Teflir saman nýrri tónlist og sígildri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 15:30 "Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið,“ segir Jón Stefánsson. Vísir/GVA „Gælunafnið á þessum tónleikum er Valdatónleikar því þeir sameina tónlist Sigvalda Kaldalóns og Þorvalds Gylfasonar.“ Þannig byrjar Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, þegar hann er beðinn að segja stuttlega frá tónleikum kórsins á sunnudaginn. „Heildarútgáfa á verkum Sigvalda Kaldalóns er í undirbúningi, við tókum að okkur kórlögin og sjáum nú fyrir endann á því verkefni,“ heldur Jón áfram. „Þetta er rosalegt magn, næstum 50 lög og við ætlum að flytja úrvalið af þeim, til dæmis Þótt þú langförull legðir, Ísland ögrum skorið og Ave María. Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið. Hún hefur verið útsett fyrir einsöngvara og kór og það var voða lítið mál fyrir mig að breyta henni alfarið í kórverk. Við flytjum nefnilega tvö lög úr Dansinum í Hruna, annað þeirra fjallar um það þegar kirkjan sekkur, þess vegna fannst mér við verða að enda á Ave Maríu og bætti henni því við en hún er ekki á upptökunum.“ Jón segir Þorvald Gylfason svo hafa gaukað að honum sjö sálmum við texta eftir Kristján Hreinsson og kórinn ætla að frumflytja þá. „Þorvaldur er gríðarlega aktífur, alltaf að semja músík og er kominn í um 70 tónverk – fer að nálgast Kaldalóns,“ segir hann. „Mér finnst gaman að tefla saman því nýjasta í tónlistinni og því sígilda.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 17 á sunnudag. Tómas Guðni Eggertsson leikur á píanó. Miðasala fer fram á vefnum tix.is og almennt miðaverð er 2.000 en 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholtskirkju og eftirlaunaþega. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Gælunafnið á þessum tónleikum er Valdatónleikar því þeir sameina tónlist Sigvalda Kaldalóns og Þorvalds Gylfasonar.“ Þannig byrjar Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, þegar hann er beðinn að segja stuttlega frá tónleikum kórsins á sunnudaginn. „Heildarútgáfa á verkum Sigvalda Kaldalóns er í undirbúningi, við tókum að okkur kórlögin og sjáum nú fyrir endann á því verkefni,“ heldur Jón áfram. „Þetta er rosalegt magn, næstum 50 lög og við ætlum að flytja úrvalið af þeim, til dæmis Þótt þú langförull legðir, Ísland ögrum skorið og Ave María. Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið. Hún hefur verið útsett fyrir einsöngvara og kór og það var voða lítið mál fyrir mig að breyta henni alfarið í kórverk. Við flytjum nefnilega tvö lög úr Dansinum í Hruna, annað þeirra fjallar um það þegar kirkjan sekkur, þess vegna fannst mér við verða að enda á Ave Maríu og bætti henni því við en hún er ekki á upptökunum.“ Jón segir Þorvald Gylfason svo hafa gaukað að honum sjö sálmum við texta eftir Kristján Hreinsson og kórinn ætla að frumflytja þá. „Þorvaldur er gríðarlega aktífur, alltaf að semja músík og er kominn í um 70 tónverk – fer að nálgast Kaldalóns,“ segir hann. „Mér finnst gaman að tefla saman því nýjasta í tónlistinni og því sígilda.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 17 á sunnudag. Tómas Guðni Eggertsson leikur á píanó. Miðasala fer fram á vefnum tix.is og almennt miðaverð er 2.000 en 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholtskirkju og eftirlaunaþega.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira