Að gefnu tilefni Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 17. október 2014 06:45 Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Helgina 4.-5. október 2008 lá fyrir að evrópski seðlabankinn hugðist stöðva fyrirgreiðslu við Glitni og Landsbanka Íslands, en tæpri viku fyrr hafði verið tilkynnt um fyrirhugaða yfirtöku íslenska ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni þar sem bankinn stóð frammi fyrir greiðsluvandræðum. Ástæða þess að evrópski seðlabankinn ætlaði að skrúfa fyrir fyrirgreiðslu til Glitnis og Landsbankans var m.a. sú að bankarnir höfðu notað skuldabréf hvor annars til að sækja fjármagn til evrópska seðlabankans og ekki leyst þau aftur til sín eins og seðlabankinn hafði krafist mánuðina á undan. Málum var öðru vísi háttað með Kaupþing sem var í fullum skilum og átti í eðlilegu sambandi og viðskiptum við evrópska seðlabankann. Mánudaginn 6. október var ljóst orðið að ekki yrði hægt að bjarga Landsbanka Íslands og Glitni. Þann dag veitti Seðlabanki Íslands Kaupþingi lán að fjárhæð 500 milljónir evra. Til tryggingar þessu láni var rætt um að setja að veði allt hlutafé danska bankans FIH, sem var að fullu í eigu Kaupþings. Þegar þessi lánveiting átti sér stað var ekki talið að íslenska ríkið væri að taka mikla áhættu þar sem eigið fé FIH var ríflega einn milljarður evra og rekstur bankans hafði gengið vel. Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín.Starfað af heiðarleika Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabankinn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings. Ekkert af fjármagninu sem Kaupþing fékk frá Seðlabanka Íslands var notað til kaupa á eigin skuldabréfum Kaupþings eins og haldið hefur verið fram. Allt fjármagnið var nýtt til að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu. Með öðrum orðum þá var allt féð notað til að tryggja sem frekast var kostur rekstur og hag Kaupþings og viðskiptavina bankans. Enginn eigandi, viðskiptavinur, stjórnandi eða starfsmaður bankans hagnaðist um svo mikið sem um eina evru vegna láns Seðlabanka Íslands. Engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað með andvirði lánsins og starfsmenn Kaupþings sem komu að ráðstöfun lánsins gengu til sinna starfa af heiðarleika. Þegar Seðlabankinn tilkynnti okkur um ákvörðun sína að lána okkur 500 milljónir evra og millifærði fjárhæðina til Kaupþings mánudaginn 6. október 2008 töldum við, stjórnendur Kaupþings, að það yrði nægilega stór fyrirgreiðsla til að gera okkur kleift að standa af okkur þann storm sem geisaði á fjármálamörkuðum á þeim tíma. Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raunhæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi. Ég held að við öll getum verið sammála um að slíkur banki á ekki raunhæfa möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Helgina 4.-5. október 2008 lá fyrir að evrópski seðlabankinn hugðist stöðva fyrirgreiðslu við Glitni og Landsbanka Íslands, en tæpri viku fyrr hafði verið tilkynnt um fyrirhugaða yfirtöku íslenska ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni þar sem bankinn stóð frammi fyrir greiðsluvandræðum. Ástæða þess að evrópski seðlabankinn ætlaði að skrúfa fyrir fyrirgreiðslu til Glitnis og Landsbankans var m.a. sú að bankarnir höfðu notað skuldabréf hvor annars til að sækja fjármagn til evrópska seðlabankans og ekki leyst þau aftur til sín eins og seðlabankinn hafði krafist mánuðina á undan. Málum var öðru vísi háttað með Kaupþing sem var í fullum skilum og átti í eðlilegu sambandi og viðskiptum við evrópska seðlabankann. Mánudaginn 6. október var ljóst orðið að ekki yrði hægt að bjarga Landsbanka Íslands og Glitni. Þann dag veitti Seðlabanki Íslands Kaupþingi lán að fjárhæð 500 milljónir evra. Til tryggingar þessu láni var rætt um að setja að veði allt hlutafé danska bankans FIH, sem var að fullu í eigu Kaupþings. Þegar þessi lánveiting átti sér stað var ekki talið að íslenska ríkið væri að taka mikla áhættu þar sem eigið fé FIH var ríflega einn milljarður evra og rekstur bankans hafði gengið vel. Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín.Starfað af heiðarleika Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabankinn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings. Ekkert af fjármagninu sem Kaupþing fékk frá Seðlabanka Íslands var notað til kaupa á eigin skuldabréfum Kaupþings eins og haldið hefur verið fram. Allt fjármagnið var nýtt til að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu. Með öðrum orðum þá var allt féð notað til að tryggja sem frekast var kostur rekstur og hag Kaupþings og viðskiptavina bankans. Enginn eigandi, viðskiptavinur, stjórnandi eða starfsmaður bankans hagnaðist um svo mikið sem um eina evru vegna láns Seðlabanka Íslands. Engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað með andvirði lánsins og starfsmenn Kaupþings sem komu að ráðstöfun lánsins gengu til sinna starfa af heiðarleika. Þegar Seðlabankinn tilkynnti okkur um ákvörðun sína að lána okkur 500 milljónir evra og millifærði fjárhæðina til Kaupþings mánudaginn 6. október 2008 töldum við, stjórnendur Kaupþings, að það yrði nægilega stór fyrirgreiðsla til að gera okkur kleift að standa af okkur þann storm sem geisaði á fjármálamörkuðum á þeim tíma. Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raunhæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi. Ég held að við öll getum verið sammála um að slíkur banki á ekki raunhæfa möguleika.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun