Fyrirgefning í stað hefndar Elín Hirst skrifar 23. júlí 2014 07:00 Óhugnanlegri atburðir eiga sér nú stað fyrir botni Miðjarðarhafs en orð fá lýst. Mörg hundruð óbreyttir borgarar hafa látist, flestir Palestínumenn, þar á meðal fjöldi saklausra barna. Kveikja átakanna er eins og oft áður hefnd. Í þetta sinn vegna morða á þremur ísraelskum ungmennum í júnímánuði. Þessir atburðir hafa haft sterk áhrif á íslenska þjóðarsál. Flest erum við þannig af guði gerð að við viljum hjálpa og koma góðu til leiðar, en upplifum okkur eðlilega vanmáttug í harðvítugum milliríkjadeilum eins og þessari. Er það nokkuð skrýtið þegar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mistekst að miðla málum og Bandaríkjamenn sem og önnur stórveldi standa ráðþrota vegna deilunnar. Árið 2011 urðu Íslendingar fyrstir vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínuríkis. Þar kvað við nýjan tón á Vesturlöndum í stuðningi við þetta undirokaða ríki sem vert er að vera stoltur af. Íslensk stjórnvöld hafa einnig brugðist hart við þeim átökum sem nú geisa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst þungum áhyggjum af átökunum og harmað að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gasa. Hann fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það sé skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gasa sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verði árásum á Ísrael að linna þegar í stað. Nýjustu fregnir eru að íslensk stjórnvöld ætli að verja tólf milljónum króna til neyðaraðstoðar á Gasa, en yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Þá hefur verið boðað til aukafundar í utanríkismálanefnd Alþingis og er það von mín að nefndin sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þessa máls á næstu dögum. Við það tækifæri ættu þingmenn að slá nýjan tón alveg eins og þegar Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með því að hvetja Ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að fara leið Nelsons Mandela í Suður-Afríku; að skapa frið með fyrirgefningu í stað hefndar. Það er eina færa leiðin. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á Ingólfstorg í dag klukkan 17 til þess að sýna samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Elín Hirst Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Óhugnanlegri atburðir eiga sér nú stað fyrir botni Miðjarðarhafs en orð fá lýst. Mörg hundruð óbreyttir borgarar hafa látist, flestir Palestínumenn, þar á meðal fjöldi saklausra barna. Kveikja átakanna er eins og oft áður hefnd. Í þetta sinn vegna morða á þremur ísraelskum ungmennum í júnímánuði. Þessir atburðir hafa haft sterk áhrif á íslenska þjóðarsál. Flest erum við þannig af guði gerð að við viljum hjálpa og koma góðu til leiðar, en upplifum okkur eðlilega vanmáttug í harðvítugum milliríkjadeilum eins og þessari. Er það nokkuð skrýtið þegar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mistekst að miðla málum og Bandaríkjamenn sem og önnur stórveldi standa ráðþrota vegna deilunnar. Árið 2011 urðu Íslendingar fyrstir vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínuríkis. Þar kvað við nýjan tón á Vesturlöndum í stuðningi við þetta undirokaða ríki sem vert er að vera stoltur af. Íslensk stjórnvöld hafa einnig brugðist hart við þeim átökum sem nú geisa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst þungum áhyggjum af átökunum og harmað að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gasa. Hann fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það sé skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gasa sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verði árásum á Ísrael að linna þegar í stað. Nýjustu fregnir eru að íslensk stjórnvöld ætli að verja tólf milljónum króna til neyðaraðstoðar á Gasa, en yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Þá hefur verið boðað til aukafundar í utanríkismálanefnd Alþingis og er það von mín að nefndin sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þessa máls á næstu dögum. Við það tækifæri ættu þingmenn að slá nýjan tón alveg eins og þegar Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með því að hvetja Ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að fara leið Nelsons Mandela í Suður-Afríku; að skapa frið með fyrirgefningu í stað hefndar. Það er eina færa leiðin. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á Ingólfstorg í dag klukkan 17 til þess að sýna samstöðu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun