Þingmaður afhjúpar bullið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. maí 2014 07:00 Rétt þegar skrúðganga skuldaleiðréttingarinnar svokölluðu ætlar að fara að leggja af stað úr þinghúsinu stillir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér upp í hlutverki barnsins sem lýsir því yfir að keisarinn sé ekki í neinum fötum. Minnihlutaálit Péturs í efnahags- og viðskiptanefnd er vægast sagt afhjúpandi um allt bullið sem stjórnarmeirihlutinn hefur viðhaft um „skuldaleiðréttinguna“. Pétur bendir í fyrsta lagi á að það þurfi ekki að leiðrétta neitt; hvergi hafi verið skakkt reiknað. Það eigi einfaldlega að „lækka höfuðstól tiltekinna verðtryggðra fasteignalána einstaklinga án þess að í því felist einhver leiðrétting“. Í öðru lagi hrekur þingmaðurinn þá fullyrðingu að orðið hafi einhver sérstakur forsendubrestur sem þurfi að bæta upp með peningum úr ríkissjóði. Í janúar 2009 hafi ársverðbólgan verið 18,6 prósent og verðtryggð lán hafi hækkað um sama hlutfall. Þá hafi hins vegar aðeins verið sjö ár frá því að verðbólgan var 9,4 prósent. Enginn talaði þá í alvöru um skuldaleiðréttingu. Það má líka spyrja, fyrst fordæmið er komið, hvað ríkisstjórninni finnist að eigi að gera næst þegar verðbólgan rýkur af stað vegna gengisfalls – og það mun gerast ef við ætlum áfram að nota krónuna. Í þriðja lagi bendir Pétur á margvíslegt óréttlæti, sem felst í þessari millifærslu úr ríkissjóði. Fólk sem keypti jafnstóra íbúð á ólíkum tíma er í afar mismunandi stöðu. Pétur tekur dæmi af hjónum sem keyptu rétt fyrir aldamót, áður en húsnæðisverð rauk upp, og öðrum sem keyptu stuttu fyrir hrun. Fyrrnefndu hjónin hafa hagnazt á hækkun fasteignaverðs umfram verðlag en eigið fé þeirra síðarnefndu hefur brunnið upp og þau skulda meira en andvirði íbúðarinnar. Bæði fá „leiðréttingu“; þau fyrrnefndu þurfa hana ekki en þeim síðarnefndu bjargar hún ekki. Pétur tiltekur í fjórða lagi hópana sem enga leiðréttingu fá af því að þeir skulda ekki húsnæðislán, þrátt fyrir að hafa lent illa í verðbólgunni. Leigjendur borgi til dæmis oft verðtryggða leigu, en fái enga leiðréttingu. Þeir sem búa í skuldlausri íbúð, oft eldra fólk með lítinn lífeyri, fá ekki neitt. Í fimmta lagi vekur hann athygli á hlutskipti fólks sem skuldar verðtryggð lán vegna annars en húsnæðis, til dæmis námslán, og er því í svipaðri stöðu og húseigendur, en fær samt ekki neitt. Í sjötta lagi telur þingmaðurinn líklegt að Seðlabankinn muni hækka vexti vegna verðbólguáhrifa „skuldaleiðréttingarinnar“. Það muni íþyngja öllum heimilum og fyrirtækjum í landinu. Loks bendir Pétur á að margt annað mætti gera við 80 milljarða fyrst þeir eru til í ríkissjóði, til dæmis greiða niður skuldir hans. „Hér er um miklar upphæðir að ræða af skatttekjum ríkissjóðs: Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“ Þessi greining á málinu, unnin af einum af þingmönnum stjórnarinnar, sýnir vel hvað þetta mál er frá upphafi illa hugsað. Nú er það keyrt í gegnum þingið af því að loforðið um skuldaleiðréttinguna var lykill Framsóknarflokksins að stjórnarráðinu. Það er ágætt að einn – og jafnvel tveir – af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins skilur í hvaða vegferð sá flokkur hefur verið dreginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Rétt þegar skrúðganga skuldaleiðréttingarinnar svokölluðu ætlar að fara að leggja af stað úr þinghúsinu stillir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér upp í hlutverki barnsins sem lýsir því yfir að keisarinn sé ekki í neinum fötum. Minnihlutaálit Péturs í efnahags- og viðskiptanefnd er vægast sagt afhjúpandi um allt bullið sem stjórnarmeirihlutinn hefur viðhaft um „skuldaleiðréttinguna“. Pétur bendir í fyrsta lagi á að það þurfi ekki að leiðrétta neitt; hvergi hafi verið skakkt reiknað. Það eigi einfaldlega að „lækka höfuðstól tiltekinna verðtryggðra fasteignalána einstaklinga án þess að í því felist einhver leiðrétting“. Í öðru lagi hrekur þingmaðurinn þá fullyrðingu að orðið hafi einhver sérstakur forsendubrestur sem þurfi að bæta upp með peningum úr ríkissjóði. Í janúar 2009 hafi ársverðbólgan verið 18,6 prósent og verðtryggð lán hafi hækkað um sama hlutfall. Þá hafi hins vegar aðeins verið sjö ár frá því að verðbólgan var 9,4 prósent. Enginn talaði þá í alvöru um skuldaleiðréttingu. Það má líka spyrja, fyrst fordæmið er komið, hvað ríkisstjórninni finnist að eigi að gera næst þegar verðbólgan rýkur af stað vegna gengisfalls – og það mun gerast ef við ætlum áfram að nota krónuna. Í þriðja lagi bendir Pétur á margvíslegt óréttlæti, sem felst í þessari millifærslu úr ríkissjóði. Fólk sem keypti jafnstóra íbúð á ólíkum tíma er í afar mismunandi stöðu. Pétur tekur dæmi af hjónum sem keyptu rétt fyrir aldamót, áður en húsnæðisverð rauk upp, og öðrum sem keyptu stuttu fyrir hrun. Fyrrnefndu hjónin hafa hagnazt á hækkun fasteignaverðs umfram verðlag en eigið fé þeirra síðarnefndu hefur brunnið upp og þau skulda meira en andvirði íbúðarinnar. Bæði fá „leiðréttingu“; þau fyrrnefndu þurfa hana ekki en þeim síðarnefndu bjargar hún ekki. Pétur tiltekur í fjórða lagi hópana sem enga leiðréttingu fá af því að þeir skulda ekki húsnæðislán, þrátt fyrir að hafa lent illa í verðbólgunni. Leigjendur borgi til dæmis oft verðtryggða leigu, en fái enga leiðréttingu. Þeir sem búa í skuldlausri íbúð, oft eldra fólk með lítinn lífeyri, fá ekki neitt. Í fimmta lagi vekur hann athygli á hlutskipti fólks sem skuldar verðtryggð lán vegna annars en húsnæðis, til dæmis námslán, og er því í svipaðri stöðu og húseigendur, en fær samt ekki neitt. Í sjötta lagi telur þingmaðurinn líklegt að Seðlabankinn muni hækka vexti vegna verðbólguáhrifa „skuldaleiðréttingarinnar“. Það muni íþyngja öllum heimilum og fyrirtækjum í landinu. Loks bendir Pétur á að margt annað mætti gera við 80 milljarða fyrst þeir eru til í ríkissjóði, til dæmis greiða niður skuldir hans. „Hér er um miklar upphæðir að ræða af skatttekjum ríkissjóðs: Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“ Þessi greining á málinu, unnin af einum af þingmönnum stjórnarinnar, sýnir vel hvað þetta mál er frá upphafi illa hugsað. Nú er það keyrt í gegnum þingið af því að loforðið um skuldaleiðréttinguna var lykill Framsóknarflokksins að stjórnarráðinu. Það er ágætt að einn – og jafnvel tveir – af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins skilur í hvaða vegferð sá flokkur hefur verið dreginn.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun