Heldur EES-samningurinn velli? Björgvin Guðmundsson skrifar 1. september 2014 00:00 Íslenskir stjórnmálamenn keppast við að hæla EES-samningnum, þ.e. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira að segja þeir stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðild Íslands að ESB, segja að EES dugi okkur og að Ísland þurfi ekki nánara samband við Evrópu. Stjórnarflokkarnir virðast ánægðir með EES enda þótt þeir berjist hatramlega gegn Evrópusambandinu, sem er meginstoð EES og heldur því uppi. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan hátt, þar eð Framsókn var andvíg EES, þegar Ísland gerðist þar aðili. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild að EES. Halldór Ásgrímsson sat hjá. Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hafði forustu fyrir því, að Ísland gerðist aðili að EES og fékk Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á það, þegar samstjórn Jóns Baldvins og Davíðs (Viðeyjarstjórnin) sat við völd. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið andvígur aðild að EES.Fengum frelsin fjögur EES, Evrópska efnahagssvæðið, er fríverslunarsamningur milli EFTA og ESB en það er mikið meira: Það er samningur um frelsin fjögur: Frjálst vöruflæði, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa vinnuaflsflutninga og frjálsa þjónustuflutninga. EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins eins og við værum í ESB. Við höfum rétt til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæði ESB, frjálsan rétt til atvinnurekstrar. Það er gagnkvæmur réttur. Við njótum tollfrelsis fyrir okkar iðnaðarvörur og nær allar okkar sjávarafurðir á öllum markaði ESB. En við þurfum ekki að sæta ytri tolli ESB, þar eð við erum ekki í tollabandalagi ESB heldur aðeins í fríverslunarbandalagi við það. En við verðum að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án þess að hafa verið með í að semja þær. Þessar tilskipanir og reglur renna fyrirstöðulaust gegnum Alþingi. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna EFTA-ríkin og þar á meðal Ísland samþykktu að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án aðkomu að samþykkt þeirra. Það er aðeins ein skýring þar á: Þetta var hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, sem gilda átti í skamman tíma þar til EFTA-ríkin gerðust aðilar að ESB. Þetta fyrirkomulag var ekki hugsað til frambúðar.Brot á stjórnarskrá? Þegar Ísland gerðist aðili að EES, urðu miklar deilur hér á landi um það hvort það stæðist stjórnarskrá, að Ísland samþykkti yfirþjóðlegt vald eins og ESB og tæki fyrirstöðulaust við tilskipunum þaðan. Vissulega orkar það tvímælis. Ísland hefur m.ö.o. þegar afsalað sér ákveðnu fullveldi með aðild að EES og það breytist lítið sem ekkert við aðild að ESB. Sumir telja jafnvel, að það auki fullveldi okkar að ganga í ESB og verða með í ákvarðanatöku þar í stað þess að taka við tilskipunum þaðan án aðkomu. Það er þess vegna undarlegt að þeir sem segjast standa vörð um fullveldi Ísland skuli lofa og prísa EES en gagnrýna ESB harðlega og segja að ef Ísland gangi í ESB skerðist fullveldi landsins. (Það er búið að skerðast.)EES-samningurinn í hættu Þess hefur orðið vart að ESB hefur minni áhuga á EES-samningnum en áður. Það er þess vegna ekki öruggt að samningurinn haldi til lengdar. EFTA-stoðin undir samningnum er einnig mjög veik. Í EFTA eru aðeins þrjú lönd á móti 28 ríkjum ESB. Í EFTA eru Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í EFTA, felldi aðild að EES. Noregur er langríkast af EFTA-ríkjunum og greiðir mest til EES-samningsins. Ef Noregur gengur í ESB fellur EES. Það getur ekki staðið án Noregs. Áhugi ESB á EES hefur ekki aukist við hatrammar árásir núverandi ríkisstjórnar á ESB. Áhugi ESB á EES var lítill áður og hann minnkar enn. Ég óttast að ESB falli frá samningnum um EES innan ekki langs tíma. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn keppast við að hæla EES-samningnum, þ.e. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira að segja þeir stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðild Íslands að ESB, segja að EES dugi okkur og að Ísland þurfi ekki nánara samband við Evrópu. Stjórnarflokkarnir virðast ánægðir með EES enda þótt þeir berjist hatramlega gegn Evrópusambandinu, sem er meginstoð EES og heldur því uppi. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan hátt, þar eð Framsókn var andvíg EES, þegar Ísland gerðist þar aðili. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild að EES. Halldór Ásgrímsson sat hjá. Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hafði forustu fyrir því, að Ísland gerðist aðili að EES og fékk Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á það, þegar samstjórn Jóns Baldvins og Davíðs (Viðeyjarstjórnin) sat við völd. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið andvígur aðild að EES.Fengum frelsin fjögur EES, Evrópska efnahagssvæðið, er fríverslunarsamningur milli EFTA og ESB en það er mikið meira: Það er samningur um frelsin fjögur: Frjálst vöruflæði, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa vinnuaflsflutninga og frjálsa þjónustuflutninga. EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins eins og við værum í ESB. Við höfum rétt til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæði ESB, frjálsan rétt til atvinnurekstrar. Það er gagnkvæmur réttur. Við njótum tollfrelsis fyrir okkar iðnaðarvörur og nær allar okkar sjávarafurðir á öllum markaði ESB. En við þurfum ekki að sæta ytri tolli ESB, þar eð við erum ekki í tollabandalagi ESB heldur aðeins í fríverslunarbandalagi við það. En við verðum að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án þess að hafa verið með í að semja þær. Þessar tilskipanir og reglur renna fyrirstöðulaust gegnum Alþingi. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna EFTA-ríkin og þar á meðal Ísland samþykktu að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án aðkomu að samþykkt þeirra. Það er aðeins ein skýring þar á: Þetta var hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, sem gilda átti í skamman tíma þar til EFTA-ríkin gerðust aðilar að ESB. Þetta fyrirkomulag var ekki hugsað til frambúðar.Brot á stjórnarskrá? Þegar Ísland gerðist aðili að EES, urðu miklar deilur hér á landi um það hvort það stæðist stjórnarskrá, að Ísland samþykkti yfirþjóðlegt vald eins og ESB og tæki fyrirstöðulaust við tilskipunum þaðan. Vissulega orkar það tvímælis. Ísland hefur m.ö.o. þegar afsalað sér ákveðnu fullveldi með aðild að EES og það breytist lítið sem ekkert við aðild að ESB. Sumir telja jafnvel, að það auki fullveldi okkar að ganga í ESB og verða með í ákvarðanatöku þar í stað þess að taka við tilskipunum þaðan án aðkomu. Það er þess vegna undarlegt að þeir sem segjast standa vörð um fullveldi Ísland skuli lofa og prísa EES en gagnrýna ESB harðlega og segja að ef Ísland gangi í ESB skerðist fullveldi landsins. (Það er búið að skerðast.)EES-samningurinn í hættu Þess hefur orðið vart að ESB hefur minni áhuga á EES-samningnum en áður. Það er þess vegna ekki öruggt að samningurinn haldi til lengdar. EFTA-stoðin undir samningnum er einnig mjög veik. Í EFTA eru aðeins þrjú lönd á móti 28 ríkjum ESB. Í EFTA eru Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í EFTA, felldi aðild að EES. Noregur er langríkast af EFTA-ríkjunum og greiðir mest til EES-samningsins. Ef Noregur gengur í ESB fellur EES. Það getur ekki staðið án Noregs. Áhugi ESB á EES hefur ekki aukist við hatrammar árásir núverandi ríkisstjórnar á ESB. Áhugi ESB á EES var lítill áður og hann minnkar enn. Ég óttast að ESB falli frá samningnum um EES innan ekki langs tíma. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun