Vottuðu og óvottuðu kjöti blandað saman Snærós Sindradóttir skrifar 1. júlí 2014 09:15 Ómögulegt er að segja til um hvort þessar kindur eru aldar við gæðastýrðan landbúnað eða ekki. Fréttablaðið/Vilhelm Lambakjöt úr gæðastýrðri framleiðslu er ekki sérstaklega merkt í verslunum. Það þýðir að neytendur vita ekki hvernig eftirliti hefur verið háttað við framleiðslu á kjötinu sem þeir kaupa. 7,3 prósent af lambakjöti á markaði koma ekki frá gæðastýrðum býlum. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sauðfjárbændur vilji gjarnan sérmerkja kjöt sem kemur frá gæðastýrðum býlum. Það strandi á vilja sláturhúsanna sem hafi hingað til blandað kjöti saman án aðgreiningar. Þórarinn Ingi Pétursson„Sláturleyfishafarnir kaupa af okkur kjötið. Eftir að þeir hafa keypt vöruna er erfiðara fyrir okkur bændur að hafa bein áhrif á það hvernig henni er ráðstafað.“ Þórarinn segir að mikilvægt sé að neytendur komi kröfum sínum um merkingu á vörum á framfæri. „Sauðfjárbændur vilja koma til móts við neytendur eins og mögulegt er. Ef krafan frá neytendum kemur almennilega fram þá er ekkert annað í stöðunni en að bregðast við.“ Þeir bændur sem ekki fylgja gæðastýringu eru í minnihluta. Sérstakar greiðslur, rúmlega 156 krónur á kílóið, leggjast ofan á framleiðslu þeirra sem fylgja gæðastýringu og með þeim hætti hafa bændur verið hvattir til að taka þátt í kerfinu. Gæðastýringarálagið nemur um fjórðungi af tekjum sauðfjárbænda. Þórarinn segir að þeir sem ekki fylgi gæðastýringu hafi ýmist ekki áhuga á því sem henni fylgir, svo sem aukinni skriffinnsku, eða uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til að hljóta vottunina. Steinþór SkúlasonSteinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa og forstjóri SS, segir að þrátt fyrir að sum býli fylgi ekki gæðastýringu þýði það ekki að gæði kjötsins séu minni. „Varan er metin í sláturhúsi gegnum kjötmat og eftirlit dýralækna. Ég hef ekki séð neinn halda því fram að það sé gæðamunur á afurðunum. Þetta snýst fyrst og fremst um að stuðla að betri búskaparháttum.“ Steinþór segir að engin umræða hafi verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt.“ Tilgangur gæðastýringar að búa beturGæðastýringu í sauðfjárrækt var komið á með reglugerð árið 2000. Það sem vegur þyngst í gæðastýringu er krafan um skynsamlega nýtingu beitilands. Við kaup á gæðastýrðu kjöti er því hægt að ganga að því vísu að við framleiðsluna hafi ekki verið gengið of nærri landinu með ofbeit. Þess er krafist að bændur skili inn upplýsingum um lyfjanotkun og veikindi dýra sem og áburðarnotkun á tún og fóðurmagn til skepnanna. Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Lambakjöt úr gæðastýrðri framleiðslu er ekki sérstaklega merkt í verslunum. Það þýðir að neytendur vita ekki hvernig eftirliti hefur verið háttað við framleiðslu á kjötinu sem þeir kaupa. 7,3 prósent af lambakjöti á markaði koma ekki frá gæðastýrðum býlum. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sauðfjárbændur vilji gjarnan sérmerkja kjöt sem kemur frá gæðastýrðum býlum. Það strandi á vilja sláturhúsanna sem hafi hingað til blandað kjöti saman án aðgreiningar. Þórarinn Ingi Pétursson„Sláturleyfishafarnir kaupa af okkur kjötið. Eftir að þeir hafa keypt vöruna er erfiðara fyrir okkur bændur að hafa bein áhrif á það hvernig henni er ráðstafað.“ Þórarinn segir að mikilvægt sé að neytendur komi kröfum sínum um merkingu á vörum á framfæri. „Sauðfjárbændur vilja koma til móts við neytendur eins og mögulegt er. Ef krafan frá neytendum kemur almennilega fram þá er ekkert annað í stöðunni en að bregðast við.“ Þeir bændur sem ekki fylgja gæðastýringu eru í minnihluta. Sérstakar greiðslur, rúmlega 156 krónur á kílóið, leggjast ofan á framleiðslu þeirra sem fylgja gæðastýringu og með þeim hætti hafa bændur verið hvattir til að taka þátt í kerfinu. Gæðastýringarálagið nemur um fjórðungi af tekjum sauðfjárbænda. Þórarinn segir að þeir sem ekki fylgi gæðastýringu hafi ýmist ekki áhuga á því sem henni fylgir, svo sem aukinni skriffinnsku, eða uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til að hljóta vottunina. Steinþór SkúlasonSteinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa og forstjóri SS, segir að þrátt fyrir að sum býli fylgi ekki gæðastýringu þýði það ekki að gæði kjötsins séu minni. „Varan er metin í sláturhúsi gegnum kjötmat og eftirlit dýralækna. Ég hef ekki séð neinn halda því fram að það sé gæðamunur á afurðunum. Þetta snýst fyrst og fremst um að stuðla að betri búskaparháttum.“ Steinþór segir að engin umræða hafi verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt.“ Tilgangur gæðastýringar að búa beturGæðastýringu í sauðfjárrækt var komið á með reglugerð árið 2000. Það sem vegur þyngst í gæðastýringu er krafan um skynsamlega nýtingu beitilands. Við kaup á gæðastýrðu kjöti er því hægt að ganga að því vísu að við framleiðsluna hafi ekki verið gengið of nærri landinu með ofbeit. Þess er krafist að bændur skili inn upplýsingum um lyfjanotkun og veikindi dýra sem og áburðarnotkun á tún og fóðurmagn til skepnanna.
Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira