagsmunir rithöfunda eru órjúfanlega samofnir hagsmunum þjóðarinnar,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir aðspurð um nýja titilinn sem formaður Rithöfundasambandsins. Hún bætir við að forystusveit Rithöfundasambandsins hafi það hlutverk að gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi fjölskrúðugan flokk höfunda sem geta starfað við ritlistina á breiðum vettvangi. Kristín Helga, eða Dinna eins og hún hefur verið kölluð síðan hún var lítil stelpa, hefur skrifað fjöldann allan af fjölskyldubókum en hún gaf út sína fyrstu bók, Elsku besta Binna mín, árið 2007. „Lestur er undirstaða allrar menntunar í mannlegu samfélagi. Þannig heillar mig að fá að fylgja úr hlaði þeim sem eru að hefja lesturinn, leggja í þá þroskaför sem bóklestur er. Ég hef alltaf skrifað og lærði fjölmiðlafræði á sínum tíma,“ segir hún. En hvað varð til þess að Kristín Helga fór að skrifa eigin bækur? „Ég skrifaði fréttir, sannar sögur, svo það var kannski eðlilegt framhald að taka atburðarásina í sínar hendur og stýra sögupersónum betur. Ég skrifa fjölskyldubækur og kalla alla að borðinu þegar kemur að bóklestri barna. Við eigum að lesa saman, upphátt og tala saman. Margar bækur höfða til allra aldurshópa. Mig hefur alltaf langað að skrifa þannig bækur.“ Kristín Helga starfaði lengi sem fréttakona á Stöð 2 en segist aldrei sakna fréttamennskunnar því að eitt tímabil taki við af öðru. „Þetta er eins og lagterta. En þegar eitthvað stórt gerist þá fer aðeins um mann og svo hefur maður tilhneigingu til að hafa skoðanir á öllu. Ég er aðeins að reyna að venja mig af því.“ Sem nýkosinn formaður Rithöfundasambandsins hefur hún úr nægum verkefnum að vinna og segist vilja efla Bókasafnssjóðinn sem höfundar fá greiðslur úr fyrir útlán. „Það er svo sorglegt að hann er að skreppa skammarlega saman þegar hann þyrfti að stækka hratt til að mæta settum markmiðum yfirvalda fyrir langa löngu. Þá hafa höfundar áhyggjur af virðisaukaskatti á bækur sem gæti hækkað í haust. Það gæti gengið af greininni dauðri og má ekki gerast. Svo eru það samningamál, tæknileg þróun og bókasafnsmál sem brenna á okkur rithöfundum. Við lyftum okkur gjarnan upp með því að tala sparilega um bókmenntirnar á 17. júní og öðrum tyllidögum, en til að standa vörð um tungumál og menningu þá verða allir dagar að vera 17. júní í svona míkrósamfélagi eins og við búum í. Annars náum við ekki að passa fjöreggið – missum það bara og mölbrjótum,“ segir Kristín Helga.
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira