Mikilvægi nýsköpunar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 20. september 2014 07:00 Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarðarbúa erum við eitt Norðurlandanna og lítill greinarmunur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sameiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlandaþjóðanna á mörgum sviðum. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að samstilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðlastarfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norðurlöndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðlastarfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnumörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega-trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunarsamstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og innihaldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþreyingu. Þannig má segja að hinn svonefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og tilgangsríkt líf. Þar nýtast styrkleikar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismálum, menntunar- og menningarmálum, velferðarmálum og lýðræðismálum – svo dæmi séu nefnd.Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokkurn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norðurlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmyndir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Ástríða og einurð eru þar einkennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköpunarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa samtökin beitt sér fyrir myndun svonefndra samstarfsklasa og klasaverkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði samfélagsins og þróa markvisst lausnir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Talsverður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunarsamstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðnaði heldur einnig hvarvetna í samfélagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífsgæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarðarbúa erum við eitt Norðurlandanna og lítill greinarmunur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sameiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlandaþjóðanna á mörgum sviðum. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að samstilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðlastarfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norðurlöndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðlastarfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnumörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega-trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunarsamstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og innihaldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþreyingu. Þannig má segja að hinn svonefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og tilgangsríkt líf. Þar nýtast styrkleikar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismálum, menntunar- og menningarmálum, velferðarmálum og lýðræðismálum – svo dæmi séu nefnd.Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokkurn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norðurlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmyndir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Ástríða og einurð eru þar einkennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköpunarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa samtökin beitt sér fyrir myndun svonefndra samstarfsklasa og klasaverkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði samfélagsins og þróa markvisst lausnir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Talsverður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunarsamstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðnaði heldur einnig hvarvetna í samfélagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífsgæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun