Ekkert traust til að byggja á Guðmundur Ragnarsson skrifar 9. október 2014 07:00 Nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum veit enginn hvernig á að hefja þá vinnu sem átti að byrja þegar skrifað var undir hinn svokallaða aðfarasamning fyrir tæpu ári. Ástæðan er sú að ekkert traust er til að byggja á. Ætlunin var að nota tímann til að fara yfir málin og taka upp ný vinnubrögð. Hin fögru fyrirheit stóðust ekki nú frekar enn oft áður. Ég fullyrði að málflutningur Samtaka atvinnulífsins (SA) á þeim tíma var algerlega innihaldslaus. Þar eru menn einangraðir í hagfræðifrösum og algerlega sambandslausir við þá sem reka fyrirtæki í hinum ólíku atvinnugreinum. Hjá SA er enginn hljómgrunnur fyrir nýjum og breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Þar sem atvinnugreinarnar koma að gerð sinna samninga og útfæra breytingar á launatöxtum með það að markmiði að auka framlegð. Aukin framlegð er mörgum atvinnugreinum lífsnauðsyn til þess að geta bætt kjörin og laða hæft starfsfólk til sín. Hagfræðifrasarnir eru það eina sem kemur úr fílabeinsturni SA enda vilja samtökin ekki missa frá sér miðstýringuna sem þau hafa komið á. Miðstýring SA er að draga úr allri framþróun og aukinni framlegð sem margar atvinnugreinar eiga auðvelt með að bæta. Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Eftir áratuga tilraunir er fullreynt með kjarasamninga sem byggjast á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þær hafa allar farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin, ríkisvaldið og sveitarfélög velta hækkununum út í verðlag og skatta. Laun verði kaupmáttartryggð Það er er aðeins ein leið eftir til að byggja upp traust meðan verið er að ná jafnvægi í hagkerfinu. Hún er að laun verði kaupmáttartryggð til næstu þriggja til fimm ára. Þetta er eina leiðin til að tryggja að allir axli ábyrgð á því að halda aftur af óeðlilegum hækkunum og verðbólgu. Það eru öll hlutföll í hagkerfinu vitlaus, launahlutföll, hagnaður fyrirtækja og fleira. Það er því margt sem þarf að laga í hagkerfinu, óháð niðurstöðum kjarasamninga. SA-gráturinn og annarra um samspil launahækkana og verðbólgu er ekki alltaf réttur. Ef greind eru áhrif 3,25 prósenta launahækkunarinnar sem kom 1. febrúar 2013 þá hefði hún samkvæmt því sem hagfræðingar segja mér eingöngu átt að hafa 1,2 til 1,5 prósenta verðbólguáhrif. En verðbólgan var 4,8 prósent í febrúar 2013 og var enn í 4,3 prósentum í ágúst sama ár. Ef þessar forsendur eru réttar þá er það ljóst að launahækkanir einar og sér eru ekki orsakir alls ills í óstjórn efnahagsmála. Ég sé engan mun á að tryggja kaupmátt launa sjálfvirkt tímabundið eða sækja hann eftir á. Við sem stöndum í kjarasamningagerð erum alltaf að ná í þetta eftir á til að reyna að halda í kaupmáttinn, meðan aðrir haga sér að vild án ábyrgðar með óhóflegum hækkunum eða aðför að gengi krónunnar. Það ætti ekki að vera flókið fyrir hagfræðingana að gefa út hver verðbólguáhrifin eru við gerð kjarasamninga. Með þá vitneskju er auðvelt að sjá hvaða aðrir orsakavaldar eru að valda aukinni verðbólgu. Við verðum líka að ræða í alvöru hvort sífelld umræða um stöðugleika er raunhæf. Við verðum að spyrja okkur að því hvort hægt verði að koma á stöðugleika og lækka vexti með okkar litla gjaldmiðli? Við verðum að spyrja okkur að því hvort ekki hafi verið fullreyndar allar hugmyndirnar sem menn hafa átt undanfarna áratugi? Eru einhverjar varanlegar lausnir til sem á eftir að reyna? Ef svo er ekki þá verðum við að viðurkenna það. Við kunnum gömlu aðferðirnar við að elta verðbólguna og fá eftirá launahækkanir til að reyna að viðhalda kaupmættinum, við erum flott í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum veit enginn hvernig á að hefja þá vinnu sem átti að byrja þegar skrifað var undir hinn svokallaða aðfarasamning fyrir tæpu ári. Ástæðan er sú að ekkert traust er til að byggja á. Ætlunin var að nota tímann til að fara yfir málin og taka upp ný vinnubrögð. Hin fögru fyrirheit stóðust ekki nú frekar enn oft áður. Ég fullyrði að málflutningur Samtaka atvinnulífsins (SA) á þeim tíma var algerlega innihaldslaus. Þar eru menn einangraðir í hagfræðifrösum og algerlega sambandslausir við þá sem reka fyrirtæki í hinum ólíku atvinnugreinum. Hjá SA er enginn hljómgrunnur fyrir nýjum og breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Þar sem atvinnugreinarnar koma að gerð sinna samninga og útfæra breytingar á launatöxtum með það að markmiði að auka framlegð. Aukin framlegð er mörgum atvinnugreinum lífsnauðsyn til þess að geta bætt kjörin og laða hæft starfsfólk til sín. Hagfræðifrasarnir eru það eina sem kemur úr fílabeinsturni SA enda vilja samtökin ekki missa frá sér miðstýringuna sem þau hafa komið á. Miðstýring SA er að draga úr allri framþróun og aukinni framlegð sem margar atvinnugreinar eiga auðvelt með að bæta. Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Eftir áratuga tilraunir er fullreynt með kjarasamninga sem byggjast á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þær hafa allar farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin, ríkisvaldið og sveitarfélög velta hækkununum út í verðlag og skatta. Laun verði kaupmáttartryggð Það er er aðeins ein leið eftir til að byggja upp traust meðan verið er að ná jafnvægi í hagkerfinu. Hún er að laun verði kaupmáttartryggð til næstu þriggja til fimm ára. Þetta er eina leiðin til að tryggja að allir axli ábyrgð á því að halda aftur af óeðlilegum hækkunum og verðbólgu. Það eru öll hlutföll í hagkerfinu vitlaus, launahlutföll, hagnaður fyrirtækja og fleira. Það er því margt sem þarf að laga í hagkerfinu, óháð niðurstöðum kjarasamninga. SA-gráturinn og annarra um samspil launahækkana og verðbólgu er ekki alltaf réttur. Ef greind eru áhrif 3,25 prósenta launahækkunarinnar sem kom 1. febrúar 2013 þá hefði hún samkvæmt því sem hagfræðingar segja mér eingöngu átt að hafa 1,2 til 1,5 prósenta verðbólguáhrif. En verðbólgan var 4,8 prósent í febrúar 2013 og var enn í 4,3 prósentum í ágúst sama ár. Ef þessar forsendur eru réttar þá er það ljóst að launahækkanir einar og sér eru ekki orsakir alls ills í óstjórn efnahagsmála. Ég sé engan mun á að tryggja kaupmátt launa sjálfvirkt tímabundið eða sækja hann eftir á. Við sem stöndum í kjarasamningagerð erum alltaf að ná í þetta eftir á til að reyna að halda í kaupmáttinn, meðan aðrir haga sér að vild án ábyrgðar með óhóflegum hækkunum eða aðför að gengi krónunnar. Það ætti ekki að vera flókið fyrir hagfræðingana að gefa út hver verðbólguáhrifin eru við gerð kjarasamninga. Með þá vitneskju er auðvelt að sjá hvaða aðrir orsakavaldar eru að valda aukinni verðbólgu. Við verðum líka að ræða í alvöru hvort sífelld umræða um stöðugleika er raunhæf. Við verðum að spyrja okkur að því hvort hægt verði að koma á stöðugleika og lækka vexti með okkar litla gjaldmiðli? Við verðum að spyrja okkur að því hvort ekki hafi verið fullreyndar allar hugmyndirnar sem menn hafa átt undanfarna áratugi? Eru einhverjar varanlegar lausnir til sem á eftir að reyna? Ef svo er ekki þá verðum við að viðurkenna það. Við kunnum gömlu aðferðirnar við að elta verðbólguna og fá eftirá launahækkanir til að reyna að viðhalda kaupmættinum, við erum flott í því.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun