Góð byrjun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. júní 2014 06:00 Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Nefndin slær engu föstu um útfærslu þessara ákvæða, heldur kallar eftir meiri rannsóknum og umræðu. Það er stóri munurinn á nálgun hennar og stjórnlagaráðsins, sem klúðraði verkefni sínu. Ráðið skellti fram illa ígrunduðum tillögum, sem fólu í sér mótsagnir og gríðarlega óvissu um stjórnskipunina og virtist halda að þar með væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar. Gallarnir höfðu ekki verið sniðnir af tillögum stjórnlagaráðs áður en efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær, sem rýrði stórlega gildi hennar. Stóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar. Flest bendir til að málið sé nú einmitt lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti. Þótt málin fjögur, sem eru til umfjöllunar í áfangaskýrslunni, séu minna umdeild en ýmsar aðrar tillögur til breytinga á stjórnarskránni, er að ýmsu að hyggja og augljóslega enn ekki full samstaða í stjórnarskrárnefndinni um hvernig eigi að leggja þau upp. Það er til dæmis ekki komin nein niðurstaða um hversu margar undirskriftir þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eða hvort og þá hvaða málaflokka eigi að undanskilja þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá nefndinni að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta almennings er áreiðanlega heppilegri farvegur en 26. grein stjórnarskrárinnar, sem gefur einum manni, forseta Íslands, geðþóttavald til að synja lögum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er hins vegar skrýtið að nefndin nefni þann möguleika að 26. greinin geti staðið efnislega óbreytt; það virðist liggja í augum uppi að geti þjóðin krafizt atkvæðagreiðslu um mál, er engin þörf á að forsetinn leiki hlutverk „öryggisventils“. Heimildarákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðastofnana er líklega sú breyting sem er brýnust, því að það liggur í augum uppi að margt af því samstarfi sem Ísland tekur nú þátt í, ekki sízt EES-samstarfið, felur í sér svo víðtækt valdaframsal að það hlýtur að brjóta núverandi stjórnarskrá. Vandséð er hins vegar hvaða tilgangi umræða í nefndinni þjónar, um að heimild til að framselja ríkisvald eigi kannski ekki að ná til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu af því að það framsal væri umfram „afmarkað svið“. Svo mikið er alltént víst að það valdaframsal sem þegar hefur átt sér stað vegna EES-samningsins er langt frá því að vera „afmarkað“. Þessi atriði og ýmis önnur eiga væntanlega eftir að fá víðtæka umræðu á kjörtímabilinu. Það er von til þess að í lok þess liggi fyrir gagnlegar breytingar á stjórnarskránni, sem nútímavæða hana og skýra, í stað hrærigrautarins sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Nefndin slær engu föstu um útfærslu þessara ákvæða, heldur kallar eftir meiri rannsóknum og umræðu. Það er stóri munurinn á nálgun hennar og stjórnlagaráðsins, sem klúðraði verkefni sínu. Ráðið skellti fram illa ígrunduðum tillögum, sem fólu í sér mótsagnir og gríðarlega óvissu um stjórnskipunina og virtist halda að þar með væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar. Gallarnir höfðu ekki verið sniðnir af tillögum stjórnlagaráðs áður en efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær, sem rýrði stórlega gildi hennar. Stóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar. Flest bendir til að málið sé nú einmitt lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti. Þótt málin fjögur, sem eru til umfjöllunar í áfangaskýrslunni, séu minna umdeild en ýmsar aðrar tillögur til breytinga á stjórnarskránni, er að ýmsu að hyggja og augljóslega enn ekki full samstaða í stjórnarskrárnefndinni um hvernig eigi að leggja þau upp. Það er til dæmis ekki komin nein niðurstaða um hversu margar undirskriftir þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eða hvort og þá hvaða málaflokka eigi að undanskilja þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá nefndinni að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta almennings er áreiðanlega heppilegri farvegur en 26. grein stjórnarskrárinnar, sem gefur einum manni, forseta Íslands, geðþóttavald til að synja lögum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er hins vegar skrýtið að nefndin nefni þann möguleika að 26. greinin geti staðið efnislega óbreytt; það virðist liggja í augum uppi að geti þjóðin krafizt atkvæðagreiðslu um mál, er engin þörf á að forsetinn leiki hlutverk „öryggisventils“. Heimildarákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðastofnana er líklega sú breyting sem er brýnust, því að það liggur í augum uppi að margt af því samstarfi sem Ísland tekur nú þátt í, ekki sízt EES-samstarfið, felur í sér svo víðtækt valdaframsal að það hlýtur að brjóta núverandi stjórnarskrá. Vandséð er hins vegar hvaða tilgangi umræða í nefndinni þjónar, um að heimild til að framselja ríkisvald eigi kannski ekki að ná til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu af því að það framsal væri umfram „afmarkað svið“. Svo mikið er alltént víst að það valdaframsal sem þegar hefur átt sér stað vegna EES-samningsins er langt frá því að vera „afmarkað“. Þessi atriði og ýmis önnur eiga væntanlega eftir að fá víðtæka umræðu á kjörtímabilinu. Það er von til þess að í lok þess liggi fyrir gagnlegar breytingar á stjórnarskránni, sem nútímavæða hana og skýra, í stað hrærigrautarins sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun