
Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar
Á Íslandi eru kjörbúðarpokar sterkir og enda flestir undir heimilissorp, sem er urðað. Öðru máli gegnir á meginlandinu. Þar hafa burðarpokar stöðugt verið þynntir og hækkaðir í verði. Árangurinn er að þeir eru orðnir einnota, vegna þess að ódýrara er að kaupa ruslapoka fyrir heimilissorpið. Það eru þessir þunnu pokar, sem sjást fjúkandi út um allt áður en þeir lenda í sjónum. Sóðaskapurinn og mengunin er þeim mun meiri, sem sunnar dregur í álfuna. Líklega mest á Ítalíu, sem hrósar sér nú fyrir að hafa minnkað mikið notkun plastburðarpoka. Þeir sleppa hins vegar að geta þess að notkun ruslapoka hefur aukist í réttu hlutfalli við minni notkun burðarpoka. Söluaukning ruslapoka er 70%, sem er mikið meiri en minnkunin í notkun burðarpoka. Þannig hefur plastnotkun og aukin mengun úthafa aukist við minni notkun plastburðarpoka.
Plastburðarpokar eru lítill hluti plastumbúða eða um eða innan við 5% af heildarnotkun plastumbúða. Hvað á að koma í staðinn fyrir plastumbúðir hjá t.d. hjá Kjötafurðastöð KS, Mjólkurbúi KS, Fisk og Hólalaxi, sem eru á Króknum? Pappírspokar geta að einhverju leyti komið í stað burðarpoka, brauðapoka, en þá myndu vísitölubrauðin hækka í verði og þar með verðtryggðu lánin. Hvernig verður geymsluþol kjöts, osts og fisks án plasts? Það að útrýma plastinu er jafn óraunhæft og kosningaloforðið „fíkniefnalaust Ísland“ var á sínum tíma.
Heilbrigð skynsemi
Konurnar í Skagafirði get ég glatt með því að plastið er jafn mikil guðs blessun og fíkniefnin eru mikil bölvun djöfulsins. Það er nefnilega þannig að plastefni verða til sem hliðarafurð við framleiðslu eldsneytis úr hráolíu. Það er efni, sem þyrfti að eyða væri það ekki nýtt í plastefni. Plastefnið er 3% af hráolíunni og var áður sóað með brennslu í olíuhreinsunarstöðvum. Það er heilbrigð skynsemi og umhverfisvænt að nýta þetta efni í stað þess að eyða því, þó svo að það brenni án mengunar.
Tré binda gróðurhúsalofttegundir úr andrúmsloftinu. Til framleiðslu pappírs þarf að fella tré, sem ekki er umhverfisvænt. Endurvinnsla pappírs hefur í för með sér meiri mengun. Fyrir löngu síðan framleiddi ég plastpoka og ætlaði að bæta við vöruúrvalið pokum úr endurunnum pappír. Í Skotlandi skoðaði ég verksmiðju sem endurvann pappír og framleiddi pappírspoka. Eftir þá ferð hryllir mig við í hvert skipti, sem ég sé brúnan pappírsburðarpoka, sem komust í tísku út á að vera endurunnir og umhverfisvænir. Í stuttu máli fór endurvinnslan í Skotlandi þannig fram að vörubílar sturtuðu pappír í stóra þró, vökva var bætt við og svo hrært í öllu saman þar til úr varð drulla. Síðan var vökvinn skilinn frá svo eftir varð þykkt deig, sem pappírinn var unninn úr. Vökvinn úr drullunni með eiturefnunum, eins og t.d. vítissóda, hefur væntanlega verið hreinsaður áður en hann rann til sjávar?
Endurvinnsla plasts er einfaldari og fer að mestu leyti fram í sömu vélum og plastið var framleitt í án mengunar. Plast sem ekki er endurunnið er vinsælt meðefni í sorpbrennslustöðvum, því það brennur við svo hátt hitastig. Þá er minni mengun við brunann. Hugsanlega hefði ekki þurft að loka sumum sorpbrennslustöðvunum hefðu þær fengið nægilegt magn af heyrúlluplasti og veiðarfærum til blöndunar í heimilissorpið?
Verðugt verkefni umhverfissinna til verndunar umhverfinu væri að skipta út mjólkurumbúðum úr pappa fyrir umhverfisvænni umbúðir úr plasti, t.d. flöskur eða enn umhverfisvænni plastpoka.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar