Hver er að draga hvern niður? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Þeir sem önduðu léttar við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á föstudaginn og töldu að þar með væri hægt að leggja lekamálið til hvílu þurfa að hugsa málið upp á nýtt. Það virðist nefnilega langt í það að öll kurl í því máli komi til grafar og hætt við því að fleiri þurfi að fjúka áður en um hægist. Efst á þeim lista er að sjálfsögðu lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem virðist hafa gert sig seka um óafsakanlegt fljótræði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, með því að afhenda pólitískum aðstoðarmanni ráðherra trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að þeir lögreglustjórar sem samband náðist við eru allir á einu máli um að háttalag eins og það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum og margir þeirra furða sig á þessu framferði hennar. Fram kemur í sömu frétt að Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Það virðist því liggja ljóst fyrir að hvorki hafði aðstoðarmaður ráðherra leyfi til að óska eftir gögnunum né lögreglustjóri til að afhenda þau og væri affarasælast fyrir þau bæði að viðurkenna mistök sín án undanbragða. Sigríður Björk virðist hins vegar ekkert hafa lært af örlögum innanríkisráðherrans fyrrverandi og þverskallast við að játa nokkra sök hjá sjálfri sér. Segir að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar og ásakar fréttamenn um að „draga sig niður“ eftir átján ára flekklausan feril. Eins og það komi málinu nokkuð við. Maður sem verður uppvís að því að berja konuna sína getur ekki skýlt sér á bak við það að hann hafi aldrei barið aðrar konur, svo dæmi sé tekið, sú málsvörn heldur engan veginn vatni. Hinn almenni borgari á betra skilið en að þurfa að hlusta á svona innantómt froðusnakk og píslarvættisvæl í nánast hverjum einasta fréttatíma. Það hefur staðið yfir alltof lengi og nú er mál að linni. Lágmarkskrafan er sú að fólk í valdastöðum fari að skrúfa niður í hrokanum og gangast við mistökum sínum í stað þess að forherðast og kvarta og kveina yfir aðför og ofsóknum þegar gengið er á það um glöp í starfi. Sú framkoma er ekki að skila þeim neinu nema gremju fólksins í landinu og síminnkandi trausti á valdastofnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Lekamálið Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem önduðu léttar við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á föstudaginn og töldu að þar með væri hægt að leggja lekamálið til hvílu þurfa að hugsa málið upp á nýtt. Það virðist nefnilega langt í það að öll kurl í því máli komi til grafar og hætt við því að fleiri þurfi að fjúka áður en um hægist. Efst á þeim lista er að sjálfsögðu lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem virðist hafa gert sig seka um óafsakanlegt fljótræði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, með því að afhenda pólitískum aðstoðarmanni ráðherra trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að þeir lögreglustjórar sem samband náðist við eru allir á einu máli um að háttalag eins og það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum og margir þeirra furða sig á þessu framferði hennar. Fram kemur í sömu frétt að Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Það virðist því liggja ljóst fyrir að hvorki hafði aðstoðarmaður ráðherra leyfi til að óska eftir gögnunum né lögreglustjóri til að afhenda þau og væri affarasælast fyrir þau bæði að viðurkenna mistök sín án undanbragða. Sigríður Björk virðist hins vegar ekkert hafa lært af örlögum innanríkisráðherrans fyrrverandi og þverskallast við að játa nokkra sök hjá sjálfri sér. Segir að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar og ásakar fréttamenn um að „draga sig niður“ eftir átján ára flekklausan feril. Eins og það komi málinu nokkuð við. Maður sem verður uppvís að því að berja konuna sína getur ekki skýlt sér á bak við það að hann hafi aldrei barið aðrar konur, svo dæmi sé tekið, sú málsvörn heldur engan veginn vatni. Hinn almenni borgari á betra skilið en að þurfa að hlusta á svona innantómt froðusnakk og píslarvættisvæl í nánast hverjum einasta fréttatíma. Það hefur staðið yfir alltof lengi og nú er mál að linni. Lágmarkskrafan er sú að fólk í valdastöðum fari að skrúfa niður í hrokanum og gangast við mistökum sínum í stað þess að forherðast og kvarta og kveina yfir aðför og ofsóknum þegar gengið er á það um glöp í starfi. Sú framkoma er ekki að skila þeim neinu nema gremju fólksins í landinu og síminnkandi trausti á valdastofnunum.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar