Too big to semj Pawel Bartoszek skrifar 27. júní 2014 10:40 Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetningu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Icelandair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopinberar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfsmenn eins fyrirtækis.Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Airways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leiguflugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjónustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Icelandair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Icelandair. Það hefði verið glatað fyrir marga aðila í ferðaþjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntanlega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftirspurnina. Þau hefðu getað stokkið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Icelandair heldur í krafti hefðarréttar. Samkeppni hefði eflst.Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínafgreiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyjar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíufélagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auðvitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóðhagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensínstöð en að breyta flugi. En samkeppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursamsalan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleiðendur væri það gott fyrir alla til lengdar.Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrirtæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjónustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetningu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Icelandair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopinberar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfsmenn eins fyrirtækis.Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Airways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leiguflugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjónustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Icelandair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Icelandair. Það hefði verið glatað fyrir marga aðila í ferðaþjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntanlega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftirspurnina. Þau hefðu getað stokkið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Icelandair heldur í krafti hefðarréttar. Samkeppni hefði eflst.Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínafgreiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyjar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíufélagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auðvitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóðhagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensínstöð en að breyta flugi. En samkeppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursamsalan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleiðendur væri það gott fyrir alla til lengdar.Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrirtæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjónustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun