Ferðaþjónustan getur greitt sitt Mikael Torfason skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskatti og stefnt er að því að þær breytingar taki gildi um næstu áramót. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum Bylgjunnar í síðustu viku að þessar breytingar ættu að ná til ferðaþjónustunnar sem býr við flókið og torskilið skattkerfi. „Þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins,“ sagði Vigdís. Á Íslandi er virðisaukaskattur ýmist sjö eða tuttugu og fimm komma fimm prósent. Reyndar er þetta enn flóknara þegar ferðaþjónustan er annars vegar því sumt ber engan virðisaukaskatt, eins og til dæmis fólksflutningar, innanlands- og millilandaflug auk fargjalds í ferjur og hópferðabíla og auðvitað leigubíla. Það er enginn virðisaukaskattur rukkaður þegar þú tekur leigubíl en ef þú leigir bílaleigubíl er vaskurinn svokallaði tuttugu og fimm komma fimm prósent. Flækjustigið endar ekki hér því ef þú leigir þér kajak eða hest eða köfunarbúnað þarftu að borga vask. En ef um skipulagða hópferð er að ræða með fararstjóra þá er enginn vaskur af hvalaskoðuninni, hestaferðinni eða sjóstangaveiðinni. Alls konar glufur eru í kerfinu sem valda ruglingi eins og til dæmis að ef einhver kaupir sér leyfi til að veiða fimm fiska í vatni þarf söluaðili að rukka virðisaukaskatt en veiðileyfi í vatni, ef ekki er tilgreint hversu margir fiskar ætlað er að veiðist, er leyfið undanþegið vaski. Eins og Vigdís benti á í síðustu viku þá var þetta kerfi á sínum tíma hugsað til að styðja við nýja atvinnugrein sem átti erfitt uppdráttar. Nú hins vegar er þetta orðin ein aðalatvinnugrein okkar og svo mikil er sóknin og aukningin að það stórsér á landinu okkar. Ríkiskassinn þarf tilfinnanlega á fjármunum að halda til að mæta þessum mikla ágangi ferðamanna og því sjálfsagt að rukka virðisaukaskatt. Bjarni Benediktsson hefur boðað að breytingarnar sem hann vill gera á kerfinu séu til einföldunar, lækka jafnvel efra þrepið og hækka það neðra og fækka undanþágum; skynsamlegt því undanþágurnar eiga að vera fáar sem engar. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð. Hugsanlega geta einhverjar undanþágur frá þeirri reglu verið nauðsynlegar en það verður að hugsa þá hugsun til enda og heildrænt. Ekki þýðir að miða við stöðu einhvers eins í dag, ef það leiðir óhjákvæmilega til kerfis sem er óskiljanlegt og götótt – stagbæta svo í glufurnar þannig að þetta fer meira og minna í sjálft sig. Að öllu jöfnu ætti skattkerfið að vera einfalt, gegnsætt og beinskeytt. Að menn gleymi ekki tilganginum. Þannig er það ekki í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskatti og stefnt er að því að þær breytingar taki gildi um næstu áramót. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum Bylgjunnar í síðustu viku að þessar breytingar ættu að ná til ferðaþjónustunnar sem býr við flókið og torskilið skattkerfi. „Þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins,“ sagði Vigdís. Á Íslandi er virðisaukaskattur ýmist sjö eða tuttugu og fimm komma fimm prósent. Reyndar er þetta enn flóknara þegar ferðaþjónustan er annars vegar því sumt ber engan virðisaukaskatt, eins og til dæmis fólksflutningar, innanlands- og millilandaflug auk fargjalds í ferjur og hópferðabíla og auðvitað leigubíla. Það er enginn virðisaukaskattur rukkaður þegar þú tekur leigubíl en ef þú leigir bílaleigubíl er vaskurinn svokallaði tuttugu og fimm komma fimm prósent. Flækjustigið endar ekki hér því ef þú leigir þér kajak eða hest eða köfunarbúnað þarftu að borga vask. En ef um skipulagða hópferð er að ræða með fararstjóra þá er enginn vaskur af hvalaskoðuninni, hestaferðinni eða sjóstangaveiðinni. Alls konar glufur eru í kerfinu sem valda ruglingi eins og til dæmis að ef einhver kaupir sér leyfi til að veiða fimm fiska í vatni þarf söluaðili að rukka virðisaukaskatt en veiðileyfi í vatni, ef ekki er tilgreint hversu margir fiskar ætlað er að veiðist, er leyfið undanþegið vaski. Eins og Vigdís benti á í síðustu viku þá var þetta kerfi á sínum tíma hugsað til að styðja við nýja atvinnugrein sem átti erfitt uppdráttar. Nú hins vegar er þetta orðin ein aðalatvinnugrein okkar og svo mikil er sóknin og aukningin að það stórsér á landinu okkar. Ríkiskassinn þarf tilfinnanlega á fjármunum að halda til að mæta þessum mikla ágangi ferðamanna og því sjálfsagt að rukka virðisaukaskatt. Bjarni Benediktsson hefur boðað að breytingarnar sem hann vill gera á kerfinu séu til einföldunar, lækka jafnvel efra þrepið og hækka það neðra og fækka undanþágum; skynsamlegt því undanþágurnar eiga að vera fáar sem engar. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð. Hugsanlega geta einhverjar undanþágur frá þeirri reglu verið nauðsynlegar en það verður að hugsa þá hugsun til enda og heildrænt. Ekki þýðir að miða við stöðu einhvers eins í dag, ef það leiðir óhjákvæmilega til kerfis sem er óskiljanlegt og götótt – stagbæta svo í glufurnar þannig að þetta fer meira og minna í sjálft sig. Að öllu jöfnu ætti skattkerfið að vera einfalt, gegnsætt og beinskeytt. Að menn gleymi ekki tilganginum. Þannig er það ekki í dag.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun