Framsókn hatursins Magnús Már Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2014 14:55 Afar ógeðfelld og óvægin umræða fór fram um múslima og byggingu mosku í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum. Upphafið má rekja til umdeildra ummæla oddvita Framsóknarflokksins. Umræðan sem fór af stað í kjölfarið var mun grófari í garð múslima en þekkst hefur. Ein af ástæðunum er vafalítið sú að opinberar persónur – frambjóðendur til borgarstjórnar og áhrifafólk – gáfu umræðunni samfélagslegt samþykki með orðum sínum og gjörðum. Það er í það minnsta niðurstaða umfangsmikillar greiningar á hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla sem Bjarney Friðriksdóttir, doktorsnemi í Evrópulöggjöf, vann að frumkvæði mannréttindaráðs Reykjavíkur og var nýverið kynnt. Greininguna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is.Hótað lífláti Sá hluti úttektarinnar sem snýr að moskumálinu byggir á um tæplega 6.000 ummælum. Þar má finna ummæli sem gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt almennum hegningarlögum, t.a.m. var fyrrverandi formanni Félags múslima á Íslandi hótað lífláti. Á umræðuþráðum eru ummæli sem einkennast af nýrasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju. Rauður þráður í þessum ummælum er að hættulegt sé að leyfa byggingu mosku, það muni leiða til þess að múslimum fjölgi gríðarlega mikið og að þeir muni taki að lokum yfir landið. Í mörgum tilfellum settu þátttakendur inn slóðir á myndbönd sem ætlað er að sýna fram á slæmar afleiðingar þess að leyfa múslimum að búa á Íslandi og byggingu mosku.Samfélagslegt samþykki áhrifafólks Upphaf þessarar ógeðfelldu umræðu má rekja til ummæla oddvita Framsóknarflokksins, en framboð flokksins mældist ekki með mann inni í skoðanakönnunum þegar þau féllu. Það breyttist skömmu eftir að umræðan hófst og skilaði að lokum tveimur sætum í borgarstjórn Reykjavíkur. Kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins, þar á meðal ráðherra jafnréttismála, tjáðu sig ekki um málið í langan tíma og leyfðu þannig umræðunni að grassera.Óstjórntækur flokkur Þögn forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var æpandi. Þegar hann loksins tjáði sig um málið var innihaldið afar rýrt. Hann hafnaði ekki málflutningi oddvitans og sagði þess í stað umræðuna hér á landi ekki nógu frjálslynda og að mjög fáir stjórnmálamenn þyrðu að ögra og vekja athygli á málum sem skipta máli. Skömm Framsóknarflokksins er mikil. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri og úrsagnir úr Framsóknarflokknum hefur flokksforystan og flokkurinn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. Réttast væri að Framsóknarflokkurinn bæðist formlega afsökunar. Framsóknarflokkurinn er ekki stjórntækur eins og málin standa og er í rauninni ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert athugasemdir við þetta útspil samstarfsflokksins í ríkisstjórn.Fjölbreytt þjóðfélag Íslenskt þjóðfélag er fjölbreytt og því ber að fagna. Að mati mannréttindaráðs Reykjavíkur er mikilvægt að uppræta hinar ýmsu staðalmyndir m.a. þjóðerna og trúarbragða, líkt og fram kemur í bókun ráðsins í tilefni af útgáfu greiningarinnar. Til þess þarf að efla fræðslu og umræðu og temja sér virðingu gagnvart samborgurum sínum. Virðingarvert væri ef Framsóknarflokkurinn gerði einmitt það og bæðist afsökunar á hlut sínum í moskumálinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Afar ógeðfelld og óvægin umræða fór fram um múslima og byggingu mosku í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum. Upphafið má rekja til umdeildra ummæla oddvita Framsóknarflokksins. Umræðan sem fór af stað í kjölfarið var mun grófari í garð múslima en þekkst hefur. Ein af ástæðunum er vafalítið sú að opinberar persónur – frambjóðendur til borgarstjórnar og áhrifafólk – gáfu umræðunni samfélagslegt samþykki með orðum sínum og gjörðum. Það er í það minnsta niðurstaða umfangsmikillar greiningar á hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla sem Bjarney Friðriksdóttir, doktorsnemi í Evrópulöggjöf, vann að frumkvæði mannréttindaráðs Reykjavíkur og var nýverið kynnt. Greininguna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is.Hótað lífláti Sá hluti úttektarinnar sem snýr að moskumálinu byggir á um tæplega 6.000 ummælum. Þar má finna ummæli sem gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt almennum hegningarlögum, t.a.m. var fyrrverandi formanni Félags múslima á Íslandi hótað lífláti. Á umræðuþráðum eru ummæli sem einkennast af nýrasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju. Rauður þráður í þessum ummælum er að hættulegt sé að leyfa byggingu mosku, það muni leiða til þess að múslimum fjölgi gríðarlega mikið og að þeir muni taki að lokum yfir landið. Í mörgum tilfellum settu þátttakendur inn slóðir á myndbönd sem ætlað er að sýna fram á slæmar afleiðingar þess að leyfa múslimum að búa á Íslandi og byggingu mosku.Samfélagslegt samþykki áhrifafólks Upphaf þessarar ógeðfelldu umræðu má rekja til ummæla oddvita Framsóknarflokksins, en framboð flokksins mældist ekki með mann inni í skoðanakönnunum þegar þau féllu. Það breyttist skömmu eftir að umræðan hófst og skilaði að lokum tveimur sætum í borgarstjórn Reykjavíkur. Kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins, þar á meðal ráðherra jafnréttismála, tjáðu sig ekki um málið í langan tíma og leyfðu þannig umræðunni að grassera.Óstjórntækur flokkur Þögn forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var æpandi. Þegar hann loksins tjáði sig um málið var innihaldið afar rýrt. Hann hafnaði ekki málflutningi oddvitans og sagði þess í stað umræðuna hér á landi ekki nógu frjálslynda og að mjög fáir stjórnmálamenn þyrðu að ögra og vekja athygli á málum sem skipta máli. Skömm Framsóknarflokksins er mikil. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri og úrsagnir úr Framsóknarflokknum hefur flokksforystan og flokkurinn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. Réttast væri að Framsóknarflokkurinn bæðist formlega afsökunar. Framsóknarflokkurinn er ekki stjórntækur eins og málin standa og er í rauninni ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert athugasemdir við þetta útspil samstarfsflokksins í ríkisstjórn.Fjölbreytt þjóðfélag Íslenskt þjóðfélag er fjölbreytt og því ber að fagna. Að mati mannréttindaráðs Reykjavíkur er mikilvægt að uppræta hinar ýmsu staðalmyndir m.a. þjóðerna og trúarbragða, líkt og fram kemur í bókun ráðsins í tilefni af útgáfu greiningarinnar. Til þess þarf að efla fræðslu og umræðu og temja sér virðingu gagnvart samborgurum sínum. Virðingarvert væri ef Framsóknarflokkurinn gerði einmitt það og bæðist afsökunar á hlut sínum í moskumálinu.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun