Andstaða á röngum forsendum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Umtalsverð andstaða er við áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu, í þá átt að einfalda það, samræma skattþrepin í áföngum og fækka undanþágum. Að einhverju leyti virðist þessi andstaða byggð á misskilningi eða röngum forsendum. Þannig leggjast bæði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, gegn breytingunni í samtölum við Fréttablaðið í gær á þeirri forsendu að hækkun skatts á matvæli muni koma illa niður á láglaunafólki. Það liggja hins vegar fyrir áreiðanleg gögn úr neyzlukönnunum Hagstofunnar, sem sýna að það er sáralítill munur á því hlutfalli neyzluútgjalda sinna sem fólkið í neðsta fjórðungi tekjustigans ver í vörur í lægra skattþrepinu og á því sem hinir tekjuhærri eyða í slíkar vörur og þjónustu. Hækkun á neðra þrepinu kemur því ekki að ráði verr við þá sem hafa lægri laun en aðra. Samtök atvinnulífsins bentu á það í gær að ef miðað væri við að virðisaukaskattur á þessum vörum yrði hækkaður í 11 prósent samsvaraði núverandi skattþrep, sem er sjö prósent, 5,3 milljörðum króna. Um 60 prósent þeirrar fjárhæðar renna hins vegar til heimila með tekjur yfir meðallagi, sem er augljóslega óskynsamleg leið til að hjálpa þeim sem hafa lægstu launin. Það er miklu ódýrari tekjujöfnunarleið að hjálpa láglaunafjölskyldum með hærri barna- eða vaxtabótum. Það er hluti af áformum fjármálaráðherrans. Auk þess er áformað að lækka efra þrep virðisaukaskattsins, sem langstærstur hluti vöru og þjónustu er í, og afleggja vörugjöld þannig að á heildina litið muni breytingarnar ekki skerða kaupmátt. Það er sömuleiðis full ástæða til að fækka undanþágum í kerfinu varðandi aðra vöru en matvöru. Karl Garðarsson bendir réttilega á það í Fréttablaðinu í gær að það sé tímabært að endurskoða þá ákvörðun að hætta við að færa hótel- og gistiþjónustu í hærra skattþrep. Fyrir þeirri hækkun eru nefnilega málefnaleg rök. Ástæðan fyrir því að hún var misráðin á sínum tíma var að atvinnugreininni var ekki gefinn tími til að bregðast við henni. Bækur og tónlist eru í lægra þrepi virðisaukaskatts eins og matvara. Hagsmunaaðilar í bókaútgáfu telja að nú sé einmitt tíminn til að afnema virðisaukaskattinn af bókum með öllu, en þangað til fyrir sjö árum báru bækur fullan virðisaukaskatt. Skattaafslátturinn sem þá var veittur var meðal annars hugsaður til að ýta undir blómlega útgáfu íslenzkrar tónlistar og bóka, en aftur má spyrja: Er skattaafsláttur, sem nær þá til allra bóka og geisladiska, líka erlendra, skilvirk leið til slíks? Er ekki nær að nýta hluta teknanna sem koma inn af samræmingu skattþrepanna í sjóði til að styrkja þessar listgreinar? Það er hagkvæmara að styrkja lágtekjufólk og listgreinar með beinum framlögum en að flækja skattkerfið til að ná fram fremur óljósum markmiðum. Meðal annars á þeim forsendum þarf að ræða hugmyndir fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umtalsverð andstaða er við áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu, í þá átt að einfalda það, samræma skattþrepin í áföngum og fækka undanþágum. Að einhverju leyti virðist þessi andstaða byggð á misskilningi eða röngum forsendum. Þannig leggjast bæði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, gegn breytingunni í samtölum við Fréttablaðið í gær á þeirri forsendu að hækkun skatts á matvæli muni koma illa niður á láglaunafólki. Það liggja hins vegar fyrir áreiðanleg gögn úr neyzlukönnunum Hagstofunnar, sem sýna að það er sáralítill munur á því hlutfalli neyzluútgjalda sinna sem fólkið í neðsta fjórðungi tekjustigans ver í vörur í lægra skattþrepinu og á því sem hinir tekjuhærri eyða í slíkar vörur og þjónustu. Hækkun á neðra þrepinu kemur því ekki að ráði verr við þá sem hafa lægri laun en aðra. Samtök atvinnulífsins bentu á það í gær að ef miðað væri við að virðisaukaskattur á þessum vörum yrði hækkaður í 11 prósent samsvaraði núverandi skattþrep, sem er sjö prósent, 5,3 milljörðum króna. Um 60 prósent þeirrar fjárhæðar renna hins vegar til heimila með tekjur yfir meðallagi, sem er augljóslega óskynsamleg leið til að hjálpa þeim sem hafa lægstu launin. Það er miklu ódýrari tekjujöfnunarleið að hjálpa láglaunafjölskyldum með hærri barna- eða vaxtabótum. Það er hluti af áformum fjármálaráðherrans. Auk þess er áformað að lækka efra þrep virðisaukaskattsins, sem langstærstur hluti vöru og þjónustu er í, og afleggja vörugjöld þannig að á heildina litið muni breytingarnar ekki skerða kaupmátt. Það er sömuleiðis full ástæða til að fækka undanþágum í kerfinu varðandi aðra vöru en matvöru. Karl Garðarsson bendir réttilega á það í Fréttablaðinu í gær að það sé tímabært að endurskoða þá ákvörðun að hætta við að færa hótel- og gistiþjónustu í hærra skattþrep. Fyrir þeirri hækkun eru nefnilega málefnaleg rök. Ástæðan fyrir því að hún var misráðin á sínum tíma var að atvinnugreininni var ekki gefinn tími til að bregðast við henni. Bækur og tónlist eru í lægra þrepi virðisaukaskatts eins og matvara. Hagsmunaaðilar í bókaútgáfu telja að nú sé einmitt tíminn til að afnema virðisaukaskattinn af bókum með öllu, en þangað til fyrir sjö árum báru bækur fullan virðisaukaskatt. Skattaafslátturinn sem þá var veittur var meðal annars hugsaður til að ýta undir blómlega útgáfu íslenzkrar tónlistar og bóka, en aftur má spyrja: Er skattaafsláttur, sem nær þá til allra bóka og geisladiska, líka erlendra, skilvirk leið til slíks? Er ekki nær að nýta hluta teknanna sem koma inn af samræmingu skattþrepanna í sjóði til að styrkja þessar listgreinar? Það er hagkvæmara að styrkja lágtekjufólk og listgreinar með beinum framlögum en að flækja skattkerfið til að ná fram fremur óljósum markmiðum. Meðal annars á þeim forsendum þarf að ræða hugmyndir fjármálaráðherra.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun