Vaxmyndasafnið Madame Tussauds opnar útibú í Orlando í Bandaríkjunum snemma á næsta ári.
Nú er búið að tilkynna hvaða stjarna verður fyrst til að fá vaxmynd af sér á safninu en það er engin önnur en leik- og söngkonan Selena Gomez.
Selena er hvað þekktust fyrir að leika í þáttum á sjónvarpsstöð Disney en hún hefur einnig verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu ár fyrir að vera í haltu mér slepptu mér sambandi við poppprinsinn Justin Bieber, en stytta af honum mun án efa einnig prýða nýja safnið í Orlando.
Selena Gomez fær fyrstu vaxstyttuna
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
