Staðið í lappirnar gagnvart Rússum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. ágúst 2014 06:00 Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutningsvörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórnvöld hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn til Rússlands getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum talsverðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslendinga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efnahag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutningsvörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórnvöld hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn til Rússlands getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum talsverðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslendinga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efnahag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun