Persónunjósnir sjálfstæðismanna í Kópavogi Hjálmar Hjálmarsson skrifar 14. maí 2014 00:00 Það er sjálfsagður og lýðræðislegur réttur hvers manns að taka þátt í stjórnmálum. Rétturinn til að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga er varinn með margvíslegum hætti. Þær hindranir sem frambjóðendur þurfa að yfirstíga eru ekki miklar. Í Kópavogi þurfa framboð að afla sér að lágmarki 80 undirskrifta frá kjósendum sem gefa þar með framboðinu tækifæri til að nýta sér þennan dýrmæta lýðræðisrétt sinn; að taka þátt í stjórn bæjarfélagsins. Þessari undirskrift fylgja engar kvaðir að nokkru leyti. Sjálf atkvæðagreiðslan á kjördag er enn sem komið er leynileg, sem betur fer. Engu að síður eru fjölmargir sem vilja ekki tengjast stjórnmálaflokkum á nokkurn hátt. Sjá þá sem gamaldags, spillta og vinna fyrst og fremst að sérhagsmunum fárra í stað þess að hugsa um hag samfélagsins. Undanfarna daga hafa frambjóðendur Næstbestaflokksins í Kópavogi safnað um 120 undirskriftum frá kjósendum sem staðfesta þar með að þeir styðji okkur til framboðs. Við hétum þessu fólki trúnaði, að þessar upplýsingar kæmu hvergi fram nema hjá kjörstjórn sem myndi síðan eyða þeim að kosningum loknum. Að engin skuldbinding fælist í undirskriftinni og þær yrðu hvergi birtar opinberlega. Að framboð okkar tengdist ekki neinum af starfandi stjórnmálaflokkum. Að frambjóðendur Næstbestaflokksins hefðu engin bein hagsmunatengsl við einstök fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök í bænum. Að við vildum vinna fyrir alla í Kópavogi, en ekki fyrir fáa útvalda.Fyrirgreiðslupólitík Nú hefur það fáheyrða gerst, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Bragi Michaelsson, óskar eftir því að fá afhenta meðmælendalista allra framboða til kosninganna í vor. Til hvers veit ég ekki. Eina skýringin sem hann gaf var sú að þetta hefði „alltaf verið gert“, sem er auðvitað firra. Stjórnmálaflokkar eru löngu hættir þessum ósið sem er ekkert annað en lágkúrulegar persónunjósnir. Það er nefnilega svo að sumir menn og flokkar telja sig „eiga“ atkvæði kjósenda í bænum og vilja fá að vita hverjir ætli að svíkjast undan merkjum. Þetta eru sömu mennirnir og telja sig eiga Kópavog, að þeir geti gengið í sjóði bæjarins, fengið verkefni, lóðir, djobb og fyrirgreiðslu eins og þeim hentar. Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrirgreiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi. Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðgang að meðmælendalistum og upplýsingar um nöfn þeirra 120 íbúa sem þar er að finna. Byggingaverktakinn og skógræktarfrömuðurinn Bragi Michaelsson verður að finna þörf sinni til persónunjósna annan farveg. Hverjir styðja Næstbestaflokkinn til framboðs í kosningunum í vor er trúnaðarmál milli framboðsins og kjörstjórnar Kópavogs og verður það áfram. Það kemur hvorki Sjálfstæðisflokknum né Braga Michaelssyni nokkurn skapaðan hlut við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sjálfsagður og lýðræðislegur réttur hvers manns að taka þátt í stjórnmálum. Rétturinn til að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga er varinn með margvíslegum hætti. Þær hindranir sem frambjóðendur þurfa að yfirstíga eru ekki miklar. Í Kópavogi þurfa framboð að afla sér að lágmarki 80 undirskrifta frá kjósendum sem gefa þar með framboðinu tækifæri til að nýta sér þennan dýrmæta lýðræðisrétt sinn; að taka þátt í stjórn bæjarfélagsins. Þessari undirskrift fylgja engar kvaðir að nokkru leyti. Sjálf atkvæðagreiðslan á kjördag er enn sem komið er leynileg, sem betur fer. Engu að síður eru fjölmargir sem vilja ekki tengjast stjórnmálaflokkum á nokkurn hátt. Sjá þá sem gamaldags, spillta og vinna fyrst og fremst að sérhagsmunum fárra í stað þess að hugsa um hag samfélagsins. Undanfarna daga hafa frambjóðendur Næstbestaflokksins í Kópavogi safnað um 120 undirskriftum frá kjósendum sem staðfesta þar með að þeir styðji okkur til framboðs. Við hétum þessu fólki trúnaði, að þessar upplýsingar kæmu hvergi fram nema hjá kjörstjórn sem myndi síðan eyða þeim að kosningum loknum. Að engin skuldbinding fælist í undirskriftinni og þær yrðu hvergi birtar opinberlega. Að framboð okkar tengdist ekki neinum af starfandi stjórnmálaflokkum. Að frambjóðendur Næstbestaflokksins hefðu engin bein hagsmunatengsl við einstök fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök í bænum. Að við vildum vinna fyrir alla í Kópavogi, en ekki fyrir fáa útvalda.Fyrirgreiðslupólitík Nú hefur það fáheyrða gerst, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Bragi Michaelsson, óskar eftir því að fá afhenta meðmælendalista allra framboða til kosninganna í vor. Til hvers veit ég ekki. Eina skýringin sem hann gaf var sú að þetta hefði „alltaf verið gert“, sem er auðvitað firra. Stjórnmálaflokkar eru löngu hættir þessum ósið sem er ekkert annað en lágkúrulegar persónunjósnir. Það er nefnilega svo að sumir menn og flokkar telja sig „eiga“ atkvæði kjósenda í bænum og vilja fá að vita hverjir ætli að svíkjast undan merkjum. Þetta eru sömu mennirnir og telja sig eiga Kópavog, að þeir geti gengið í sjóði bæjarins, fengið verkefni, lóðir, djobb og fyrirgreiðslu eins og þeim hentar. Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrirgreiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi. Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðgang að meðmælendalistum og upplýsingar um nöfn þeirra 120 íbúa sem þar er að finna. Byggingaverktakinn og skógræktarfrömuðurinn Bragi Michaelsson verður að finna þörf sinni til persónunjósna annan farveg. Hverjir styðja Næstbestaflokkinn til framboðs í kosningunum í vor er trúnaðarmál milli framboðsins og kjörstjórnar Kópavogs og verður það áfram. Það kemur hvorki Sjálfstæðisflokknum né Braga Michaelssyni nokkurn skapaðan hlut við.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun