Pikkföst á Bústaðaveginum Hjálmar Sveinsson skrifar 18. september 2014 07:00 Það er árvisst umfjöllunarefni fjölmiðla í september að fólk kemst ekkert áfram á morgnana í bílnum. Allt er pikkfast á Bústaðaveginum. Svo leysist þetta einhvern veginn. En hvernig verður ástandið eftir 15 ár þegar íbúum svæðisins hefur fjölgað um 40.000? Hversu lengi megum við þá húka í umferðarteppum. Eða eftir 25 ár, árið 2040, þegar íbúunum hefur fjölgað um 70.000 eins og Hagstofan gerir ráð fyrir Hvað eigum við að gera? Breikka vegina í borginni og byggja fleiri mislæg gatnamót! Það var talið þjóðráð í nokkra áratugi. En ekki lengur.Lykilatriði að efla almenningssamgöngur Verkfræðistofan Mannvit hefur undanfarin misseri unnið gagnmerkar skýrslur um úrræði í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er mjög skýr. Ef við viljum koma í veg fyrir að bílaumferðin vaxi stöðugt í borginni, ef við viljum fyrir hvern mun komast hjá því að eyða stöðugt meiri tíma í bílnum á leið okkar um borgina, þá gagnast nákvæmlega ekkert að setja tugi milljarða í fleiri stofnbrautir fyrir bíla, mislæg gatnamót og Sundabraut. Það sem skiptir máli til að ná árangri, segir í skýrslum Mannvits, er að efla vistvæna og hagkvæma samgöngumáta sem auka ekki álagið á stofnvegakerfi bílanna. Það þýðir að við íbúarnir þurfum að breyta ferðavenjum okkar. Þeim þarf að fjölga hlutfallslega sem kjósa að fara gangandi, hjólandi og með strætó í og úr vinnu. En það gerist ekki nema fólk finni að það sé þægilegra, fljótlegra og ódýrara að fara á milli staða á þann hátt. Þess vegna er það lykilatriði í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, næstu ár og áratugi, að efla almenningssamgöngur sem mest má vera, þétta byggðina og framfylgja metnaðarfullum hjólreiðaáætlunum.Okkar vegir, okkar val Titillinn á evrópskri samgönguviku árið 2014 er: Okkar vegir, okkar val. Hann er vel til fundinn. Umferðarkerfið má ekki bara þjóna einum tilteknum fararmáta. Vegirnir í borginni liggja til allra átta. Það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru vegirnir okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er árvisst umfjöllunarefni fjölmiðla í september að fólk kemst ekkert áfram á morgnana í bílnum. Allt er pikkfast á Bústaðaveginum. Svo leysist þetta einhvern veginn. En hvernig verður ástandið eftir 15 ár þegar íbúum svæðisins hefur fjölgað um 40.000? Hversu lengi megum við þá húka í umferðarteppum. Eða eftir 25 ár, árið 2040, þegar íbúunum hefur fjölgað um 70.000 eins og Hagstofan gerir ráð fyrir Hvað eigum við að gera? Breikka vegina í borginni og byggja fleiri mislæg gatnamót! Það var talið þjóðráð í nokkra áratugi. En ekki lengur.Lykilatriði að efla almenningssamgöngur Verkfræðistofan Mannvit hefur undanfarin misseri unnið gagnmerkar skýrslur um úrræði í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er mjög skýr. Ef við viljum koma í veg fyrir að bílaumferðin vaxi stöðugt í borginni, ef við viljum fyrir hvern mun komast hjá því að eyða stöðugt meiri tíma í bílnum á leið okkar um borgina, þá gagnast nákvæmlega ekkert að setja tugi milljarða í fleiri stofnbrautir fyrir bíla, mislæg gatnamót og Sundabraut. Það sem skiptir máli til að ná árangri, segir í skýrslum Mannvits, er að efla vistvæna og hagkvæma samgöngumáta sem auka ekki álagið á stofnvegakerfi bílanna. Það þýðir að við íbúarnir þurfum að breyta ferðavenjum okkar. Þeim þarf að fjölga hlutfallslega sem kjósa að fara gangandi, hjólandi og með strætó í og úr vinnu. En það gerist ekki nema fólk finni að það sé þægilegra, fljótlegra og ódýrara að fara á milli staða á þann hátt. Þess vegna er það lykilatriði í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, næstu ár og áratugi, að efla almenningssamgöngur sem mest má vera, þétta byggðina og framfylgja metnaðarfullum hjólreiðaáætlunum.Okkar vegir, okkar val Titillinn á evrópskri samgönguviku árið 2014 er: Okkar vegir, okkar val. Hann er vel til fundinn. Umferðarkerfið má ekki bara þjóna einum tilteknum fararmáta. Vegirnir í borginni liggja til allra átta. Það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru vegirnir okkar allra.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar