Munu Skotar taka upp skoskt pund? Bolli Héðinsson skrifar 9. september 2014 12:00 Því er fljótsvarað og svarið er nei. En hvers vegna munu þeir ekki vilja það? Þeir átta sig á að til þess er hagkerfi þeirra of smátt og þjóðin of fámenn til að það borgi sig að stofna til eigin gjaldmiðils vilji þeir vera með samkeppnisfært atvinnulíf. Skotar munu á næstunni ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort þeir eigi áfram að vera hluti af Stóra-Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Eitt stærsta málið í kosningunum hefur verið spurningin um gjaldmiðilinn sem þeir ætla sér að nota í framtíðinni ef þeir kjósa sjálfstæði. Það hvarflar nánast ekki að nokkrum manni í Skotlandi að koma sér upp eigin mynt, t.d. skosku pundi. Þeir átta sig á að slíkur gjaldmiðill væri allt of smár fyrir opið hagkerfi þeirra þó það yrði alls engin örmynt líkt og íslenska krónan.Þjóð meðal þjóða innan ESB Ef Skotar kjósa sjálfstæði munu þeir annaðhvort leita ásjár hjá stjórninni í Lundúnum og falast eftir að fá að nota sterlingspundið áfram eða að taka upp evru í framhaldi af aðild að Evrópusambandinu (ESB). Skoskir sjálfstæðissinnar hyggjast sækja um aðild að Evrópusambandinu og telja að aðild að ESB sé einmitt besta staðfesting sem völ er á, því að sjálfstæðir Skotar verði þar með orðnir fullgild þjóð meðal þjóða. Hver sem niðurstaða Skotanna verður, þá ætti þetta að vera innlegg í umræðuna á Íslandi um framtíðarskipan peningamála. Í ljósi þess hvernig Skotar meta þá stöðu sem þeir eru í þá ætti það að verða mönnum umhugsunarefni sem halda því fram að Íslandi sé best borgið með eigin gjaldmiðil, íslenska krónu. Krónan er gjaldmiðill sem varð að nánast engu á þeim 90 árum sem hún hefur þraukað frá því verðgildi hennar var slitið frá verðgildi dönsku krónunnar. Þannig hefur þetta verið þrátt fyrir að krónan hafi verið meira og minna í höftum nánast allan þennan tíma og ekki fyrirséð að hún eigi sér lífdaga nema í áframhaldandi höftum og verðtryggingu. Nýjustu fréttir herma að stýrivextir evrunnar séu komnir niður í 0,05%. Nýjasta stýrivaxtaákvörðun fyrir íslensku krónuna var 5%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Því er fljótsvarað og svarið er nei. En hvers vegna munu þeir ekki vilja það? Þeir átta sig á að til þess er hagkerfi þeirra of smátt og þjóðin of fámenn til að það borgi sig að stofna til eigin gjaldmiðils vilji þeir vera með samkeppnisfært atvinnulíf. Skotar munu á næstunni ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort þeir eigi áfram að vera hluti af Stóra-Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Eitt stærsta málið í kosningunum hefur verið spurningin um gjaldmiðilinn sem þeir ætla sér að nota í framtíðinni ef þeir kjósa sjálfstæði. Það hvarflar nánast ekki að nokkrum manni í Skotlandi að koma sér upp eigin mynt, t.d. skosku pundi. Þeir átta sig á að slíkur gjaldmiðill væri allt of smár fyrir opið hagkerfi þeirra þó það yrði alls engin örmynt líkt og íslenska krónan.Þjóð meðal þjóða innan ESB Ef Skotar kjósa sjálfstæði munu þeir annaðhvort leita ásjár hjá stjórninni í Lundúnum og falast eftir að fá að nota sterlingspundið áfram eða að taka upp evru í framhaldi af aðild að Evrópusambandinu (ESB). Skoskir sjálfstæðissinnar hyggjast sækja um aðild að Evrópusambandinu og telja að aðild að ESB sé einmitt besta staðfesting sem völ er á, því að sjálfstæðir Skotar verði þar með orðnir fullgild þjóð meðal þjóða. Hver sem niðurstaða Skotanna verður, þá ætti þetta að vera innlegg í umræðuna á Íslandi um framtíðarskipan peningamála. Í ljósi þess hvernig Skotar meta þá stöðu sem þeir eru í þá ætti það að verða mönnum umhugsunarefni sem halda því fram að Íslandi sé best borgið með eigin gjaldmiðil, íslenska krónu. Krónan er gjaldmiðill sem varð að nánast engu á þeim 90 árum sem hún hefur þraukað frá því verðgildi hennar var slitið frá verðgildi dönsku krónunnar. Þannig hefur þetta verið þrátt fyrir að krónan hafi verið meira og minna í höftum nánast allan þennan tíma og ekki fyrirséð að hún eigi sér lífdaga nema í áframhaldandi höftum og verðtryggingu. Nýjustu fréttir herma að stýrivextir evrunnar séu komnir niður í 0,05%. Nýjasta stýrivaxtaákvörðun fyrir íslensku krónuna var 5%.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun