Staðan í Reykjavík Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. maí 2014 07:00 Staðan í kosningabaráttunni í Reykjavík er að mörgu leyti athyglisverð. Fyrir það fyrsta er það að gerast sem fáir hefðu haft trú á fyrir fjórum árum, að arftaki framboðs Bezta flokksins og Samfylkingin virðast munu halda meirihluta í borginni. Að vísu stefnir í að valdahlutföllin verði öfug núna; Samfylkingin verði stærri flokkurinn og hefðbundinn pólitíkus setjist í stól borgarstjóra. Samfylkingin hefur þannig grætt á samstarfinu og Björt framtíð baðar sig líka í síðustu geislum sólar Jóns Gnarr. Brotthvarf hans af sviði borgarmálanna þýðir samt að engin, lítil eða lítt útfærð stefna Bjartrar framtíðar í mörgum stórum málum er ekki alveg eins hresst og skemmtilegt fyrirbæri og fyrir fjórum árum. Í öðru lagi stefnir í myndun einhvers konar blokkar í anda R-listans, bara án Framsóknarflokksins. Vinstri græn vilja ólm hengja sig utan á núverandi meirihluta, ef marka má viðtal við oddvitann Sóleyju Tómasdóttur í Reykjavík vikublaði. Í þriðja lagi er merkilegt að Píratar virðast ætla að ná manni inn í borgarstjórn. Píratarnir höfða aðallega til ungs fólks og í ljósi þess hvað stefna þeirra er óljós í mörgum málum er velgengnin aðallega til marks um að hefðbundnu flokkarnir ná ekki til yngri kjósenda og þurfa að hugsa sinn gang. Í fjórða lagi hefur augljóslega mistekizt að gera flugvallarmálið að stóra kosningamálinu í Reykjavík. Framboðið sem setti það mál á oddinn, Framsókn og flugvallarvinir, er með innan við fjögurra prósenta fylgi samkvæmt könnunum. Og það var meira að segja áður en oddviti listans bullaði sig endanlega út úr kosningabaráttunni. Önnur mál eiga augljóslega hug Reykvíkinga. Miðað við fylgi núverandi meirihlutaflokka liggur til dæmis í augum uppi að stefnan um þéttingu byggðar, fjölbreyttari samgöngukosti og aðalskipulag sem ýtir undir þetta tvennt á miklu fylgi að fagna. Í fimmta lagi mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki. Að hluta til er þar vafalaust um að kenna framgöngu flokksforystunnar á landsvísu, sem hefur gert hver mistökin á fætur öðrum. Sjálfstæðismenn í borginni hafa nefnilega sett fram sannferðugan valkost við vinstri stefnuna sem margt bendir til að ríki áfram í borgarstjórn. Það væri óneitanlega spennandi ef þeir næðu til dæmis þeim styrk að geta myndað meirihluta með Bjartri framtíð. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn virðast hins vegar hafa gert sömu mistök og flokkurinn á landsvísu; að sýna ekki nægilega breidd og vanrækja miðjufylgið. Þeir virðast vera hræddir við að segja að þeir styðji þéttari byggð og fjölbreytni í samgöngum, þótt þeir fari ekki fram af sama ákafa og meirihlutinn og hafi fyrirvara á núverandi stefnu. Þeir hafa heldur ekki flaggað þeim frambjóðendum sem hafa talað fyrir slíkum áherzlum og höfða fyrir vikið til miðjufylgisins. Miðað við kannanir gætu þeir frambjóðendur hreinlega dottið út úr borgarstjórn. Það er nefnilega fullt af fólki á miðjunni eða hægra megin við hana sem er hlynnt breyttu borgarskipulagi en vill líka lækka skatta og gjöld, auka valfrelsi um þjónustu Reykjavíkur og opna upplýsingar um stöðu skólanna í borginni, svo dæmi séu nefnd. Einhver nýtilkominn misskilningur um að hreintrúaður flokkur sé betri en stór flokkur hefur valdið því að sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa hingað til ekki náð til þessa fólks. Það er undarlegt, af því að breiddin er bæði á framboðslistanum og í stefnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Stephensen Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Staðan í kosningabaráttunni í Reykjavík er að mörgu leyti athyglisverð. Fyrir það fyrsta er það að gerast sem fáir hefðu haft trú á fyrir fjórum árum, að arftaki framboðs Bezta flokksins og Samfylkingin virðast munu halda meirihluta í borginni. Að vísu stefnir í að valdahlutföllin verði öfug núna; Samfylkingin verði stærri flokkurinn og hefðbundinn pólitíkus setjist í stól borgarstjóra. Samfylkingin hefur þannig grætt á samstarfinu og Björt framtíð baðar sig líka í síðustu geislum sólar Jóns Gnarr. Brotthvarf hans af sviði borgarmálanna þýðir samt að engin, lítil eða lítt útfærð stefna Bjartrar framtíðar í mörgum stórum málum er ekki alveg eins hresst og skemmtilegt fyrirbæri og fyrir fjórum árum. Í öðru lagi stefnir í myndun einhvers konar blokkar í anda R-listans, bara án Framsóknarflokksins. Vinstri græn vilja ólm hengja sig utan á núverandi meirihluta, ef marka má viðtal við oddvitann Sóleyju Tómasdóttur í Reykjavík vikublaði. Í þriðja lagi er merkilegt að Píratar virðast ætla að ná manni inn í borgarstjórn. Píratarnir höfða aðallega til ungs fólks og í ljósi þess hvað stefna þeirra er óljós í mörgum málum er velgengnin aðallega til marks um að hefðbundnu flokkarnir ná ekki til yngri kjósenda og þurfa að hugsa sinn gang. Í fjórða lagi hefur augljóslega mistekizt að gera flugvallarmálið að stóra kosningamálinu í Reykjavík. Framboðið sem setti það mál á oddinn, Framsókn og flugvallarvinir, er með innan við fjögurra prósenta fylgi samkvæmt könnunum. Og það var meira að segja áður en oddviti listans bullaði sig endanlega út úr kosningabaráttunni. Önnur mál eiga augljóslega hug Reykvíkinga. Miðað við fylgi núverandi meirihlutaflokka liggur til dæmis í augum uppi að stefnan um þéttingu byggðar, fjölbreyttari samgöngukosti og aðalskipulag sem ýtir undir þetta tvennt á miklu fylgi að fagna. Í fimmta lagi mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki. Að hluta til er þar vafalaust um að kenna framgöngu flokksforystunnar á landsvísu, sem hefur gert hver mistökin á fætur öðrum. Sjálfstæðismenn í borginni hafa nefnilega sett fram sannferðugan valkost við vinstri stefnuna sem margt bendir til að ríki áfram í borgarstjórn. Það væri óneitanlega spennandi ef þeir næðu til dæmis þeim styrk að geta myndað meirihluta með Bjartri framtíð. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn virðast hins vegar hafa gert sömu mistök og flokkurinn á landsvísu; að sýna ekki nægilega breidd og vanrækja miðjufylgið. Þeir virðast vera hræddir við að segja að þeir styðji þéttari byggð og fjölbreytni í samgöngum, þótt þeir fari ekki fram af sama ákafa og meirihlutinn og hafi fyrirvara á núverandi stefnu. Þeir hafa heldur ekki flaggað þeim frambjóðendum sem hafa talað fyrir slíkum áherzlum og höfða fyrir vikið til miðjufylgisins. Miðað við kannanir gætu þeir frambjóðendur hreinlega dottið út úr borgarstjórn. Það er nefnilega fullt af fólki á miðjunni eða hægra megin við hana sem er hlynnt breyttu borgarskipulagi en vill líka lækka skatta og gjöld, auka valfrelsi um þjónustu Reykjavíkur og opna upplýsingar um stöðu skólanna í borginni, svo dæmi séu nefnd. Einhver nýtilkominn misskilningur um að hreintrúaður flokkur sé betri en stór flokkur hefur valdið því að sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa hingað til ekki náð til þessa fólks. Það er undarlegt, af því að breiddin er bæði á framboðslistanum og í stefnunni.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun