ÁTVR og SÁÁ Ögmundur Jónasson skrifar 28. október 2014 07:00 Í mig hringdi gallharður markaðssinni – alvöru kunnáttumaður í markaðsfræðum og flokksbundinn sjálfstæðismaður. Hann sagðist afar ósáttur við málflutning þeirra samflokksmanna sinna sem stæðu að frumvarpi um að leggja niður ÁTVR og flytja söluna inn í matvörubúðir. Þetta taldi hann óheillaspor því áfengi væri ekki eins og hver önnur söluvara sem mætti „selja sig sjálf“. Þannig orðaði hann það. „Menn verða að skilja,“ sagði hann, „að eftir að stóru matvörukeðjurnar komu til sögunnar og ruddu smákaupmanninum úr vegi, þá færðist samkeppnin yfir í nýja ferla.“ Í sambandi við áfengið yrði að horfa til þess að stórmarkaðir væru skipulagðir með það í huga að „varan seldi sig sjálf“. Þess vegna væri höfuðkapp lagt á að raða vörum upp þannig að þær yrðu sem söluvænlegastar. Hvernig aðgengi viðskiptavinarins væri háttað væri þess vegna lykilatriði. Þarna þótti mér markaðsmaðurinn, vinur minn, hitta naglann á höfuðið í þeirri umræðu sem fer nú fram um umrætt frumvarp. En talandi um að hlutirnir gangi vélrænt fyrir sig, þá á það einnig við á öðrum enda. Þótt tekist hafi að hemja unglingadrykkju á síðustu árum með markvissu átaki, sem aðstandendur átaksins segja að hafi heppnast, ekki síst vegna þess að það var í skjóli verndandi sölufyrirkomulags, þá fjölgar engu að síður í biðstofum heilbrigðisstofnana sem sinna áfengismeðferð, samfara aukinni almennri neyslu áfengis. Þarna virðist nánast vera vélrænt samband á milli. Það á hins vegar ekki við um fjárveitingarnar. Þær drógust jafnt og þétt saman, reyndar eins og annars staðar í samfélagsþjónustunni, þar með talið heilbrigðisþjónustunni, í kjölfar hruns. En þegar síðan hefur komið viðbótarfjármagn í ýmsa geira heilbrigðisþjónustunnar, hefur SÁÁ, stærsta heilbrigðisstofnunin á þessu sviði, setið óbætt hjá garði að öðru leyti en því að fjármagn var sett til stuðnings eldra fólki sem ánetjast hefur áfengi. En þörfin fyrir hjálp er meiri en fjármagnið dugir til að veita. Í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir aðstoð gegn áfengisfíkn er nú spurt hvort fjárveitingarvaldið muni svara þeim veruleika sem blasir við í þessum efnum. Læt ég þá liggja á milli hluta umrætt frumvarp um ÁTVR, og þær illu afleiðingar sem það hefði í för með sér ef það næði fram að ganga. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga sem beint og óbeint eiga um sárt að binda af völdum ofneyslu áfengis munu án efa fylgjast með afgreiðslu fjárlaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í mig hringdi gallharður markaðssinni – alvöru kunnáttumaður í markaðsfræðum og flokksbundinn sjálfstæðismaður. Hann sagðist afar ósáttur við málflutning þeirra samflokksmanna sinna sem stæðu að frumvarpi um að leggja niður ÁTVR og flytja söluna inn í matvörubúðir. Þetta taldi hann óheillaspor því áfengi væri ekki eins og hver önnur söluvara sem mætti „selja sig sjálf“. Þannig orðaði hann það. „Menn verða að skilja,“ sagði hann, „að eftir að stóru matvörukeðjurnar komu til sögunnar og ruddu smákaupmanninum úr vegi, þá færðist samkeppnin yfir í nýja ferla.“ Í sambandi við áfengið yrði að horfa til þess að stórmarkaðir væru skipulagðir með það í huga að „varan seldi sig sjálf“. Þess vegna væri höfuðkapp lagt á að raða vörum upp þannig að þær yrðu sem söluvænlegastar. Hvernig aðgengi viðskiptavinarins væri háttað væri þess vegna lykilatriði. Þarna þótti mér markaðsmaðurinn, vinur minn, hitta naglann á höfuðið í þeirri umræðu sem fer nú fram um umrætt frumvarp. En talandi um að hlutirnir gangi vélrænt fyrir sig, þá á það einnig við á öðrum enda. Þótt tekist hafi að hemja unglingadrykkju á síðustu árum með markvissu átaki, sem aðstandendur átaksins segja að hafi heppnast, ekki síst vegna þess að það var í skjóli verndandi sölufyrirkomulags, þá fjölgar engu að síður í biðstofum heilbrigðisstofnana sem sinna áfengismeðferð, samfara aukinni almennri neyslu áfengis. Þarna virðist nánast vera vélrænt samband á milli. Það á hins vegar ekki við um fjárveitingarnar. Þær drógust jafnt og þétt saman, reyndar eins og annars staðar í samfélagsþjónustunni, þar með talið heilbrigðisþjónustunni, í kjölfar hruns. En þegar síðan hefur komið viðbótarfjármagn í ýmsa geira heilbrigðisþjónustunnar, hefur SÁÁ, stærsta heilbrigðisstofnunin á þessu sviði, setið óbætt hjá garði að öðru leyti en því að fjármagn var sett til stuðnings eldra fólki sem ánetjast hefur áfengi. En þörfin fyrir hjálp er meiri en fjármagnið dugir til að veita. Í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir aðstoð gegn áfengisfíkn er nú spurt hvort fjárveitingarvaldið muni svara þeim veruleika sem blasir við í þessum efnum. Læt ég þá liggja á milli hluta umrætt frumvarp um ÁTVR, og þær illu afleiðingar sem það hefði í för með sér ef það næði fram að ganga. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga sem beint og óbeint eiga um sárt að binda af völdum ofneyslu áfengis munu án efa fylgjast með afgreiðslu fjárlaga.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun