Mun ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Þingflokkur sjálfstæðismanna telur stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra vera erfiða. Einn þingmaður flokksins efast um að hægt sé að styðja hana. Formaðurinn segir ólíklegt að hún snúi aftur í dómsmálaráðuneytið. vísir/vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að öllum líkindum ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Hanna baðst lausnar undan þeim verkefnum sem heyra undir dómsmálin. Við gerðum ráð fyrir að það væri bráðabirgðaráðstöfun en nú þurfum við að setjast yfir það hvernig við skipum það ráðuneyti út kjörtímabilið,“ segir Bjarni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru áhyggjufullir á þingflokksfundi í gær vegna afleiðinga lekamálsins. Þingflokkurinn kom saman á fundi þar sem játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu, og staða hennar í kjölfarið bar hæst. Eftir fundinn lýsti Bjarni yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu. Bjarni segir hana hafa fengið mikinn stuðning í þingflokknum og hafa stuðning hans óskoraðan til að halda áfram störfum sínum. Aðspurður hvort allir þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við Hönnu svarar Bjarni: „Það voru þingmenn sem tóku ekki til máls á fundinum. Við getum orðað það þannig.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fundurinn hafi verið erfiður og tilfinningaþrunginn. Málið valdi þingmönnum áhyggjum, sem hafi þó, sér í lagi eftir afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu Bjarna upphafi fundar, ákveðið að styðja Hönnu sem heild. Einn þingmaður flokksins taldi þó að það yrði erfitt. „Ég get staðfest að við ræddum um málið á mjög opinn og hreinskiptin hátt,“ segir Bjarni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum fréttastofu myndi umboðsmaður Alþingis skila af sér áliti, vegna embættisfærslna Hönnu sem innanríkisráðherra meðan lögreglurannsókn á lekamálinu var í gangi, á næstu dögum. Þar komi fram áfellisdómur yfir verkum hennar, hún hafi verið vanhæf til að eiga í samskiptum við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og þannig brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi. Samskiptin hafi ekki samrýmst yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Bjarni segir að verði niðurstaðan sú að Hanna hafi brotið hæfisreglur sé það ekki mjög fjarri því sem Hanna hafi sjálf sagt um samskipti sín við lögreglustjórann. „Það er í sjálfu sér ekki mikið nýtt í málinu,“ segir Bjarni. Lekamálið Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að öllum líkindum ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Hanna baðst lausnar undan þeim verkefnum sem heyra undir dómsmálin. Við gerðum ráð fyrir að það væri bráðabirgðaráðstöfun en nú þurfum við að setjast yfir það hvernig við skipum það ráðuneyti út kjörtímabilið,“ segir Bjarni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru áhyggjufullir á þingflokksfundi í gær vegna afleiðinga lekamálsins. Þingflokkurinn kom saman á fundi þar sem játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu, og staða hennar í kjölfarið bar hæst. Eftir fundinn lýsti Bjarni yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu. Bjarni segir hana hafa fengið mikinn stuðning í þingflokknum og hafa stuðning hans óskoraðan til að halda áfram störfum sínum. Aðspurður hvort allir þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við Hönnu svarar Bjarni: „Það voru þingmenn sem tóku ekki til máls á fundinum. Við getum orðað það þannig.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fundurinn hafi verið erfiður og tilfinningaþrunginn. Málið valdi þingmönnum áhyggjum, sem hafi þó, sér í lagi eftir afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu Bjarna upphafi fundar, ákveðið að styðja Hönnu sem heild. Einn þingmaður flokksins taldi þó að það yrði erfitt. „Ég get staðfest að við ræddum um málið á mjög opinn og hreinskiptin hátt,“ segir Bjarni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum fréttastofu myndi umboðsmaður Alþingis skila af sér áliti, vegna embættisfærslna Hönnu sem innanríkisráðherra meðan lögreglurannsókn á lekamálinu var í gangi, á næstu dögum. Þar komi fram áfellisdómur yfir verkum hennar, hún hafi verið vanhæf til að eiga í samskiptum við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og þannig brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi. Samskiptin hafi ekki samrýmst yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Bjarni segir að verði niðurstaðan sú að Hanna hafi brotið hæfisreglur sé það ekki mjög fjarri því sem Hanna hafi sjálf sagt um samskipti sín við lögreglustjórann. „Það er í sjálfu sér ekki mikið nýtt í málinu,“ segir Bjarni.
Lekamálið Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira