Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr var dæmdur fyrir að leka minnisblaði og fékk greinargerð sem hann átti ekki rétt á frá lögreglunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra lögregluupplýsingar sem hann átti engan rétt á að óska eftir og fá. Í svari Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2, segir að aðstoðarmenn ráðherra hafi „ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun.“ Það eigi jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar upplýsingar. Þá kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins að greinargerðin um hælisleitandann Tony Omos sem Sigríður sendi Gísla Frey 20. nóvember í fyrra sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Þannig virðist Gísli Freyr hafa haldið umræddu skjali leyndu fyrir öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. „Allar slíkar beiðnir skal skrá með formlegum hætti í málaskrá ráðuneytis,“ segir í svari Ragnhildar. „Starfsfólki er ekki heimilt að óska eftir gögnum, hvorki frá stjórnvöldum né öðrum, að tilhæfulausu heldur verður gagnaöflunin að tengjast tilteknu máli sem til meðferðar er eða að öðru leyti að vera nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt yfirstjórnunarskyldum sínum,“ segir ráðuneytisstjórinn enn fremur.Lögreglan á Suðurnesjum þarf nú að svara fyrir gagnasendingar fyrrverandi lögreglustjóra.Fréttablaði/GVAPersónuvernd hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um innihald greinargerðarinnar sem Sigríður sendi Gísla Frey og um lagaheimildir fyrir sendingunni. Óskað er skýringa á því hvernig sendingin samræmist ákvæðum laga um almennar reglur og sérstök skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og um hvernig sending greinargerðarinnar horfi við ákvæði um lagaheimild í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum einmitt spurt um lagaheimild fyrir sendingu greinargerðarinnar. „Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ sagði í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Birting á niðurstöðum athugunar Umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, er sögð dragast fram í næstu viku. Það sé vegna ábendingar sem tengist þó ekki þeim samskiptum Sigríðar og Gísla Freys sem fjölmiðlar hafi fjallað um. Lekamálið Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra lögregluupplýsingar sem hann átti engan rétt á að óska eftir og fá. Í svari Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2, segir að aðstoðarmenn ráðherra hafi „ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun.“ Það eigi jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar upplýsingar. Þá kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins að greinargerðin um hælisleitandann Tony Omos sem Sigríður sendi Gísla Frey 20. nóvember í fyrra sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Þannig virðist Gísli Freyr hafa haldið umræddu skjali leyndu fyrir öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. „Allar slíkar beiðnir skal skrá með formlegum hætti í málaskrá ráðuneytis,“ segir í svari Ragnhildar. „Starfsfólki er ekki heimilt að óska eftir gögnum, hvorki frá stjórnvöldum né öðrum, að tilhæfulausu heldur verður gagnaöflunin að tengjast tilteknu máli sem til meðferðar er eða að öðru leyti að vera nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt yfirstjórnunarskyldum sínum,“ segir ráðuneytisstjórinn enn fremur.Lögreglan á Suðurnesjum þarf nú að svara fyrir gagnasendingar fyrrverandi lögreglustjóra.Fréttablaði/GVAPersónuvernd hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um innihald greinargerðarinnar sem Sigríður sendi Gísla Frey og um lagaheimildir fyrir sendingunni. Óskað er skýringa á því hvernig sendingin samræmist ákvæðum laga um almennar reglur og sérstök skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og um hvernig sending greinargerðarinnar horfi við ákvæði um lagaheimild í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum einmitt spurt um lagaheimild fyrir sendingu greinargerðarinnar. „Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ sagði í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Birting á niðurstöðum athugunar Umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, er sögð dragast fram í næstu viku. Það sé vegna ábendingar sem tengist þó ekki þeim samskiptum Sigríðar og Gísla Freys sem fjölmiðlar hafi fjallað um.
Lekamálið Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira